Stórnotendur eru kjölfestan í íslenska raforkukerfinu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 4. júlí 2024 17:31 Ein af þremur megin stoðum í tekjuöflun Íslands er álframleiðsla. Hinar tvær eru fiskveiðar og ferðamennska. Á árinu 2023 skiluðu íslensku álverin þjóðinni umtalsverðum tekjum. Þau vörðu 57,3 milljörðum í kaup á vörum og þjónustu. Þau greiddu 9,4 milljarða í opinber gjöld. Þau greiddu 25,3 milljarða í laun og launatengd gjöld. Um 2000 einstaklingar vinna hjá álverunum á Íslandi, ýmist sem launþegar eða verktakar. Þetta eru tölur sem skipta íslenskt hagkerfi verulegu máli. En stærsti hluti rekstrar íslensku álveranna fer til kaupa á raforku. Áætlað keyptu álverin raforku af íslenskum orkuframleiðendum fyrir 68,3 milljarða á síðasta ári. Stærsti söluaðili raforku er Landsvirkjun. Stórnotendur raforku mynda grunninn að íslenska raforkukerfinu og álverin kaupa um ¾ hluta seldrar raforku á Íslandi. Langtímasamningar við stórnotendur hafa gert Íslendingum kleift að byggja upp stórar og hagkvæmar virkjanir sem og öflugt flutningskerfi til að flytja orkuna landshluta á milli. Einmitt þess vegna búa Íslendingar við einstakt orkuöruggi og greiða lágt verð fyrir raforkuna. Ef orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun hefðu ekki þessa traustu kaupendur, gætu þau ekki boðið almenningi þau góðu kjör og afhendingaröryggi sem raunin er í dag. Sveiflur í orkunotkun almennings og fyrirtækja annarra en stórnotenda skapa ákveðna óvissu í viðskiptalíkani orkufyrirtækjanna. Slík óvissa ætti samkvæmt viðskiptalíkani að skila sér í hærra verði til kaupenda. En þá er gott að eiga bakland í álverunum, sem semja til lengri tíma um kaup á miklu magni. Og ef illa árar í orkuframleiðslu eru samningarnir við álverin að hluta til skerðanlegir. Almennir notendur (fyrir utan fiskimjölsbræðslur og fjarvarmaveitur sem eru með varaafl) geta ekki tekið á sig skerðingar líkt og álverin gera. Ef samningar við álverin yrðu endurskoðaðir og sú raforka sem þau kaupa í dag yrði seld annað, myndi það veikja stoðir orkufyrirtækjanna eins og Landsvirkjunar sem yrði að verðleggja orkuna hærra á grundvelli þeirrar óvissu sem felst í almennri eftirspurn eftir raforku og þeirrar óvissu sem á við ef framleiðslugeta orkufyrirtækjanna minnkar. Ef kjölfestunni er rutt í burtu er næsta víst að skútan leggst á hliðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áliðnaður Orkumál Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af þremur megin stoðum í tekjuöflun Íslands er álframleiðsla. Hinar tvær eru fiskveiðar og ferðamennska. Á árinu 2023 skiluðu íslensku álverin þjóðinni umtalsverðum tekjum. Þau vörðu 57,3 milljörðum í kaup á vörum og þjónustu. Þau greiddu 9,4 milljarða í opinber gjöld. Þau greiddu 25,3 milljarða í laun og launatengd gjöld. Um 2000 einstaklingar vinna hjá álverunum á Íslandi, ýmist sem launþegar eða verktakar. Þetta eru tölur sem skipta íslenskt hagkerfi verulegu máli. En stærsti hluti rekstrar íslensku álveranna fer til kaupa á raforku. Áætlað keyptu álverin raforku af íslenskum orkuframleiðendum fyrir 68,3 milljarða á síðasta ári. Stærsti söluaðili raforku er Landsvirkjun. Stórnotendur raforku mynda grunninn að íslenska raforkukerfinu og álverin kaupa um ¾ hluta seldrar raforku á Íslandi. Langtímasamningar við stórnotendur hafa gert Íslendingum kleift að byggja upp stórar og hagkvæmar virkjanir sem og öflugt flutningskerfi til að flytja orkuna landshluta á milli. Einmitt þess vegna búa Íslendingar við einstakt orkuöruggi og greiða lágt verð fyrir raforkuna. Ef orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun hefðu ekki þessa traustu kaupendur, gætu þau ekki boðið almenningi þau góðu kjör og afhendingaröryggi sem raunin er í dag. Sveiflur í orkunotkun almennings og fyrirtækja annarra en stórnotenda skapa ákveðna óvissu í viðskiptalíkani orkufyrirtækjanna. Slík óvissa ætti samkvæmt viðskiptalíkani að skila sér í hærra verði til kaupenda. En þá er gott að eiga bakland í álverunum, sem semja til lengri tíma um kaup á miklu magni. Og ef illa árar í orkuframleiðslu eru samningarnir við álverin að hluta til skerðanlegir. Almennir notendur (fyrir utan fiskimjölsbræðslur og fjarvarmaveitur sem eru með varaafl) geta ekki tekið á sig skerðingar líkt og álverin gera. Ef samningar við álverin yrðu endurskoðaðir og sú raforka sem þau kaupa í dag yrði seld annað, myndi það veikja stoðir orkufyrirtækjanna eins og Landsvirkjunar sem yrði að verðleggja orkuna hærra á grundvelli þeirrar óvissu sem felst í almennri eftirspurn eftir raforku og þeirrar óvissu sem á við ef framleiðslugeta orkufyrirtækjanna minnkar. Ef kjölfestunni er rutt í burtu er næsta víst að skútan leggst á hliðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar