Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 8. júlí 2024 11:00 Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. Í tilkynningu frá Kjarnafæði Norðlenska segir að hluthafar Búsældar ehf., félags bænda, muni ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti í félaginu en Eiður Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, og Hreinn Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, muni selja allt sitt hlutafé. Samkvæmt hagsmunaskráningu Þórarins Inga á vef Alþingis er hann einn þeirra hluthafa og meðstjórnandi í félaginu í þokkabót. Hann er þó ekki lengur meðstjórnandi heldur var hann það áður en hann tók sæti á þingi. Hann er því ekki lengur með sæti í stjórninni. Í samtali við fréttastofu segir Þórarinn Ingi að hann fari með um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld og ákvörðun um hvort hann gangi að kauptilboði KS sé ekki enn komin á hans borð. Eðlilegt framhald lagasetningarinnar Í tilkynningu Kjarnafæðis Norðlenska segir að viðskiptin séu möguleg vegna nýrra laga sem heimila framleiðendafélögum að sameinast og hafa með sér verkaskiptingu. Eftir setningu laganna hafi margir bændur kallað eftir frekari hagræðingu í greininni en möguleg samlegðaráhrif Kaupfélag Skagfirðinga og Kjarnafæði Norðlenska við slátrun og úrvinnslu kjötafurða séu líklega þau mestu í íslenskum landbúnaði og viðskiptin því eðlilegt framhald lagasetningarinnar. Það verði því í höndum þessara tveggja félaga bænda að vinna úr þeim ef viðskiptin verða að veruleika. „Í kjölfar nýlegra breytinga á lögum hefur kjötgreinum á Íslandi verið gert mögulegt að hagræða á sama hátt og þekkist í öðrum löndum. Þessi viðskipti eru rökrétt framhald af þessum breytingum og líkleg til að auka hagsæld bænda og neytenda enda er verið að bæta samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu með því að gera verulega hagræðingu mögulega. Nú er það verkefni starfsfólks félaganna að raungera þessa hagræðingarmöguleika íslenskum landbúnaði og neytendum til heilla,“ er haft eftir Ágústi Torfa Haukssyni, forstjóra Kjarnafæði Norðlenska. Umdeild lagasetning Umrædd lagasetning, breyting á búvörulögum sem tók gild í apríl síðastliðnum, var gríðarlega umdeild. Lögin gera það að verkum að kjötafurðastöðvar eru undanþegnar samkeppnislögum en upphaflegt markmið var meðal annars hagræðing í slátrun og kjötvinnslu. Meðal þeirra sem gagnrýndu lagasetninguna hvað mest var Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Hann segir í færslu á Facebook að nú hafi það raungerst sem hann varaði við ásamt fleirum. Alþingi Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Kjarnafæði Norðlenska segir að hluthafar Búsældar ehf., félags bænda, muni ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti í félaginu en Eiður Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, og Hreinn Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, muni selja allt sitt hlutafé. Samkvæmt hagsmunaskráningu Þórarins Inga á vef Alþingis er hann einn þeirra hluthafa og meðstjórnandi í félaginu í þokkabót. Hann er þó ekki lengur meðstjórnandi heldur var hann það áður en hann tók sæti á þingi. Hann er því ekki lengur með sæti í stjórninni. Í samtali við fréttastofu segir Þórarinn Ingi að hann fari með um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld og ákvörðun um hvort hann gangi að kauptilboði KS sé ekki enn komin á hans borð. Eðlilegt framhald lagasetningarinnar Í tilkynningu Kjarnafæðis Norðlenska segir að viðskiptin séu möguleg vegna nýrra laga sem heimila framleiðendafélögum að sameinast og hafa með sér verkaskiptingu. Eftir setningu laganna hafi margir bændur kallað eftir frekari hagræðingu í greininni en möguleg samlegðaráhrif Kaupfélag Skagfirðinga og Kjarnafæði Norðlenska við slátrun og úrvinnslu kjötafurða séu líklega þau mestu í íslenskum landbúnaði og viðskiptin því eðlilegt framhald lagasetningarinnar. Það verði því í höndum þessara tveggja félaga bænda að vinna úr þeim ef viðskiptin verða að veruleika. „Í kjölfar nýlegra breytinga á lögum hefur kjötgreinum á Íslandi verið gert mögulegt að hagræða á sama hátt og þekkist í öðrum löndum. Þessi viðskipti eru rökrétt framhald af þessum breytingum og líkleg til að auka hagsæld bænda og neytenda enda er verið að bæta samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu með því að gera verulega hagræðingu mögulega. Nú er það verkefni starfsfólks félaganna að raungera þessa hagræðingarmöguleika íslenskum landbúnaði og neytendum til heilla,“ er haft eftir Ágústi Torfa Haukssyni, forstjóra Kjarnafæði Norðlenska. Umdeild lagasetning Umrædd lagasetning, breyting á búvörulögum sem tók gild í apríl síðastliðnum, var gríðarlega umdeild. Lögin gera það að verkum að kjötafurðastöðvar eru undanþegnar samkeppnislögum en upphaflegt markmið var meðal annars hagræðing í slátrun og kjötvinnslu. Meðal þeirra sem gagnrýndu lagasetninguna hvað mest var Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Hann segir í færslu á Facebook að nú hafi það raungerst sem hann varaði við ásamt fleirum.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira