Kallaður hinn tyrkneski Gordon Banks eftir hetjumarkvörslu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 08:00 Mert Gunok fagnar hér sigrinum í gær og um leið sæti í átta liða úrslitunum. Þangað eru Tyrkir komnir í fyrsta sinn í sextán ár. Getty/Lars Baron Tyrkir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Austurríkismönnum í lokaleik sextán liða úrslitanna. Það voru margar hetjur í þessum frekar óvænta sigri tyrkneska liðsins en einn af þeim var án efa markvörðurinn Mert Gunok. Austurríkismönnum tókst að minnka muninn í 2-1 og sóttu síðan mikið á lokamínútunum. Þeir fengu síðan algjört dauðafæri í blálokin þegar fastur skalli Christoph Baumgartner af stuttu færi virtist vera að stefna í markið. Gunok stóð aftur á móti í markinu og tókst að verja boltann á ótrúlegan hátt í horn. Heimsklassa markvarsla og það á úrslitastund. Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkismanna, hrósaði tyrkneska markverðinum eftir leik og líkti honum við goðsögn. „Liðið mitt reyndi allt. Við skoruðum eitt mark og höfðum nægan tíma til þess að jafna. Þetta er bara erfitt þegar mótherjinn er með Gordon Banks í markinu,“ sagði Rangnick eftir leikinn. ESPN segir frá. Rangnick vísar þar í sögulega markvörslu enska landsliðsmarkvarðarins Gordan Banks þegar hann varði skalla frá Pele á HM 1970. Það var líka skalli sem fór í jörðina og stefndi í markið. „Þú þarft líka að hafa heppnina með þér. Ef skalli Baumgartner í lokin hefði farið í markið þá hefðum við getað unnið þennan leik,“ sagði Rangnick. „Þetta var sögulegt tækifæri til að vinna, komast í átta liða úrslitin og spila við Holland. Ég trúi því ekki að við séum að fara heim. Okkur fannst við geta haldið EM-ferðalaginu okkar áfram,“ sagði Rangnick. Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu markvörslu. Mert Günok's incredible 95th-minute save 🤯😱#EUROLastMinute | @Hublot pic.twitter.com/N2AImAbc7A— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 2, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Sjá meira
Austurríkismönnum tókst að minnka muninn í 2-1 og sóttu síðan mikið á lokamínútunum. Þeir fengu síðan algjört dauðafæri í blálokin þegar fastur skalli Christoph Baumgartner af stuttu færi virtist vera að stefna í markið. Gunok stóð aftur á móti í markinu og tókst að verja boltann á ótrúlegan hátt í horn. Heimsklassa markvarsla og það á úrslitastund. Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkismanna, hrósaði tyrkneska markverðinum eftir leik og líkti honum við goðsögn. „Liðið mitt reyndi allt. Við skoruðum eitt mark og höfðum nægan tíma til þess að jafna. Þetta er bara erfitt þegar mótherjinn er með Gordon Banks í markinu,“ sagði Rangnick eftir leikinn. ESPN segir frá. Rangnick vísar þar í sögulega markvörslu enska landsliðsmarkvarðarins Gordan Banks þegar hann varði skalla frá Pele á HM 1970. Það var líka skalli sem fór í jörðina og stefndi í markið. „Þú þarft líka að hafa heppnina með þér. Ef skalli Baumgartner í lokin hefði farið í markið þá hefðum við getað unnið þennan leik,“ sagði Rangnick. „Þetta var sögulegt tækifæri til að vinna, komast í átta liða úrslitin og spila við Holland. Ég trúi því ekki að við séum að fara heim. Okkur fannst við geta haldið EM-ferðalaginu okkar áfram,“ sagði Rangnick. Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu markvörslu. Mert Günok's incredible 95th-minute save 🤯😱#EUROLastMinute | @Hublot pic.twitter.com/N2AImAbc7A— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 2, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Sjá meira