Innlent

Svindlsíður herja á landsmótsgesti

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Hér má sjá dæmi af einni svindlsíðunni sem reynir að hafa peninga af grunlausu hestafólki.
Hér má sjá dæmi af einni svindlsíðunni sem reynir að hafa peninga af grunlausu hestafólki. Facebook/Skjáskot

Gestir á Landsmóti hestamanna hafa verið varaðir við nokkrum svindlsíðum á samfélagsmiðlum og aðallega Facebook sem hafa peninga af fólki með því að lofa beinu streymi af keppni Landsmótsins sem fer nú fram í Reykjavík.

Landsmót hestamanna áréttar í tilkynningu á vefsíðu mótsins að allt streymi af mótinu er einungis hjá Alendis og hvergi annars staðar.

„Rétta facebook-síða mótsins er Landsmot hestamanna (ekki með ó-i og engu ártali), síðan er "like-síða" með um sautján þúsund fylgjendum og við sendum ENGAR vinabeiðnir til fólks,“ segir í tilkynningunni en á Facebook má finna fjölmarga hópa og síður sem að óprúttnir aðilar halda úti.

Sem dæmi má nefna Facebook-hópin Landsmót hestamanna 2024 (Official) sem um 2.300 manns eru hluti að en þar eru meðlimir hópsins hvattir á ensku til að smella á hlekk sem á að leiða fólk á beint streymi af mótinu. Landsmót hestamanna hvetur alla sem kunna að fá vinabeiðnir eða boð frá slíkum síðum að hunsa það alfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×