Senda tækið til útlanda til skoðunar og vilja endurgreiða Steinunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júní 2024 17:16 Athygli vakti á dögunum þegar Vísir fjallaði um kolsýrutæki sem hafði sprungið í frumeindir sínar og miður skemmtileg samskipti Elko við viðskiptavininn. Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Elko harmar atvikið. Vísir Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið líta mál þar sem kolsýrutæki sprakk með þeim afleiðingum að neytandi hlaut skaða á hendi alvarlegum augum. Hann segist hafa ítrekað starfsreglur og sent tækið til útlanda í skoðun hjá sérfræðingum. Vísir fjallaði um mál Steinunnar Ólafsdóttur í liðinni viku. Hún varar við notkun kolsýrutækis af gerðinni Aarke sem sprakk í frumeindir sínar eftir að yfirþrýstingur myndaðist þegar hún var að laga kolsýrt vatn. Steinunn átti í bréfaskiptum við Elko, sem sagði engin tæki hættulaus. Mestar líkur væru á því að flaskan hafi verið sett skakkt í tækið, eitthvað sem Steinunn kannast ekkert við. Þá hafi fyrirtækið brýnt fyrir henni nauðsyn þess að lesa leiðbeiningar sem fylgja slíkum tækjum rétt. Steinunn sagði málalokin dapurleg. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Elko málinu ekki lokið. Enn sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að yfirþrýstingur myndaðist í flöskunni. Fyrirtækið hafi verið í sambandi við Steinunni og boðist til að endurgreiða henni tækið og aukahluti. Verið sé að senda tækið til útlanda í skoðun hjá sérfræðingum. „Við lítum alltaf alvarlegum augum ef slys verða á fólki eða kemur til tjóns á ytra umhverfi. Í kjölfar þessa slyss þá höfum við uppfært allar vörulýsingar með vísun í færslu á blogg.elko.is þar sem er farið yfir helstu öryggisatriði við notkun á kolsýrutækjum,“ segir í svari Óttars. Aðspurður hvort viðbrögð fyrirtækisins hefðu mátt vera öðruvísi í umræddu máli segist hann hafa tekið atvikið og verklag því tengdu til sérstakrar skoðunar og ítrekar starfsreglur komi svona atvik upp aftur. „Við höfum beðið umræddan viðskiptavin afsökunar á fyrstu viðbrögðum fyrirtækisins.“ Loks segir í svari Óttars að Elko hafi haft samband við framleiðanda tækisins svo grafast mætti betur fyrir um orsakir slyssins. Í samráði við viðskiptavin muni framleiðandinn hafa samband beint til að rannsaka málið, auk þess sem tækið verði sent í skoðun til útlanda hjá sérfræðingum. Neytendur Slysavarnir Tækni Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Vísir fjallaði um mál Steinunnar Ólafsdóttur í liðinni viku. Hún varar við notkun kolsýrutækis af gerðinni Aarke sem sprakk í frumeindir sínar eftir að yfirþrýstingur myndaðist þegar hún var að laga kolsýrt vatn. Steinunn átti í bréfaskiptum við Elko, sem sagði engin tæki hættulaus. Mestar líkur væru á því að flaskan hafi verið sett skakkt í tækið, eitthvað sem Steinunn kannast ekkert við. Þá hafi fyrirtækið brýnt fyrir henni nauðsyn þess að lesa leiðbeiningar sem fylgja slíkum tækjum rétt. Steinunn sagði málalokin dapurleg. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Elko málinu ekki lokið. Enn sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að yfirþrýstingur myndaðist í flöskunni. Fyrirtækið hafi verið í sambandi við Steinunni og boðist til að endurgreiða henni tækið og aukahluti. Verið sé að senda tækið til útlanda í skoðun hjá sérfræðingum. „Við lítum alltaf alvarlegum augum ef slys verða á fólki eða kemur til tjóns á ytra umhverfi. Í kjölfar þessa slyss þá höfum við uppfært allar vörulýsingar með vísun í færslu á blogg.elko.is þar sem er farið yfir helstu öryggisatriði við notkun á kolsýrutækjum,“ segir í svari Óttars. Aðspurður hvort viðbrögð fyrirtækisins hefðu mátt vera öðruvísi í umræddu máli segist hann hafa tekið atvikið og verklag því tengdu til sérstakrar skoðunar og ítrekar starfsreglur komi svona atvik upp aftur. „Við höfum beðið umræddan viðskiptavin afsökunar á fyrstu viðbrögðum fyrirtækisins.“ Loks segir í svari Óttars að Elko hafi haft samband við framleiðanda tækisins svo grafast mætti betur fyrir um orsakir slyssins. Í samráði við viðskiptavin muni framleiðandinn hafa samband beint til að rannsaka málið, auk þess sem tækið verði sent í skoðun til útlanda hjá sérfræðingum.
Neytendur Slysavarnir Tækni Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira