Telur jafnvel „ekki á vísan að róa um vaxtalækkun í október“
Aðalhagfræðingur Kviku telur að ný verðbólgumæling gefi ekki „verulegt tilefni“ til að endurskoða verðbólguhorfur næstu mánaða. Mælingin geri sömuleiðis lítið til að breyta mati á næstu skrefum Seðlabankans og nær útilokað sé að peningastefnunefnd sjái ástæðu til að lækka stýrivexti á ágústfundi sínum. „Jafnvel er ekki á vísan að róa um vaxtalækkun í október.“
Tengdar fréttir
Hagtölur sýna „Gullbrár“-mælingu sem er gott í mjúkri lendingu hagkerfisins
Hagtölur fyrir fyrsta ársfjórðung, þar sem landsframleiðsla dróst saman um fjögur prósent að raunvirði milli ára, voru „hálfgert Rorschach-próf“ að því leytinu til að það er hægt að lesa bæði jákvæð og neikvæð teikn úr þeim, segir aðalhagfræðingur Kviku banka. Fá merki eru í nýjum þjóðhagsreikningum að hagkerfið sé að fara fram af hengiflugi og mælingin núna kemur á góðum tíma þegar Seðlabankinn er að reyna að stýra efnahagslífinu í mjúka lendingu.
Þétt vaxtaaðhald hefur ekki enn ógnað fjármálastöðugleika
Hátt raunvaxtastig hefur „enn sem komið er“ ekki ógnað fjármálastöðugleika en það má sumpart rekja til aðgerða sem gripið var til þegar allt lék í lyndi. Jafnvel þótt vanskil hafi ekki aukist væri það barnaskapur að halda að það muni ekki gerast, að sögn seðlabankastjóra, núna þegar tekið er að hægja nokkuð á hjólum efnahagslífsins.
„Sláandi“ verðbólgu má líklega tengja við kjarasamninga
Verðbólgan mældist langt yfir væntingum greinenda í maí en skuldabréfamarkaðurinn tók tíðindunum af stóískri ró. Sjóðstjóri segir að verðbólgan hafi verið á nokkuð breiðum grunni sem líklega megi rekja til kostnaðarhækkana í tengslum við kjarasamninga. Ekki er ólíklegt að verðbólguspár verði í kjölfarið hækkaðar.