Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2024 12:22 Kourani á leið í dómssal í gær. Geðlæknir sagðist fyrir dómi aldrei hafa hitt mann sem væri jafn mikið sama um annað fólk. Hann væri siðblindur. Honum sé algjörlega sama um afleiðingar gjörða sinna. Vísir Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Kourani fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þangað fluttu þrír lögreglumenn Kourani úr fangelsinu á Hólmsheiði en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn fyrir hnífsstunguna. Hann hlaut dóm fyrir líkamsárás og fjölmörg brot meðan hann sæti varðhaldinu. Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Mál hans hefur orðið til þess að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd verði fólk fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur upplýst að Kourani hafi haft í hótunum við sig. Það mál er þó ekki hluti af ákærunni sem er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Þá sagði fórnarlambið í hnífsstunguárásinni í OK Market fyrir dómi í gær að fjölskylda hans hefði farið úr landi vegna hótana hans. Þá hefur hann verið afar ósáttur við fréttaflutning af málum sínum og haft í hótunum við fréttamenn af þeim sökum. Slíkar hótanir héldu áfram í dómssal í gær. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani í málflutningi sínum í gær. Fram kemur í frétt Mbl.is að Friðrik hafi sagt brotavilja Kourani einbeittan, hann sýndi enga miskunn heldur héldi áfram að hóta brotaþolum. „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í gær. Kourani er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Þegar myndband var spilað af stunguárásinni í versluninni í mars hafnaði Kourani því að um hann væri að ræða. Búið væri að eiga við myndbandið. Fórnarlambið sagði að Kourani hefði haldið áfram að senda sér hótanir í tölvupósti eftir árásina. Hann óttaðist mjög hvað gerðist gengi Kourani frjáls um göturnar. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Reikna má með dómi í málinu eftir um fjórar vikur. Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Kourani fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þangað fluttu þrír lögreglumenn Kourani úr fangelsinu á Hólmsheiði en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn fyrir hnífsstunguna. Hann hlaut dóm fyrir líkamsárás og fjölmörg brot meðan hann sæti varðhaldinu. Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Mál hans hefur orðið til þess að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd verði fólk fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur upplýst að Kourani hafi haft í hótunum við sig. Það mál er þó ekki hluti af ákærunni sem er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Þá sagði fórnarlambið í hnífsstunguárásinni í OK Market fyrir dómi í gær að fjölskylda hans hefði farið úr landi vegna hótana hans. Þá hefur hann verið afar ósáttur við fréttaflutning af málum sínum og haft í hótunum við fréttamenn af þeim sökum. Slíkar hótanir héldu áfram í dómssal í gær. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani í málflutningi sínum í gær. Fram kemur í frétt Mbl.is að Friðrik hafi sagt brotavilja Kourani einbeittan, hann sýndi enga miskunn heldur héldi áfram að hóta brotaþolum. „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í gær. Kourani er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Þegar myndband var spilað af stunguárásinni í versluninni í mars hafnaði Kourani því að um hann væri að ræða. Búið væri að eiga við myndbandið. Fórnarlambið sagði að Kourani hefði haldið áfram að senda sér hótanir í tölvupósti eftir árásina. Hann óttaðist mjög hvað gerðist gengi Kourani frjáls um göturnar. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Reikna má með dómi í málinu eftir um fjórar vikur.
Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira
Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57