Þakkir til Jimmy Floyd Hasselbaink eftir frábæra vítakeppni enska liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 08:01 Ensku landsliðsmennirnir fagna eftir að Trent Alexander-Arnold hafði skorað úr síðustu vítaspyrnunni og tryggt Englandi sæti í undanúrslitum EM. Getty/Alex Livesey Jude Bellingham segir að góð ráð frá Jimmy Floyd Hasselbaink hafi hjálpað honum og ensku landsliðsmönnunum í vítaspyrnukeppninni á móti Sviss. Enska stórstjarnan segir að þessi hollenska knattspyrnugoðsögn eigi hrós skilið fyrir að hjálpa ensku landsliðsmönnunum að hrekja á brott minningar um fjölmörg töp enska liðsins í vítaspyrnukeppnum í gegnum tíðina. Hasselbaink er þekkastur hér á landi þegar hann fór á kostum í framlínu Chelsea við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir náðu frábærlega saman. Tímabilið 2001-02 skoruðu þeir 52 mörk saman í öllum keppnum, Hasselbaink 29 mörk og Eiður 23 mörk. Hasselbaink hefur starfað sem aðstoðarþjálfari enska landsliðsins frá því í mars í fyrra. Gareth Southgate fagnar sigri með Jimmy Floyd Hasselbaink og Steve Holland eftir að undanúrslitasætið var í höfn.Getty/Eddie Keogh Enska landsliðið hefur sjö sinnum dottið út úr stórmóti eftir tap í vítakeppni en undir stjórn Gareth Southgate hefur enska liðið unnið þrjár af fjórum vítakeppnum sínum. Allir fimm skoruðu örugglega Allir fimm sem tóku víti í vítakeppninni á móti Sviss, í átta liða úrslitum EM, skoruðu örugglega úr spyrnum sínum en það voru Cole Palmer, Bellingham, Bukayo Saka, Ivan Toney og Trent Alexander-Arnold. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í vítakeppni og í fyrsta sinn sem ég tek víti við þessar aðstæður,“ sagði Jude Bellingham við BBC Radio 5Live. Jimmy Floyd Hasselbaink lag volgens Jude Bellingham aan de basis van het penaltysucces van Engeland.https://t.co/uwipjpEJ2W— Voetbal International (@VI_nl) July 7, 2024 „Ég á hræðilegar minningar frá vítakeppnum enska landsliðsins því að ég var að alast upp en sú fyrsta sem ég man eftir á EM var þegar [Andrea] Pirlo vippaði honum í mitt markið okkar á EM 2012,“ sagði Bellingham. „Þetta hefur áhrif á mann því þú ferð ósjálfrátt að hugsa um þau skipti sem England var í vítakeppni. Það er samt gott að búa nú að þessari reynslu sjálfur og líka fyrir okkur alla í klefanum,“ sagði Bellingham. Samtölin við Hasselbaink „Ég var fullur sjálfstrausts í undirbúningi mínum. Það kom til vegna samtala minna við Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann kom sterkur inn hjá okkur í undirbúningnum,“ sagði Bellingham. „Það er þessi vinna sem hann vinnur á bak við tjöldin og það að strákarnir séu tilbúnir að hlusta á það sem hann hefur að segja. Það hjálpar okkur á þessum mikilvægu tímapunktum þegar við þurfum að landa sigrinum,“ sagði Bellingham. ESPN fjallar um þetta. Hrósar varamarkvörðunum „Þetta er líka öll okkar liðsheild. Annað dæmi eru markverðirnir Dean Henderson, Aaron Ramsdale og Tom Heaton. Þeir hafa verið með okkur og komið öflugir inn að hjálpa okkur við að æfa þessar vítaspyrnur,“ sagði Bellingham. „Þeir fá ekki hrósið en þeir eiga hrós skilið. Án þessari æfinga þá værum við ekki í þeirri stöðu að klára vítin okkar svona vel. Það komu svo margir að þessum sigri. Þetta var risastór liðssigur,“ sagði Bellingham. England mætir Hollandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins á miðvikudagskvöldið. Jude Bellingham credited him for England’s penalty shootout victory over Switzerland.Here’s why 🗞️ https://t.co/W3WepT6XvQ#EURO2024 #OptusSport pic.twitter.com/0oDfGa5Mus— Optus Sport (@OptusSport) July 8, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Sjá meira
Enska stórstjarnan segir að þessi hollenska knattspyrnugoðsögn eigi hrós skilið fyrir að hjálpa ensku landsliðsmönnunum að hrekja á brott minningar um fjölmörg töp enska liðsins í vítaspyrnukeppnum í gegnum tíðina. Hasselbaink er þekkastur hér á landi þegar hann fór á kostum í framlínu Chelsea við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir náðu frábærlega saman. Tímabilið 2001-02 skoruðu þeir 52 mörk saman í öllum keppnum, Hasselbaink 29 mörk og Eiður 23 mörk. Hasselbaink hefur starfað sem aðstoðarþjálfari enska landsliðsins frá því í mars í fyrra. Gareth Southgate fagnar sigri með Jimmy Floyd Hasselbaink og Steve Holland eftir að undanúrslitasætið var í höfn.Getty/Eddie Keogh Enska landsliðið hefur sjö sinnum dottið út úr stórmóti eftir tap í vítakeppni en undir stjórn Gareth Southgate hefur enska liðið unnið þrjár af fjórum vítakeppnum sínum. Allir fimm skoruðu örugglega Allir fimm sem tóku víti í vítakeppninni á móti Sviss, í átta liða úrslitum EM, skoruðu örugglega úr spyrnum sínum en það voru Cole Palmer, Bellingham, Bukayo Saka, Ivan Toney og Trent Alexander-Arnold. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í vítakeppni og í fyrsta sinn sem ég tek víti við þessar aðstæður,“ sagði Jude Bellingham við BBC Radio 5Live. Jimmy Floyd Hasselbaink lag volgens Jude Bellingham aan de basis van het penaltysucces van Engeland.https://t.co/uwipjpEJ2W— Voetbal International (@VI_nl) July 7, 2024 „Ég á hræðilegar minningar frá vítakeppnum enska landsliðsins því að ég var að alast upp en sú fyrsta sem ég man eftir á EM var þegar [Andrea] Pirlo vippaði honum í mitt markið okkar á EM 2012,“ sagði Bellingham. „Þetta hefur áhrif á mann því þú ferð ósjálfrátt að hugsa um þau skipti sem England var í vítakeppni. Það er samt gott að búa nú að þessari reynslu sjálfur og líka fyrir okkur alla í klefanum,“ sagði Bellingham. Samtölin við Hasselbaink „Ég var fullur sjálfstrausts í undirbúningi mínum. Það kom til vegna samtala minna við Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann kom sterkur inn hjá okkur í undirbúningnum,“ sagði Bellingham. „Það er þessi vinna sem hann vinnur á bak við tjöldin og það að strákarnir séu tilbúnir að hlusta á það sem hann hefur að segja. Það hjálpar okkur á þessum mikilvægu tímapunktum þegar við þurfum að landa sigrinum,“ sagði Bellingham. ESPN fjallar um þetta. Hrósar varamarkvörðunum „Þetta er líka öll okkar liðsheild. Annað dæmi eru markverðirnir Dean Henderson, Aaron Ramsdale og Tom Heaton. Þeir hafa verið með okkur og komið öflugir inn að hjálpa okkur við að æfa þessar vítaspyrnur,“ sagði Bellingham. „Þeir fá ekki hrósið en þeir eiga hrós skilið. Án þessari æfinga þá værum við ekki í þeirri stöðu að klára vítin okkar svona vel. Það komu svo margir að þessum sigri. Þetta var risastór liðssigur,“ sagði Bellingham. England mætir Hollandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins á miðvikudagskvöldið. Jude Bellingham credited him for England’s penalty shootout victory over Switzerland.Here’s why 🗞️ https://t.co/W3WepT6XvQ#EURO2024 #OptusSport pic.twitter.com/0oDfGa5Mus— Optus Sport (@OptusSport) July 8, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Sjá meira