Ferðamenn lentu í vandræðum á bíl keyrðum 250 þúsund kílómetra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 14:21 Ástandið á dekkjunum er í lakara lagi eins og sjá má á myndinni. Vísir/Samsett Kanadísk hjón á ferð um landið lentu í hættu við akstur í rigningu á Vestfjörðum þegar bílaleigubíll sem þau höfðu leigt flaut upp og lét ekki að stjórn. Eyþór Eðvarðsson var staddur á sama hóteli og þau og heyrði þau útundan sér ræða bílavandræði sín. Í ljós kom að dekkin á bílnum voru handónýt og auk þess hafði bíllinn verið ekinn tæplega 250 þúsund kílómetra. Eyþór Eðvarðsson segir í samtali við fréttastofu að bílaleigan hefði snarlega sent þau á næsta bílaverkstæði þegar málið kom á þeirra borð og ný sett voru sett undir bílinn. „Þannig í raun og veru hlaut málið farsælan endi,“ segir Eyþór. Bíllinn óhjólastilltur En farir hjónanna kanadísku eru þó svo sannarlega ekki sléttar. Þegar dekk eru jafnskemmd og mynd af einu dekki bílsins ber vitni um er hætt á því að bíllinn fljóti upp í bleytu eða krapa, eins og það er kallað. Það gerist þegar vatnslag byggist upp á milli dekkja og vegyfirborðs sem dregur verulega á veggripi og gerir bílinn torstýrðari. Það getur verið stórhættulegt í mikilli úrkomu. Eyþór fór með hjónunum kanadísku á verkstæðið og þar tók á móti þeim vélavirki sem Eyþór lýsir sem „töfralækni.“ „Hann var ansi góður þarna á versktæðinu. Við hringdum í einn sem var bent á þarna í hverfinu. Þá kom hann, maður vel kominn á aldur. Hann sagði ekki neitt, fór svona niður á hnén og þuklaði á dekkinu öðrum megin. Stingur svona hendinni inn og segir lágum rómi: Hann er svo gjörsamlega óhjólastilltur þessi bíll,“ segir Eyþór. Lítill japanskur bíll á 250. þúsundasta kílómetranum Eyþór segir að bílaleigan sem um ræðir hafi brugðist vel við með því að senda þau á verkstæðið og að þau ættu hrós skilið. En að hann eigi erfitt með að skilja hvers vegna bílaleigur skuli leigja út bíla sem hafa verið keyrðir jafnmikið og þeirra hjóna. „Það sem mér fannst verst í þessu voru eiginlega ekki dekkin heldur að leigja út bíl keyrðan 250 þúsund kílómetra sem er bara lítill japanskur. Ég átta mig ekki á því,“ segir Eyþór. Ferðamennska á Íslandi Bílar Bílaleigur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Eyþór Eðvarðsson segir í samtali við fréttastofu að bílaleigan hefði snarlega sent þau á næsta bílaverkstæði þegar málið kom á þeirra borð og ný sett voru sett undir bílinn. „Þannig í raun og veru hlaut málið farsælan endi,“ segir Eyþór. Bíllinn óhjólastilltur En farir hjónanna kanadísku eru þó svo sannarlega ekki sléttar. Þegar dekk eru jafnskemmd og mynd af einu dekki bílsins ber vitni um er hætt á því að bíllinn fljóti upp í bleytu eða krapa, eins og það er kallað. Það gerist þegar vatnslag byggist upp á milli dekkja og vegyfirborðs sem dregur verulega á veggripi og gerir bílinn torstýrðari. Það getur verið stórhættulegt í mikilli úrkomu. Eyþór fór með hjónunum kanadísku á verkstæðið og þar tók á móti þeim vélavirki sem Eyþór lýsir sem „töfralækni.“ „Hann var ansi góður þarna á versktæðinu. Við hringdum í einn sem var bent á þarna í hverfinu. Þá kom hann, maður vel kominn á aldur. Hann sagði ekki neitt, fór svona niður á hnén og þuklaði á dekkinu öðrum megin. Stingur svona hendinni inn og segir lágum rómi: Hann er svo gjörsamlega óhjólastilltur þessi bíll,“ segir Eyþór. Lítill japanskur bíll á 250. þúsundasta kílómetranum Eyþór segir að bílaleigan sem um ræðir hafi brugðist vel við með því að senda þau á verkstæðið og að þau ættu hrós skilið. En að hann eigi erfitt með að skilja hvers vegna bílaleigur skuli leigja út bíla sem hafa verið keyrðir jafnmikið og þeirra hjóna. „Það sem mér fannst verst í þessu voru eiginlega ekki dekkin heldur að leigja út bíl keyrðan 250 þúsund kílómetra sem er bara lítill japanskur. Ég átta mig ekki á því,“ segir Eyþór.
Ferðamennska á Íslandi Bílar Bílaleigur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira