Hik er sama og tap Ingólfur Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 13:01 Í skoðanaskiptum okkar Hjartar J. Guðmundssonar um hugsanlega aðild Íslands að ESB segir hann í síðasta pistli að ég haldi því fram að lögbundið atkvæðavægi ríkja sambandsins skipti engu máli í samskiptum þjóðanna á þeim vettvangi. Þessu hef ég aldrei haldið fram en aftur á móti bent á að ekki væri nægjanlegt að setjast niður við reiknivélar á vef ráðherraráðsins, skoða þar atkvæðavægi hvers ríkis og ríkjanna í heild og tölulega yfirburði þeirra gagnvart minni þjóðum. Á honum er að skilja að það sem þar komi fram væri eina raunhæfa viðmiðið og því lítið annað en tímaeyðsla að reyna nokkuð til að vinna hagsmunamálum smáþjóðar eins og Íslands fylgis innan samtakanna. Smæð okkar væri svo augljós að engu skipti hversu vasklega við berðumst þar fyrir okkar málum því þau yrðu alltaf borin atkvæðum samkvæmt lögmálum reiknivélarinnar. Auðvitað er slík vanmáttarkennd sorgleg því mörg dæmi eru um að minni þjóðirnar hafa tekið sig saman innan ESB og haft áhrif á niðurstöður. Það gerist með því að móta samstöðu fulltrúa þeirra, safna saman rökum og berjast fyrir þeim. Á þetta hef ég verið að leggja áherslu í málfutningi mínum ásamt því að við verðum virkir meðlimir í samtökunum en ekki með einhverskonar aukaaðild, húkandi áhrifalaus fram á göngum eins og niðursetningar. Hjala þar við reiknivélina góðu og játa sig svo sigraða fyrir fram með glæsibrag! Nú virðist það verða orðin sérstök íþrótt að leita logandi ljósi að málefnum sem stærri þjóðirnar náðu fram eins og Hjörtur hefur gert samviskusamlega í löngu máli í spjalli okkar. Auðvitað væri hægur vandi að telja upp önnur málefni sem minni þjóðirnar hafa knúið fram og sýna fram á að barátta þeirra hefur oft borið árangur. Nægir til dæmis að minnast þess þegar stóru þjóðirnar innan ESB lögðu til um árið að heilmikið styrkjakerfi yrði sett á stofn í sambandi við Covid en smærri þjóðirnar leist ekki á, sameinuðust um að vísa því frá og þær stærri urðu að láta í minni pokann. Þannig gerast nú kaupin á þeirri eyri sem við köllum ESB í daglegu tali og ekki á vísan að róa að treysta einasta á atkvæðavægið. Í fullkomnum heimi ríkir ekki ágreiningur, fátt um álitamál og allt liðast fram eins og í draumi. Þannig er nú lífið ekki í raun og því verður stundum að sætta sig við málamiðlanir, fá ekki allt sitt fram og una því sem ekki er hægt að breyta. Hitt er þó undrunarefni þegar minn ágæti viðmælandi segir lítið að byggja á reglum ESB um hlutfallslegan stöðugleika vegna þess að hægt er að breyta henni og jafnvel fella niður. Hún er nú samt í fullu gildi og ekki vitað til þess að breyting verði þar á. Reglan hefur hingað til verið höfð til viðmiðunar um framkvæmd fiskveiðistefnu bandalagsins og ótímabært að fullyrða að hún gufi upp og hræða þannig úr sér líftóruna. Af sjálfu leiðir að felli ESB umrædda reglu niður varðandi framkvæmd fiskveiðistefnu gagnvart Íslandi þá er sjálfhætt því við viljum sjálf hafa stjórn á okkar fiskveiðum eins og mörg smærri ríki innan ESB gera í raun í dag. En að hafa ekki kjark til að ræða málið við ESB vegna þess að bandalagið gæti kannski og hugsanlega breytt reglugerðinni um hlutfallslegan stöðugleika verður vart skilgreind annað en töluvert mikil svartsýni eða jafnvel heigulsháttur. Ekki mikil reisn yfir slíkri framgöngu. Nú mætti ætla að allt þetta hik gagnvart því að taka fullan og eðlilegan þátt í hinu merkilega starfi innan ESB sæki styrk til þjóðarinnar; hún sé með böggum hildar yfir slíkri samvinnu og tortryggi allt sem frá ESB kemur. Nei, ekki kemur það heim og saman við þá staðreynd að glænýjar skoðankannanir hafa leitt í ljós að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill láta reyna á samningaviðræður um fulla aðild að ESB hið snarasta. Íslenska þjóðin veit sem er að hún mun sjálf hafa síðasta orðið um væntanlegan samning og vill losa málið úr þeim læðingi sem það er nú bundið í, ganga til samningaviðræðna með fullri reisn og djörfung fullvalda þjóðar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ingólfur Sverrisson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Í skoðanaskiptum okkar Hjartar J. Guðmundssonar um hugsanlega aðild Íslands að ESB segir hann í síðasta pistli að ég haldi því fram að lögbundið atkvæðavægi ríkja sambandsins skipti engu máli í samskiptum þjóðanna á þeim vettvangi. Þessu hef ég aldrei haldið fram en aftur á móti bent á að ekki væri nægjanlegt að setjast niður við reiknivélar á vef ráðherraráðsins, skoða þar atkvæðavægi hvers ríkis og ríkjanna í heild og tölulega yfirburði þeirra gagnvart minni þjóðum. Á honum er að skilja að það sem þar komi fram væri eina raunhæfa viðmiðið og því lítið annað en tímaeyðsla að reyna nokkuð til að vinna hagsmunamálum smáþjóðar eins og Íslands fylgis innan samtakanna. Smæð okkar væri svo augljós að engu skipti hversu vasklega við berðumst þar fyrir okkar málum því þau yrðu alltaf borin atkvæðum samkvæmt lögmálum reiknivélarinnar. Auðvitað er slík vanmáttarkennd sorgleg því mörg dæmi eru um að minni þjóðirnar hafa tekið sig saman innan ESB og haft áhrif á niðurstöður. Það gerist með því að móta samstöðu fulltrúa þeirra, safna saman rökum og berjast fyrir þeim. Á þetta hef ég verið að leggja áherslu í málfutningi mínum ásamt því að við verðum virkir meðlimir í samtökunum en ekki með einhverskonar aukaaðild, húkandi áhrifalaus fram á göngum eins og niðursetningar. Hjala þar við reiknivélina góðu og játa sig svo sigraða fyrir fram með glæsibrag! Nú virðist það verða orðin sérstök íþrótt að leita logandi ljósi að málefnum sem stærri þjóðirnar náðu fram eins og Hjörtur hefur gert samviskusamlega í löngu máli í spjalli okkar. Auðvitað væri hægur vandi að telja upp önnur málefni sem minni þjóðirnar hafa knúið fram og sýna fram á að barátta þeirra hefur oft borið árangur. Nægir til dæmis að minnast þess þegar stóru þjóðirnar innan ESB lögðu til um árið að heilmikið styrkjakerfi yrði sett á stofn í sambandi við Covid en smærri þjóðirnar leist ekki á, sameinuðust um að vísa því frá og þær stærri urðu að láta í minni pokann. Þannig gerast nú kaupin á þeirri eyri sem við köllum ESB í daglegu tali og ekki á vísan að róa að treysta einasta á atkvæðavægið. Í fullkomnum heimi ríkir ekki ágreiningur, fátt um álitamál og allt liðast fram eins og í draumi. Þannig er nú lífið ekki í raun og því verður stundum að sætta sig við málamiðlanir, fá ekki allt sitt fram og una því sem ekki er hægt að breyta. Hitt er þó undrunarefni þegar minn ágæti viðmælandi segir lítið að byggja á reglum ESB um hlutfallslegan stöðugleika vegna þess að hægt er að breyta henni og jafnvel fella niður. Hún er nú samt í fullu gildi og ekki vitað til þess að breyting verði þar á. Reglan hefur hingað til verið höfð til viðmiðunar um framkvæmd fiskveiðistefnu bandalagsins og ótímabært að fullyrða að hún gufi upp og hræða þannig úr sér líftóruna. Af sjálfu leiðir að felli ESB umrædda reglu niður varðandi framkvæmd fiskveiðistefnu gagnvart Íslandi þá er sjálfhætt því við viljum sjálf hafa stjórn á okkar fiskveiðum eins og mörg smærri ríki innan ESB gera í raun í dag. En að hafa ekki kjark til að ræða málið við ESB vegna þess að bandalagið gæti kannski og hugsanlega breytt reglugerðinni um hlutfallslegan stöðugleika verður vart skilgreind annað en töluvert mikil svartsýni eða jafnvel heigulsháttur. Ekki mikil reisn yfir slíkri framgöngu. Nú mætti ætla að allt þetta hik gagnvart því að taka fullan og eðlilegan þátt í hinu merkilega starfi innan ESB sæki styrk til þjóðarinnar; hún sé með böggum hildar yfir slíkri samvinnu og tortryggi allt sem frá ESB kemur. Nei, ekki kemur það heim og saman við þá staðreynd að glænýjar skoðankannanir hafa leitt í ljós að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill láta reyna á samningaviðræður um fulla aðild að ESB hið snarasta. Íslenska þjóðin veit sem er að hún mun sjálf hafa síðasta orðið um væntanlegan samning og vill losa málið úr þeim læðingi sem það er nú bundið í, ganga til samningaviðræðna með fullri reisn og djörfung fullvalda þjóðar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun