„Eins og hann væri að bæta upp fyrir mistök með mistökum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2024 14:15 Christian Nørgaard í baráttu við Florian Wirtz í leik Þýskalands og Danmerkur. getty/Bernd Thissen Danir voru langt frá því að vera sáttir við dómgæsluna í leiknum gegn Þjóðverjum í sextán liða úrslitum á EM í gær og baunuðu á enska dómarateymið í viðtölum í leikslok. Þjóðverjar unnu leikinn í Dortmund, 2-0, en frammistaða ensku dómaranna var mikið til umræðu eftir leikinn. Joachim Andersen hélt að hann hefði komið Danmörku yfir í upphafi seinni hálfleiks. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var hársbreidd fyrir innan. Nánast í næstu sókn var vítaspyrna dæmd á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna og skoraði. Jamal Musiala bætti svo öðru marki við og Þjóðverjar því komnir í átta liða úrslit. Eftir leikinn gagnrýndi Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, dómarann Michael Oliver og VAR-teymið og sagði að reglan um hendi í fótbolta væri fáránleg. Christian Nørgaard, miðjumaður danska liðsins, tók undir með þjálfara sínum þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Michael hefur dæmt nokkrum sinnum hjá mér í ensku úrvalsdeildinni og ég hef alltaf talið hann mjög góðan dómara en ég held að jafnvel hann sjálfur myndi viðurkenna að frammistaðan í dag [í gær] var vafasöm,“ sagði Nørgaard. „Ég skil það, við leikmenn spilum stundum ekki vel. En í dag [í gær] var eins og hann væri að bæta upp fyrir mistök með öðrum mistökum, svo öðrum mistökum. Þetta var gegnumgangandi í leiknum.“ Nørgaard leikur með Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum gegn Þýskalandi í gær. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Þjóðverjar unnu leikinn í Dortmund, 2-0, en frammistaða ensku dómaranna var mikið til umræðu eftir leikinn. Joachim Andersen hélt að hann hefði komið Danmörku yfir í upphafi seinni hálfleiks. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var hársbreidd fyrir innan. Nánast í næstu sókn var vítaspyrna dæmd á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna og skoraði. Jamal Musiala bætti svo öðru marki við og Þjóðverjar því komnir í átta liða úrslit. Eftir leikinn gagnrýndi Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, dómarann Michael Oliver og VAR-teymið og sagði að reglan um hendi í fótbolta væri fáránleg. Christian Nørgaard, miðjumaður danska liðsins, tók undir með þjálfara sínum þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Michael hefur dæmt nokkrum sinnum hjá mér í ensku úrvalsdeildinni og ég hef alltaf talið hann mjög góðan dómara en ég held að jafnvel hann sjálfur myndi viðurkenna að frammistaðan í dag [í gær] var vafasöm,“ sagði Nørgaard. „Ég skil það, við leikmenn spilum stundum ekki vel. En í dag [í gær] var eins og hann væri að bæta upp fyrir mistök með öðrum mistökum, svo öðrum mistökum. Þetta var gegnumgangandi í leiknum.“ Nørgaard leikur með Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum gegn Þýskalandi í gær.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira