Enn má pissa í sjóinn á Costa del Sol Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júlí 2024 11:52 Costa del Sol er gríðarlega vinsæll áfangastaður hjá Íslendingum. Getty/Holger Leue Borgarstjórn í Marbella-borg á Spáni hefur neitað ásökunum um að bráðlega muni fólk vera sektað fyrir að kasta af sér þvagi í sjóinn á vinsælustu ferðamannaströndum Costa del Sol. Strendurnar eru gríðarlega vinsælar meðal Íslendinga. Í lok maí samþykkti borgarstjórn Marbella ýmsar nýjar reglur fyrir strendur borgarinnar. Nýju reglunar gera fólki kleift að spila háværa tónlist á ströndunum og spila boltaleiki en ein reglan greip sérstaklega athygli ferðamanna. Samkvæmt nýju reglunum verða þeir sem kasta af sér þvagi eða kúka á ströndinni eða í sjóinn sektaðir um allt að 750 evrur sem nemur um 112 þúsund íslenskum krónum. Sektin geti orðið allt að 223 þúsund krónum Í grein dagblaðsins Guardian um málið kemur fram að þeir sem myndu verða uppvísir að því að kúka eða pissa á ströndinni ítrekað á innan við ári gætu átt yfir höfði sér 1.500 evra sekt samkvæmt nýju reglunum. Það nemur um 223 þúsund íslenskum krónum. Ýmsir íbúar og ferðamenn hafa gagnrýnt þessa samþykkt borgarstjórnar harðlega og hefur verið fjallað ítarlega um málið í staðbundnum fjölmiðlum á svæðinu. Viðurkenndi að hann pissaði ítrekað í sjóinn Einn strandargestur sagði í samtali við fjölmiðil á svæðinu er hann var beðin um viðbrögð við málinu: „Hver mun komast að þessu? Margliturnar?“ Sagði hann og viðurkenndi að hann pissaði ítrekað í sjóinn. Upplýsingafulltrúi Marbella-borgar gaf í kjölfarið út tilkynningu og áréttaði að nýju reglurnar ættu ekki við sjóinn. „Samþykktin nær ekki til þessa. Fólk verður ekki sektað fyrir að pissa í sjóinn,“ sagði í tilkynningunni og var tekið fram að fólk yrði aðeins sektað fyrir gjörðir sínar á ströndinni sjálfri. Þá getur fólk verið sektað ef það stendur á ströndinni og pissar þaðan út í sjóinn. Spánn Ferðalög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Í lok maí samþykkti borgarstjórn Marbella ýmsar nýjar reglur fyrir strendur borgarinnar. Nýju reglunar gera fólki kleift að spila háværa tónlist á ströndunum og spila boltaleiki en ein reglan greip sérstaklega athygli ferðamanna. Samkvæmt nýju reglunum verða þeir sem kasta af sér þvagi eða kúka á ströndinni eða í sjóinn sektaðir um allt að 750 evrur sem nemur um 112 þúsund íslenskum krónum. Sektin geti orðið allt að 223 þúsund krónum Í grein dagblaðsins Guardian um málið kemur fram að þeir sem myndu verða uppvísir að því að kúka eða pissa á ströndinni ítrekað á innan við ári gætu átt yfir höfði sér 1.500 evra sekt samkvæmt nýju reglunum. Það nemur um 223 þúsund íslenskum krónum. Ýmsir íbúar og ferðamenn hafa gagnrýnt þessa samþykkt borgarstjórnar harðlega og hefur verið fjallað ítarlega um málið í staðbundnum fjölmiðlum á svæðinu. Viðurkenndi að hann pissaði ítrekað í sjóinn Einn strandargestur sagði í samtali við fjölmiðil á svæðinu er hann var beðin um viðbrögð við málinu: „Hver mun komast að þessu? Margliturnar?“ Sagði hann og viðurkenndi að hann pissaði ítrekað í sjóinn. Upplýsingafulltrúi Marbella-borgar gaf í kjölfarið út tilkynningu og áréttaði að nýju reglurnar ættu ekki við sjóinn. „Samþykktin nær ekki til þessa. Fólk verður ekki sektað fyrir að pissa í sjóinn,“ sagði í tilkynningunni og var tekið fram að fólk yrði aðeins sektað fyrir gjörðir sínar á ströndinni sjálfri. Þá getur fólk verið sektað ef það stendur á ströndinni og pissar þaðan út í sjóinn.
Spánn Ferðalög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira