Riðlar Meistaradeildarinnar klárir: Íslendingar áberandi í bestu deild í heimi Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 21:46 Hér má sjá sex af þrettán fulltrúum Íslands í Meistaradeildinni í handbolta á næsta tímabili. Guðmundur Guðmundsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Bjarki Már Elísson, VIktor Gísli Hallgrímsson, Orri Freyr Þorkelsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson Vísir/Samsett mynd Þrettán Íslendingar fengu að vita hverjir mótherjar sínir verða í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta þegar dregið var í dag í Vínarborg. Óhætt er að segja að B-riðill keppninnar sé hálfgerður martraðarriðill. Eins og staðan er núna munu tólf íslenskir leikmenn spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þeim gæti þó fjölgað eftir því sem dregur nær. Þá verður einn íslenskur þjálfari í eldlínunni með sína lærisveina í þessari bestu félagsliða deild í heimi, Guðmundur Guðmundsson mætir þar til leiks með danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta skiptist upp í tvo riðla, A- og B-riðil. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór, hvaða lið eru í hvaða riðli og fyrir aftan í sviga hvaða Íslendingar eru á mála hjá hvaða liði. Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson) Fyrstu leikir Meistaradeildarinnar munu fara fram þann 11.september síðar á þessu ári en fyrirfram er óhætt að segja að B-riðillinn sé sterkari þar sem er að finna þrjú af þeim fjórum liðum sem komust alla leið í úrslitahelgi keppninnar á síðasta tímabili. Er þar um að ræða nú ríkjandi Evrópumeistara Barcelona frá Spáni sem og liðið sem þeir mættu í sjálfum úrslitaleiknum, Danmerkurmeistara Álaborgar. Þá er Íslendingalið Magdeburg sem, hefur verið með bestu félagsliðum heims, einnig í B-riðli. Leiknar verða fjórtán umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og munu efstu tvö lið hvers riðils fyrir sig tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Liðin sem enda í þriðja til sjötta sæti riðlanna munu svo mætast í umspili um þau fjögur lausu sæti sem eftir verða í átta liða úrslitunum. Liðin sem enda í sjöunda og áttunda sæti riðlanna falla úr leik eftir riðlakeppnina. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Eins og staðan er núna munu tólf íslenskir leikmenn spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þeim gæti þó fjölgað eftir því sem dregur nær. Þá verður einn íslenskur þjálfari í eldlínunni með sína lærisveina í þessari bestu félagsliða deild í heimi, Guðmundur Guðmundsson mætir þar til leiks með danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta skiptist upp í tvo riðla, A- og B-riðil. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór, hvaða lið eru í hvaða riðli og fyrir aftan í sviga hvaða Íslendingar eru á mála hjá hvaða liði. Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson) Fyrstu leikir Meistaradeildarinnar munu fara fram þann 11.september síðar á þessu ári en fyrirfram er óhætt að segja að B-riðillinn sé sterkari þar sem er að finna þrjú af þeim fjórum liðum sem komust alla leið í úrslitahelgi keppninnar á síðasta tímabili. Er þar um að ræða nú ríkjandi Evrópumeistara Barcelona frá Spáni sem og liðið sem þeir mættu í sjálfum úrslitaleiknum, Danmerkurmeistara Álaborgar. Þá er Íslendingalið Magdeburg sem, hefur verið með bestu félagsliðum heims, einnig í B-riðli. Leiknar verða fjórtán umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og munu efstu tvö lið hvers riðils fyrir sig tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Liðin sem enda í þriðja til sjötta sæti riðlanna munu svo mætast í umspili um þau fjögur lausu sæti sem eftir verða í átta liða úrslitunum. Liðin sem enda í sjöunda og áttunda sæti riðlanna falla úr leik eftir riðlakeppnina.
Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson)
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira