„Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 12:30 Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir boðaðar breytingar á heilsugæslustöðvum þróun að enn skertara aðgengi. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands telur ekki að boðaðar breytingar á heilsugæslustöðvum muni draga úr álagi heldur þvert á móti. Hún hefur þungar áhyggjur af þróuninni og óttast að fólk veigri sér við að leita tímanlega til læknis. Í gær var greint frá því að með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins yrði reynt að sinna erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mætti á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar sagði i kvöldfréttum Stöðvar 2 að reynt yrði að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn en annað gæti þurft að bíða. Steinunn Þórðardóttir, formaður læknafélags Íslands segir að eins og breytingarnar horfi við sér sé um að ræða þjónustuskerðingu. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari þróun og við teljum þetta fyrst og fremst vera birtingarmynd manneklu. Að þarna sé verið að draga úr þjónustu á síðdegisvakt og færa þau mál yfir á dagvinnutíma. Það er ekki í þá átt sem við viljum vera að fara heldur þvert á móti.“ Hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis Steinunn telur að breytingarnar muni hafi ruðningsáhrif og auka álag á læknavaktina og mögulega bráðamótttökuna. Þá er hún hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis vegna erinda sem ekki eru talin bráð. Sigríður Dóra sagði í gær að reynt yrði að haga því þannig að fólk með sjúkdóma sem þörfnuðust hefðbundins eftirlits, svo sem sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvanda og þunglyndi, biði fram á haust. „Ég á erfitt með að sjá hvernig það á að ganga upp praktískt, þegar fólk mun væntanlega eiga erfitt með að fá tíma í hefðbundið eftirlit og heilsugæslan þá ekki að sinna sínu hlutverki hvað það varðar og hvað varðar forvarnir,“ segir Steinunn. Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu. Maður er hræddur um að mál sem ekki eru bráð muni breytast í bráð mál vegna þess að fólk kemst ekki að. Steinunn segir læknafélagið margoft hafa bent á úrræði til að bæta úr manneklunni sem gætu snúið þessari þróun við. „Það vantar tvöfalt fleiri heimilislækna en eru starfandi á landinu núna. Margir heimilislæknar eru í hlutastarfi og treysta sér ekki í fullt starf, meðal annars vegna álags. Við erum með heimilislækna sem vinna annarsstaðar í kerfinu og sem starfa erlendis. Við sem samfélag þurfum að sammælast um að gera stórátak þarna, og við læknar erum algjörlega til í þá vinnu. Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir 3,7 milljónir fiskar drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Sjá meira
Í gær var greint frá því að með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins yrði reynt að sinna erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mætti á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar sagði i kvöldfréttum Stöðvar 2 að reynt yrði að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn en annað gæti þurft að bíða. Steinunn Þórðardóttir, formaður læknafélags Íslands segir að eins og breytingarnar horfi við sér sé um að ræða þjónustuskerðingu. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari þróun og við teljum þetta fyrst og fremst vera birtingarmynd manneklu. Að þarna sé verið að draga úr þjónustu á síðdegisvakt og færa þau mál yfir á dagvinnutíma. Það er ekki í þá átt sem við viljum vera að fara heldur þvert á móti.“ Hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis Steinunn telur að breytingarnar muni hafi ruðningsáhrif og auka álag á læknavaktina og mögulega bráðamótttökuna. Þá er hún hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis vegna erinda sem ekki eru talin bráð. Sigríður Dóra sagði í gær að reynt yrði að haga því þannig að fólk með sjúkdóma sem þörfnuðust hefðbundins eftirlits, svo sem sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvanda og þunglyndi, biði fram á haust. „Ég á erfitt með að sjá hvernig það á að ganga upp praktískt, þegar fólk mun væntanlega eiga erfitt með að fá tíma í hefðbundið eftirlit og heilsugæslan þá ekki að sinna sínu hlutverki hvað það varðar og hvað varðar forvarnir,“ segir Steinunn. Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu. Maður er hræddur um að mál sem ekki eru bráð muni breytast í bráð mál vegna þess að fólk kemst ekki að. Steinunn segir læknafélagið margoft hafa bent á úrræði til að bæta úr manneklunni sem gætu snúið þessari þróun við. „Það vantar tvöfalt fleiri heimilislækna en eru starfandi á landinu núna. Margir heimilislæknar eru í hlutastarfi og treysta sér ekki í fullt starf, meðal annars vegna álags. Við erum með heimilislækna sem vinna annarsstaðar í kerfinu og sem starfa erlendis. Við sem samfélag þurfum að sammælast um að gera stórátak þarna, og við læknar erum algjörlega til í þá vinnu.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir 3,7 milljónir fiskar drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Sjá meira