Árið er 1990 Rebekka Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2024 14:30 Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Þótt árið sé 2024 þá upplifir maður að vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi séu líkari því sem í boði var árið 1990. Þegar malbikaðir vegir voru í minnihluta, í kostnaðaráætlun fyrir hverja ferð var gert ráð fyrir einu til tveimur ónýtum dekkjum á leiðinni, lakkskemmdum og jafnvel einni skemmdri framrúðu eða framljósi. Vegirnir sem standa til boða á Vestfjörðum og Vesturlandi árið 2024 eru af ýmsum gerðum, en þeir eru m.a. malbikaðir, malbikaðir með holum eða blæðingum, malbikaðir að hluta, malbik hefur verið fjarlægt, hefðbundnir gamlir malarvegir og vegir sem óljóst er hvernig flokkast, nema kannski sem slóðar. Vegirnir eru líka misgamlir, stuttur malarkafli teygir sig aftur til ársins 1950 og svo eru nokkrir kílómetrar af nýjum vegum, sem enn hafa ekki fengið að fagna 1 árs afmælinu sínu. Það sem þessir vegkaflar eiga þó sameiginlegt er að þeir eru í ákaflega lélegu ásigkomulagi. Ekkert nema holur og skemmdir, meira að segja á nokkurra mánaða gömlum og langþráðum vegkafla Vestfjarðavegar um svonefndan Teigskóg. Í hinni opinberu umræðu er þungaflutningum af Vestfjörðum kennt um bagalegt ástand vega á Vestfjörðum og Vesturlandi. Maður hefur vissan skilning á slíkum málflutningi, þegar um er að ræða álag á vegkafla sem voru gerðir og byggðir upp á þeim árum sem strandsiglingar voru stundaðar hringinn í kringum landið og atvinnulíf á Vestfjörðum var í lægð og minna um álag á vegi vegna þungaflutninga. Það getur þó varla átt við um vegi sem gerðir voru á síðustu árum eða jafnvel síðustu mánuðum, en eru samt í slæmu ástandi. Veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir álagi vegna þungaflutninga á hinum nýju vegum. Fáir velta samgöngum meira fyrir sér en Vestfirðingar og það er af ástæðu. Hér hafa aldrei verið í boði samkeppnishæfir vegir í samanburði við aðra landshluta og þeir vegkaflar sem hafa verið gerðir á allra síðustu árum og ættu þar með að teljast samkeppnishæfir, endast ekki fyrir þá umferð sem hér fer um. Samgönguáætlun er því mjög vinsælt lesefni Vestfirðinga og skiptir öllu máli. Hvort sem það er vegna þeirra framkvæmda sem áætlaðar eru, forgangsröðun framkvæmda eða hvernig viðhaldi vega skuli hagað til næstu ára. Það voru því nokkur vonbrigði að ekki hafi verið lokið við umræðu og gerð samgönguáætlunar á nýafstöðnu þingi. Samgönguáætlun ein og sér mun sennilega ekki bjarga því bagalega ástandi sem vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi eru í, á árinu 2024, en hún mun vonandi marka stefnuna til framtíðar, forgagnsraða framkvæmdum og segja til um hvernig viðhaldi vegakerfisins verði háttað. Það skiptir sköpum fyrir íbúa og fyrirtæki sem búa við þessa slæmu vegi að hafa skýra stefnu til framtíðar og að minsta kosti einhverjar upplýsingar um það hversu lengi verður boðið upp á vegi sem eru á pari eða jafnvel verri en þeir vegir sem í boði voru árið 1990. Þá væri einnig kostur að hafa einhverja hugmynd um það hvenær von verður á samkeppnishæfum vegum á Vestfjörðum, vegum sem eitthvað munu endast inn í framtíðina. Í ljósi þess að umfjöllun og afgreiðslu á samgönguáætlun var frestað á nýafstöðnu þingi, þá bind ég vonir við að þingmenn noti nú sumarfríið til að fara í ökuferð um Vesturland og Vestfirði. Nýti þannig tækifærið til að upplifa á eigin skinni vegi eins og þeir voru árið 1990. Jafnvel fái að rifja upp eins og ein dekkjaskipti út í kanti, með Boga og lagið „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni frá 1990, ómandi í útvarpinu. Mæti svo reynslunni ríkari og vel nestaðir fyrir umræðu um samgönguáætlun á komandi þingi. Höfundur er formaður heimastjórnar Patreksfjarðar í Vesturbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vesturbyggð Samgöngur Umferðaröryggi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Þótt árið sé 2024 þá upplifir maður að vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi séu líkari því sem í boði var árið 1990. Þegar malbikaðir vegir voru í minnihluta, í kostnaðaráætlun fyrir hverja ferð var gert ráð fyrir einu til tveimur ónýtum dekkjum á leiðinni, lakkskemmdum og jafnvel einni skemmdri framrúðu eða framljósi. Vegirnir sem standa til boða á Vestfjörðum og Vesturlandi árið 2024 eru af ýmsum gerðum, en þeir eru m.a. malbikaðir, malbikaðir með holum eða blæðingum, malbikaðir að hluta, malbik hefur verið fjarlægt, hefðbundnir gamlir malarvegir og vegir sem óljóst er hvernig flokkast, nema kannski sem slóðar. Vegirnir eru líka misgamlir, stuttur malarkafli teygir sig aftur til ársins 1950 og svo eru nokkrir kílómetrar af nýjum vegum, sem enn hafa ekki fengið að fagna 1 árs afmælinu sínu. Það sem þessir vegkaflar eiga þó sameiginlegt er að þeir eru í ákaflega lélegu ásigkomulagi. Ekkert nema holur og skemmdir, meira að segja á nokkurra mánaða gömlum og langþráðum vegkafla Vestfjarðavegar um svonefndan Teigskóg. Í hinni opinberu umræðu er þungaflutningum af Vestfjörðum kennt um bagalegt ástand vega á Vestfjörðum og Vesturlandi. Maður hefur vissan skilning á slíkum málflutningi, þegar um er að ræða álag á vegkafla sem voru gerðir og byggðir upp á þeim árum sem strandsiglingar voru stundaðar hringinn í kringum landið og atvinnulíf á Vestfjörðum var í lægð og minna um álag á vegi vegna þungaflutninga. Það getur þó varla átt við um vegi sem gerðir voru á síðustu árum eða jafnvel síðustu mánuðum, en eru samt í slæmu ástandi. Veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir álagi vegna þungaflutninga á hinum nýju vegum. Fáir velta samgöngum meira fyrir sér en Vestfirðingar og það er af ástæðu. Hér hafa aldrei verið í boði samkeppnishæfir vegir í samanburði við aðra landshluta og þeir vegkaflar sem hafa verið gerðir á allra síðustu árum og ættu þar með að teljast samkeppnishæfir, endast ekki fyrir þá umferð sem hér fer um. Samgönguáætlun er því mjög vinsælt lesefni Vestfirðinga og skiptir öllu máli. Hvort sem það er vegna þeirra framkvæmda sem áætlaðar eru, forgangsröðun framkvæmda eða hvernig viðhaldi vega skuli hagað til næstu ára. Það voru því nokkur vonbrigði að ekki hafi verið lokið við umræðu og gerð samgönguáætlunar á nýafstöðnu þingi. Samgönguáætlun ein og sér mun sennilega ekki bjarga því bagalega ástandi sem vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi eru í, á árinu 2024, en hún mun vonandi marka stefnuna til framtíðar, forgagnsraða framkvæmdum og segja til um hvernig viðhaldi vegakerfisins verði háttað. Það skiptir sköpum fyrir íbúa og fyrirtæki sem búa við þessa slæmu vegi að hafa skýra stefnu til framtíðar og að minsta kosti einhverjar upplýsingar um það hversu lengi verður boðið upp á vegi sem eru á pari eða jafnvel verri en þeir vegir sem í boði voru árið 1990. Þá væri einnig kostur að hafa einhverja hugmynd um það hvenær von verður á samkeppnishæfum vegum á Vestfjörðum, vegum sem eitthvað munu endast inn í framtíðina. Í ljósi þess að umfjöllun og afgreiðslu á samgönguáætlun var frestað á nýafstöðnu þingi, þá bind ég vonir við að þingmenn noti nú sumarfríið til að fara í ökuferð um Vesturland og Vestfirði. Nýti þannig tækifærið til að upplifa á eigin skinni vegi eins og þeir voru árið 1990. Jafnvel fái að rifja upp eins og ein dekkjaskipti út í kanti, með Boga og lagið „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni frá 1990, ómandi í útvarpinu. Mæti svo reynslunni ríkari og vel nestaðir fyrir umræðu um samgönguáætlun á komandi þingi. Höfundur er formaður heimastjórnar Patreksfjarðar í Vesturbyggð.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar