Fótbolti

Bryn­dís og Natasha koma inn í landsliðshópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bryndís Arna Níelsdóttir hefur skorað eitt mark í sex A-landsleikjum.
Bryndís Arna Níelsdóttir hefur skorað eitt mark í sex A-landsleikjum. vísir/arnar

Bryndís Arna Níelsdóttir og Natasha Moora Anasi koma inn í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir næstu leiki þess í undankeppni EM 2025.

Þorsteinn Halldórsson tilkynnti hópinn fyrir leikina gegn Þýskalandi og Póllandi nú rétt í þessu. Fátt kemur á óvart í valinu að þessu sinni. 

Þær Emilía Kjær Ásgeirsdóttir og Katla Tryggvadóttir sem voru valdar í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leikina gegn Austurríki halda sætum sínum þar.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er ekki með vegna meiðsla en Bryndís, sem leikur með Växjö í Svíþjóð, kemur inn í hennar stað. Þá kemur Natasha inn fyrir Ástu Eir Einarsdóttur, fyrirliða Breiðabliks.

Enginn eiginlegur vinstri bakvörður er í hópnum en Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Vålerenga, er ekki valin að þessu sinni.

Íslenska hópinn má sjá hér fyrir neðan.

Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli 12. júlí og Póllandi ytra fjórum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×