Segir kæru Kristjáns út í hött Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 13:01 Þótt þeir Eiríkur og Kristján séu um margt líkir í útliti þá hafa þeir ólíka sýn á íslenskuna og ábyrgð Ríkisútvarpsins. Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. Þetta segir Eiríkur í aðsendri grein á Vísi. Kristján kærði RÚV til menningar- og viðskiptaráðuneytisins „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. Kæran „lýtur að meintum lögbrotum sem snúa að einhliða ákvörðun starfsmanna RÚV, um að breyta íslenskri tungu, fyrst og fremst með því að auka notkun hvorugkyns og draga úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari […]. Þessi leið starfsmannanna gengur gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Svo segir í kæru Kristjáns. Eiríkur gefur sér að með „lögbroti“ sé Kristján að vísa til Laga um ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, þar sem fjallað er um íslenska tungu í nokkrum greinum. Með tali um „lögbrot“ er væntanlega vísað í Lög um ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013, en þar er fjallað um íslenska tungu í nokkrum greinum. Eiríkur rýnir í lögin þar sem segir meðal annars að Ríkisútvarpið skuli leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Í sjötta tölulið þriðju greinar segir að Ríkisútvarpið skuli sinna menningarlegu hlutverki sínu meðal annars með því að leggja rækt við íslenska tungu. Lýtalaus íslenska? Þá segir í sjöttu grein að efni á erlendu tungumáli skuli fylgja íslenskt tal, talsetning eða texti eftir því sem við á. Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausri íslensku. Eiríkur rýnir í frumvarpið til laganna þar sem segir að á Ríkisútvarpið séu lagðar þær skyldur að gera sitt ýtrasta til að miðla íslensku máli þannig að hlustendur, lesendur og áhorfendur geti treyst því að tal og texti sé ávallt á lýtalausri íslensku. Lýtalaus íslenska, þar staldrar Eiríkur við. Hvernig er lýtalaus íslenska spyr hann? „Lýsingarorðið lýtalaus er skýrt 'sem hefur enga galla, gallalaus' í Íslenskri nútímamálsorðabók. Forsenda fyrir því að slíkt orð hafi einhverja merkingu er að til sé einhver fullkomin fyrirmynd eða líkan – þá er hægt að skilgreina öll frávik frá þeirri fyrirmynd sem galla eða lýti. En þegar um tungumál er að ræða er slík fyrirmynd ekki til,“ segir Eiríkur. Í öllum tungumálum séu til einhver tilbrigði og þótt samstaða kunni að vera um einhvern málstaðal taki hann aldrei á þeim öllum. „Ákvæði um „lýtalausa íslensku“ er því í raun merkingarlaust enda er það orðalag ekki notað í nýjum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðherra við RÚV heldur sagt: „Áhersla skal lögð á vandað mál í öllum miðlum […].“ Það er sjálfsagt að gera þá kröfu til starfsfólks Ríkisútvarpsins að það vandi sig í öllum sínum störfum.“ Vinni gegn lýðræðislegri umræðu En óbilgjörn krafa um „lýtalausa íslensku“ geti beinlínis unnið gegn meginmarkmiði laganna um Ríkisútvarpið. Að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. „Að útiloka annað fólk en það sem talar „lýtalausa íslensku“ (og er varla til) stuðlar vitaskuld ekki að „lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni“ í samfélaginu. Þvert á móti – það hamlar lýðræðislegri umræðu, hampar ákveðnum hópum á kostnað annarra og klýfur samfélagið.“ Í skilgreiningu á vönduðu máli í Málstefnu RÚV segi að vandað mál sé markvisst og felist í viðeigandi orðavali, réttum beygingum og eðlilegri orðskipan. Í framburði skuli gætt að skýrri hljóðmótun, réttum áherslum og eðlilegu hljómfalli samfellds máls. „Í málstefnunni segir einnig: „RÚV hefur fyrst og fremst málrækt að leiðarljósi í málstefnu sinni en málpólitík er þó samofin henni. Fylgt er skilgreiningu á málrækt í málfræðiorðasafni í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.“ Þar segir m.a.: „Málrækt getur líka náð til annarra tilrauna [en þeirra að mynda ný orð af innlendum stofni eða laga erlend orð að beygingum og hljóðkerfi þess] til þess að gera málið hæfara til að þjóna hlutverki sínu í samfélaginu.““ Eiríkur segir þetta mjög mikilvægt. Fjölbreytileikinn mikilvægur „Það er grundvallaratriði að málfar í Ríkisútvarpinu endurspegli fjölbreytileika samfélagsins á hverjum tíma, enda segir í áðurnefndum þjónustusamningi: „Gert er ráð fyrir að málstefna Ríkisútvarpsins sé í stöðugri endurskoðun og í henni séu einnig sett fram viðmið um mismunandi málsnið eftir tegundum dagskrárefnis.“ Í málstefnunni segir líka: „Mikilvægt er að hafa í huga að málsnið getur verið með ýmsu móti og misjafnlega formlegt. Orðaval og talsmáti kann að taka mið af því.“ Í þessu felst vitanlega skilningur og viðurkenning á því að mál getur verið vandað án þess að vera einsleitt.“ Umburðarlyndi gagnvart tilbrigðum og fjölbreytileika í máli sé forsenda þess að RÚV geti sinnt skyldum sínum við samfélagið. „Þess vegna er áðurnefnd kæra Kristjáns Hreinssonar út í hött – „lýtalaus íslenska“ er ekki til og fráleitt að fullyrða að breytingar sem sumt starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur gert á máli sínu í átt til kynhlutleysis valdi því að íslenskan sé „dauðadæmd“. Þótt skoðanir séu skiptar á þeim breytingum er ljóst að þau sem þær gera telja sig vera að „leggja rækt við íslenska tungu“. Hins vegar er óhætt að fullyrða að aðrar og miklu stærri hættur steðja að íslenskunni um þessar mundir, og ef á að gagnrýna RÚV fyrir óvandað mál er nær að beina sjónum að notkun enskra orða í íslensku samhengi þar sem völ er á íslenskum orðum. Því miður ber töluvert á þessu í RÚV – en ég læt lesendum eftir að íhuga hvers vegna fremur er kært út af kynhlutlausu máli.“ Ríkisútvarpið Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir íslenskuna dauðadæmda Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki. 27. júní 2024 10:44 Kærir RÚV til ráðuneytis vegna notkunar á kynhlutlausu máli Kristján Hreinsson skáld hefur lagt fram kæru til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar - og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. 26. júní 2024 06:47 Kærir RÚV til ráðuneytis vegna notkunar á kynhlutlausu máli Kristján Hreinsson skáld hefur lagt fram kæru til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar - og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. 26. júní 2024 06:47 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þetta segir Eiríkur í aðsendri grein á Vísi. Kristján kærði RÚV til menningar- og viðskiptaráðuneytisins „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. Kæran „lýtur að meintum lögbrotum sem snúa að einhliða ákvörðun starfsmanna RÚV, um að breyta íslenskri tungu, fyrst og fremst með því að auka notkun hvorugkyns og draga úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari […]. Þessi leið starfsmannanna gengur gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Svo segir í kæru Kristjáns. Eiríkur gefur sér að með „lögbroti“ sé Kristján að vísa til Laga um ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, þar sem fjallað er um íslenska tungu í nokkrum greinum. Með tali um „lögbrot“ er væntanlega vísað í Lög um ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013, en þar er fjallað um íslenska tungu í nokkrum greinum. Eiríkur rýnir í lögin þar sem segir meðal annars að Ríkisútvarpið skuli leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Í sjötta tölulið þriðju greinar segir að Ríkisútvarpið skuli sinna menningarlegu hlutverki sínu meðal annars með því að leggja rækt við íslenska tungu. Lýtalaus íslenska? Þá segir í sjöttu grein að efni á erlendu tungumáli skuli fylgja íslenskt tal, talsetning eða texti eftir því sem við á. Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausri íslensku. Eiríkur rýnir í frumvarpið til laganna þar sem segir að á Ríkisútvarpið séu lagðar þær skyldur að gera sitt ýtrasta til að miðla íslensku máli þannig að hlustendur, lesendur og áhorfendur geti treyst því að tal og texti sé ávallt á lýtalausri íslensku. Lýtalaus íslenska, þar staldrar Eiríkur við. Hvernig er lýtalaus íslenska spyr hann? „Lýsingarorðið lýtalaus er skýrt 'sem hefur enga galla, gallalaus' í Íslenskri nútímamálsorðabók. Forsenda fyrir því að slíkt orð hafi einhverja merkingu er að til sé einhver fullkomin fyrirmynd eða líkan – þá er hægt að skilgreina öll frávik frá þeirri fyrirmynd sem galla eða lýti. En þegar um tungumál er að ræða er slík fyrirmynd ekki til,“ segir Eiríkur. Í öllum tungumálum séu til einhver tilbrigði og þótt samstaða kunni að vera um einhvern málstaðal taki hann aldrei á þeim öllum. „Ákvæði um „lýtalausa íslensku“ er því í raun merkingarlaust enda er það orðalag ekki notað í nýjum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðherra við RÚV heldur sagt: „Áhersla skal lögð á vandað mál í öllum miðlum […].“ Það er sjálfsagt að gera þá kröfu til starfsfólks Ríkisútvarpsins að það vandi sig í öllum sínum störfum.“ Vinni gegn lýðræðislegri umræðu En óbilgjörn krafa um „lýtalausa íslensku“ geti beinlínis unnið gegn meginmarkmiði laganna um Ríkisútvarpið. Að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. „Að útiloka annað fólk en það sem talar „lýtalausa íslensku“ (og er varla til) stuðlar vitaskuld ekki að „lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni“ í samfélaginu. Þvert á móti – það hamlar lýðræðislegri umræðu, hampar ákveðnum hópum á kostnað annarra og klýfur samfélagið.“ Í skilgreiningu á vönduðu máli í Málstefnu RÚV segi að vandað mál sé markvisst og felist í viðeigandi orðavali, réttum beygingum og eðlilegri orðskipan. Í framburði skuli gætt að skýrri hljóðmótun, réttum áherslum og eðlilegu hljómfalli samfellds máls. „Í málstefnunni segir einnig: „RÚV hefur fyrst og fremst málrækt að leiðarljósi í málstefnu sinni en málpólitík er þó samofin henni. Fylgt er skilgreiningu á málrækt í málfræðiorðasafni í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.“ Þar segir m.a.: „Málrækt getur líka náð til annarra tilrauna [en þeirra að mynda ný orð af innlendum stofni eða laga erlend orð að beygingum og hljóðkerfi þess] til þess að gera málið hæfara til að þjóna hlutverki sínu í samfélaginu.““ Eiríkur segir þetta mjög mikilvægt. Fjölbreytileikinn mikilvægur „Það er grundvallaratriði að málfar í Ríkisútvarpinu endurspegli fjölbreytileika samfélagsins á hverjum tíma, enda segir í áðurnefndum þjónustusamningi: „Gert er ráð fyrir að málstefna Ríkisútvarpsins sé í stöðugri endurskoðun og í henni séu einnig sett fram viðmið um mismunandi málsnið eftir tegundum dagskrárefnis.“ Í málstefnunni segir líka: „Mikilvægt er að hafa í huga að málsnið getur verið með ýmsu móti og misjafnlega formlegt. Orðaval og talsmáti kann að taka mið af því.“ Í þessu felst vitanlega skilningur og viðurkenning á því að mál getur verið vandað án þess að vera einsleitt.“ Umburðarlyndi gagnvart tilbrigðum og fjölbreytileika í máli sé forsenda þess að RÚV geti sinnt skyldum sínum við samfélagið. „Þess vegna er áðurnefnd kæra Kristjáns Hreinssonar út í hött – „lýtalaus íslenska“ er ekki til og fráleitt að fullyrða að breytingar sem sumt starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur gert á máli sínu í átt til kynhlutleysis valdi því að íslenskan sé „dauðadæmd“. Þótt skoðanir séu skiptar á þeim breytingum er ljóst að þau sem þær gera telja sig vera að „leggja rækt við íslenska tungu“. Hins vegar er óhætt að fullyrða að aðrar og miklu stærri hættur steðja að íslenskunni um þessar mundir, og ef á að gagnrýna RÚV fyrir óvandað mál er nær að beina sjónum að notkun enskra orða í íslensku samhengi þar sem völ er á íslenskum orðum. Því miður ber töluvert á þessu í RÚV – en ég læt lesendum eftir að íhuga hvers vegna fremur er kært út af kynhlutlausu máli.“
Ríkisútvarpið Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir íslenskuna dauðadæmda Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki. 27. júní 2024 10:44 Kærir RÚV til ráðuneytis vegna notkunar á kynhlutlausu máli Kristján Hreinsson skáld hefur lagt fram kæru til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar - og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. 26. júní 2024 06:47 Kærir RÚV til ráðuneytis vegna notkunar á kynhlutlausu máli Kristján Hreinsson skáld hefur lagt fram kæru til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar - og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. 26. júní 2024 06:47 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Segir íslenskuna dauðadæmda Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki. 27. júní 2024 10:44
Kærir RÚV til ráðuneytis vegna notkunar á kynhlutlausu máli Kristján Hreinsson skáld hefur lagt fram kæru til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar - og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. 26. júní 2024 06:47
Kærir RÚV til ráðuneytis vegna notkunar á kynhlutlausu máli Kristján Hreinsson skáld hefur lagt fram kæru til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar - og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. 26. júní 2024 06:47