Tveir Frakkar valdir fyrstir í nýliðavali NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 10:30 Zaccharie Risacher ásamt Adam Silver, yfirmanni NBA-deildarinnar. getty/Lev Radin Annað árið í röð var Frakki valinn með fyrsta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta. Sonur LeBrons James var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Í fyrra valdi San Antonio Spurs Frakkann Victor Wembanyama með fyrsta valrétti og í ár valdi Atlanta Hawks landa hans, Zaccharie Risacher, númer eitt. Á síðasta tímabili lék Risacher með JL Bourg í frönsku úrvalsdeildinni og EuroCup og skilaði 11,1 stigum og 4,0 fráköstum að meðaltali í leik. Hann er nítján ára framherji sem er 2,06 metrar á hæð. Faðir Risachers, Stéphane, var líka körfuboltamaður og vann meðal annars silfur með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er blessun, svo spennandi. Tilfinningarnar eru miklar núna. Ég veit ekki hvað ég á að segja en þetta er sannarlega einstakt,“ sagði Risacher eftir að hann var valinn. From 🇫🇷 to ATL!No. 1 pick x @Zacch_10 pic.twitter.com/NjF90e5jLe— NBA Draft (@NBADraft) June 27, 2024 Washington Wizards valdi annan Frakka, Alex Sarr, með öðrum valrétti. Hann er nítján ára 2,13 metra hár miðherji. Houston Rockets valdi svo bakvörðinn Reed Sheppard með þriðja valrétti. Með fjórða valrétti valdi San Antonio bakvörðinn Stephon Castle sem varð háskólameistari með Connecticut í vetur. Detroit Pistons valdi svo Ron Holland III með fimmta valrétti. Bronny James, sonur LeBrons, var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Önnur umferðin fer fram í dag. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin völdu í 1. umferð nýliðavalsins. The complete draft board for the 1st round of the 2024 #NBADraft presented by State Farm!Which pick is your favorite? 🤔2nd Round: Thursday, 4pm/et, ESPN pic.twitter.com/L94k3V6Zg4— NBA (@NBA) June 27, 2024 NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Í fyrra valdi San Antonio Spurs Frakkann Victor Wembanyama með fyrsta valrétti og í ár valdi Atlanta Hawks landa hans, Zaccharie Risacher, númer eitt. Á síðasta tímabili lék Risacher með JL Bourg í frönsku úrvalsdeildinni og EuroCup og skilaði 11,1 stigum og 4,0 fráköstum að meðaltali í leik. Hann er nítján ára framherji sem er 2,06 metrar á hæð. Faðir Risachers, Stéphane, var líka körfuboltamaður og vann meðal annars silfur með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er blessun, svo spennandi. Tilfinningarnar eru miklar núna. Ég veit ekki hvað ég á að segja en þetta er sannarlega einstakt,“ sagði Risacher eftir að hann var valinn. From 🇫🇷 to ATL!No. 1 pick x @Zacch_10 pic.twitter.com/NjF90e5jLe— NBA Draft (@NBADraft) June 27, 2024 Washington Wizards valdi annan Frakka, Alex Sarr, með öðrum valrétti. Hann er nítján ára 2,13 metra hár miðherji. Houston Rockets valdi svo bakvörðinn Reed Sheppard með þriðja valrétti. Með fjórða valrétti valdi San Antonio bakvörðinn Stephon Castle sem varð háskólameistari með Connecticut í vetur. Detroit Pistons valdi svo Ron Holland III með fimmta valrétti. Bronny James, sonur LeBrons, var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Önnur umferðin fer fram í dag. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin völdu í 1. umferð nýliðavalsins. The complete draft board for the 1st round of the 2024 #NBADraft presented by State Farm!Which pick is your favorite? 🤔2nd Round: Thursday, 4pm/et, ESPN pic.twitter.com/L94k3V6Zg4— NBA (@NBA) June 27, 2024
NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum