Innlent

Lauginni lokað eftir að lögn fór í sundur

Árni Sæberg skrifar
Rennibrautin í Álftaneslaug er eitt helsta kennileiti hverfisins.
Rennibrautin í Álftaneslaug er eitt helsta kennileiti hverfisins. Sundlaugar.is

Vatnslögn fór í sundur á Álftanesi í Garðabæ í dag með þeim afleiðingum að kalt vatn fór af hverfinu um klukkan ellefu. Gert er ráð fyrir að ekkert kalt vatn renni þar fram eftir degi. Leikskólum og sundlaug hverfisins hefur verið lokað.

Í tilkynningu Garðabæjar á Facebook segir að grafa hafi rekist í lögnina með þeim afleiðingum að hún fór í sundur. Bilunin tengist ekki breytingum sem gerðar voru á vatnsveitu Garðabæjar í gær, þegar ný Vífilsstaðalögn var tengd. Kalt vatn hætti að renna í Garðabæ um klukkan 22 í gærkvöldi vegna þeirra en var komið á ný um klukkan 02 í nótt.

Í tilkynningunni segir að foreldrar barna á leikskólunum Holtakoti og Krakkakoti skuli sækja börn sín og að sundlaug Álftanes verði lokuð á meðan viðgerð stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×