Ólíklegast að Englendingar verði Evrópumeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 15:31 Kyle Walker, Jordan Pickford, Trent Alexander-Arnold og Ivan Toney fagna sigri enska liðsins í vítakeppninni í átta liða úrslitunum. Getty/Crystal Pix Aðeins fjórar þjóðir eiga enn möguleika á því að verða Evrópumeistarar karla í knattspyrnu 2024 og á næstu tveimur dögum kemur það í ljós hvaða tvær þjóðir mætast í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Tölfræðingar Gracenote hafa notað tækifærið fyrir undanúrslitaleikina til að reikna út sigurlíkur þjóðanna fjögurra sem spila í kvöld eða annað kvöld. Þar kemur í ljós að mestar líkur eru á því að Spánverjar verði Evrópumeistarar í fjórða sinn. Á því eru 34 prósent líkur. Spánn varð Evrópumeistari 1964, 2008 og 2012. Næstmestar líkur eru á því að Frakkar verði Evrópumeistarar í þriðja sinn. Það eru taldar 25 prósent líkur á því. Frakkar urðu Evrópumeistarar 1974 og 2000. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þar sem að Spánn og Frakkland mætast í undanúrslitunum má því samkvæmt þessu eiginlega líta á leik þeirra sem hálfgerðan úrslitaleik mótsins. Í hinum leiknum mætast Holland og England. Það eru taldar 24 prósent líkur á því að Hollendingar verði Evrópumeistarar í fyrsta sinn í 36 ár. Þeir unnu sinn fyrsta og eina stóra titil sinn á EM í Þýskalandi 1988. Englendingar reka lestina en aðeins eru taldar sautján prósent líkur á því að England verði Evrópumeistari í fyrsta sinn og að karlalið þjóðarinnar vinni þar með sinn fyrsta stóra titil í 58 ár. Tölfræðingarnir á Opta reiknuðu líka út sigurlíkurnar hjá liðunum í undanúrslitunum og þar koma Englendingar aðeins betur út. Spánn og Frakkland eru þá bæði með þrjátíu prósent líkur á Evrópumeistaratitli en enska liðið er þar á undan því hollenska. Sigurlíkur Englendinga eru 23 prósent en Hollendinar eru aðeins með sextán prósent sigurlíkur hjá Opta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Tölfræðingar Gracenote hafa notað tækifærið fyrir undanúrslitaleikina til að reikna út sigurlíkur þjóðanna fjögurra sem spila í kvöld eða annað kvöld. Þar kemur í ljós að mestar líkur eru á því að Spánverjar verði Evrópumeistarar í fjórða sinn. Á því eru 34 prósent líkur. Spánn varð Evrópumeistari 1964, 2008 og 2012. Næstmestar líkur eru á því að Frakkar verði Evrópumeistarar í þriðja sinn. Það eru taldar 25 prósent líkur á því. Frakkar urðu Evrópumeistarar 1974 og 2000. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þar sem að Spánn og Frakkland mætast í undanúrslitunum má því samkvæmt þessu eiginlega líta á leik þeirra sem hálfgerðan úrslitaleik mótsins. Í hinum leiknum mætast Holland og England. Það eru taldar 24 prósent líkur á því að Hollendingar verði Evrópumeistarar í fyrsta sinn í 36 ár. Þeir unnu sinn fyrsta og eina stóra titil sinn á EM í Þýskalandi 1988. Englendingar reka lestina en aðeins eru taldar sautján prósent líkur á því að England verði Evrópumeistari í fyrsta sinn og að karlalið þjóðarinnar vinni þar með sinn fyrsta stóra titil í 58 ár. Tölfræðingarnir á Opta reiknuðu líka út sigurlíkurnar hjá liðunum í undanúrslitunum og þar koma Englendingar aðeins betur út. Spánn og Frakkland eru þá bæði með þrjátíu prósent líkur á Evrópumeistaratitli en enska liðið er þar á undan því hollenska. Sigurlíkur Englendinga eru 23 prósent en Hollendinar eru aðeins með sextán prósent sigurlíkur hjá Opta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira