Erlent

Baktalaði Biden í golfi: „Gamla niðurbrotna skítahrúga“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Skjáskot af myndbandinu sem er nú í dreifingu.
Skjáskot af myndbandinu sem er nú í dreifingu.

Myndband af Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að baktala mótframbjóðanda sinn Joe Biden fer nú um netheima. Þar talar Trump vægast sagt illa um Biden og varaforsetann Kamölu Harris og kallar forsetann „niðurbrotna skítahrúgu“. Hann fullyrðir að Biden muni hætta við framboðið.  

Myndbandið birtist meðal annars á X þar sem Trump sést í golfbíl ræða við nokkra golfara og rétta út peningaseðla áður en hann spyr hvernig hann hafi staðið sig í sjónvarpskappræðunum í síðustu viku. Þá baktalar hann Biden hressilega. 

„Hann er að hætta, ég fékk hann til þess að hætta. Það þýðir að við fáum Kamölu. Hún er svo slæm, hún er svo aumkunarverð,“ sagði Trump og bætti við:

„Gætuð þið ímyndað ykkur þennan mann að eiga við Pútín og forseta Kína, sem er grimmur. Hann er grimmur maður, harður í horn að taka. En þeir tilkynntu að hann (Biden) væri sennilega að hætta við. Við þurfum bara að halda áfram að gefa þeim rothögg.“

New York Times greindi frá því  í gær að Biden hefði tjáð bandamanni að hann hefði efasemdir um framboðið. Í tilkynningu talsmanns Hvíta hússins var hins vegar þvertekið fyrir að Joe Biden Bandaríkjaforseti væri efins um framboðið. Biden tilkynnti sömuleiðis að hann muni fara alla leið í baráttunni. 


Tengdar fréttir

Þvertaka fyrir að Biden sé efins um framboð

Í tilkynningu talsmanns Hvíta hússins er þvertekið fyrir að Joe Biden Bandaríkjaforseti sé efins um að halda framboði sínu til forseta til streitu. Tilkynningin kemur í kjölfar fréttar um að Biden hefði tjáð nánum bandamanni að hann væri að vega og meta það að hætta við.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×