Erlent

Trump eykur for­skotið og Biden ekki á förum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikið hefur verið rætt um hæfi Biden til þess að sinna forsetaembættinu eftir kappræðurnar í sjónvarpi.
Mikið hefur verið rætt um hæfi Biden til þess að sinna forsetaembættinu eftir kappræðurnar í sjónvarpi. getty

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti eykur forskot sitt á Joe Biden sitjandi forseta í nýrri könnun New York Times. 

Í nýrri könnun, sem greint var frá í kvöld, bætir Trump þremur prósentustigum við fylgi sitt frá síðustu könnun. Hann mælist nú með 49 prósenta fylgi á meðal líklegra kjósenda en Biden mælist með 43 prósent.

Í úrtaki allra kosningabærra hjá New York Times mælist Biden með minna fylgi eða 41 prósent. Trump heldur sínum 49 prósentum meðal þess hóps.

Fjölmiðlar virðast á einu máli um að niðurstaða könnunarinnar sé afleiðing frammistöðu Bidens í kappræðum í sjónvarpi í síðustu viku. Biden ætlar hins vegar að halda ótrauður áfram. Tveir þingmenn Demókrata hafa kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. 

Í kvöld hélt Biden fund með kosningateymi sínu og nánustu bandamönnum. Samkvæmt CBS fréttaveitunni áréttaði Biden einhug sinn um að klára kosningabaráttuna.

„Leyfið mér að segja þetta eins skýrt og ég get: Ég býð mig fram. Ég er tilnefndur af Demókrataflokknum. Það ýtir mér enginn burt. Ég er ekki að fara,“ er haft eftir Biden í frétt CBS.


Tengdar fréttir

Þvertaka fyrir að Biden sé efins um framboð

Í tilkynningu talsmanns Hvíta hússins er þvertekið fyrir að Joe Biden Bandaríkjaforseti sé efins um að halda framboði sínu til forseta til streitu. Tilkynningin kemur í kjölfar fréttar um að Biden hefði tjáð nánum bandamanni að hann væri að vega og meta það að hætta við.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×