Hitastig í júní undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júlí 2024 11:46 Svona var ástandið í upphafi júnímánaðar á Norðurlandi. Mynd/Fríða Björk Einarsdóttir Júnímánuður var nokkur kaldur á landinu öllu. Hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Veðurstofunnar. Mánuðurinn var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi auk þess sem það snjóaði óvenjulega mikið miðað við árstíma. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á veðurfari í júní. Júnímánuður var samkvæmt samantektinni nokkuð kaldur á landinu öllu. Sérstaklega norðaustanlands en í upphafi mánaðar gekk yfir landið norðanhret. Þá snjóaði óvenju mikið á norðanverðu landinu miðað við árstíma. Bændur lentu í tjóni, eitthvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum. Samantekt Veðurstofu. Í samantektinni kemur fram að snjódýptin hafi verið mest á Vöglum í Vaglaskógi, 43 sentímetrar 5. júní, 32 sentímetrar 4. júní á Grímsstöðum á Fjöllum og 13 sentímtrar á Þverá í Dalsmynni þann 5. júní . Á þessum stöðvum er þetta mesta mælda snjódýptin sem vitað er um í júní, það er af nýföllnum snjó. Snjórinn hélst í nokkra daga og því var fjöldi alhvítra daga einnig óvenjulega mikill á þessum stöðvum. Á Grímsstöðum á Fjöllum voru alhvítir dagar sex en þeir hafa ekki verið fleiri frá 1990. Meðalhiti í Reykjavík í júní var 8,7 stig. Það er 1,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og líka 1,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 8,2 stig, 1,4 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 2,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 8,1 stig og 8,7 stig á Höfn í Hornafirði. Júní var kaldur á öllu landinu og hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýjast á Suðurlandi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Öræfum 10,1 stig. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, 1,4 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 4,4 stig á Fonti á Langanesi. Hæsti hiti 25,4 stig Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,4 stig á Bakkagerði á Borgarfirði eystri þann 30. júní. Mest frost í mánuðinum mældist -6,2 stig á Gagnheiði 3. og 4 júní. Mest frost í byggð mældist -3,0 stig í Möðrudal 4. júní. Í samantekt Veðurstofunnar kemur einnig fram að júní hafi verið óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Úrkoma í Reykjavík mældist 59,3 millimetrar sem er um 35 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Júní var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Á Akureyri mældist úrkoman 54,9 millimetrar sem er meira en tvöföld meðalúrkoma áranna 1991 til 2020. Júníúrkoma hefur aðeins fimm sinnum mælst meiri á Akureyri, síðast árið 2005. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru tíu sem eru einum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru sjö fleirum en í meðalári. Veður Færð á vegum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á veðurfari í júní. Júnímánuður var samkvæmt samantektinni nokkuð kaldur á landinu öllu. Sérstaklega norðaustanlands en í upphafi mánaðar gekk yfir landið norðanhret. Þá snjóaði óvenju mikið á norðanverðu landinu miðað við árstíma. Bændur lentu í tjóni, eitthvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum. Samantekt Veðurstofu. Í samantektinni kemur fram að snjódýptin hafi verið mest á Vöglum í Vaglaskógi, 43 sentímetrar 5. júní, 32 sentímetrar 4. júní á Grímsstöðum á Fjöllum og 13 sentímtrar á Þverá í Dalsmynni þann 5. júní . Á þessum stöðvum er þetta mesta mælda snjódýptin sem vitað er um í júní, það er af nýföllnum snjó. Snjórinn hélst í nokkra daga og því var fjöldi alhvítra daga einnig óvenjulega mikill á þessum stöðvum. Á Grímsstöðum á Fjöllum voru alhvítir dagar sex en þeir hafa ekki verið fleiri frá 1990. Meðalhiti í Reykjavík í júní var 8,7 stig. Það er 1,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og líka 1,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 8,2 stig, 1,4 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 2,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 8,1 stig og 8,7 stig á Höfn í Hornafirði. Júní var kaldur á öllu landinu og hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýjast á Suðurlandi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Öræfum 10,1 stig. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, 1,4 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 4,4 stig á Fonti á Langanesi. Hæsti hiti 25,4 stig Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,4 stig á Bakkagerði á Borgarfirði eystri þann 30. júní. Mest frost í mánuðinum mældist -6,2 stig á Gagnheiði 3. og 4 júní. Mest frost í byggð mældist -3,0 stig í Möðrudal 4. júní. Í samantekt Veðurstofunnar kemur einnig fram að júní hafi verið óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Úrkoma í Reykjavík mældist 59,3 millimetrar sem er um 35 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Júní var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Á Akureyri mældist úrkoman 54,9 millimetrar sem er meira en tvöföld meðalúrkoma áranna 1991 til 2020. Júníúrkoma hefur aðeins fimm sinnum mælst meiri á Akureyri, síðast árið 2005. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru tíu sem eru einum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru sjö fleirum en í meðalári.
Veður Færð á vegum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Sjá meira