Sport

Dæla út bestu kvenna­leik­mönnum sögunnar en fáir mæta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Máni liggur sjaldan á skoðunum sínum.
Máni liggur sjaldan á skoðunum sínum.

Þorkell Máni Pétursson var gestur Helenu Ólafsdóttur í upphitunarþætti Bestu-markanna í dag. Þar fóru þau saman yfir næstu umferð í deildinni en tíunda umferðin verður leikin í kvöld og á morgun.

Saman ræddu þau um feril Mána sem þjálfara í efstu deild kvenna og hans þjálfaraferil. Einnig ræddu þau um mætinguna á leiki í Bestu-deild kvenna.

„Við erum alltaf að tala um að konur fái minna borgað en karlar fyrir að spila og það er þannig. Samt erum við að sjá klúbba sem eru að gera alveg gríðarlega vel og ég ætla nefna Val sem dæmi. Valur hefur alið upp einhverjar bestu knattspyrnukonur sem við höfum átt. Þeir eru enn að ala upp leikmenn og eru ekki mikið að gera það karlamegin,“ segir Máni og heldur áfram.

„En við erum samt að sjá 154 áhorfendur á fyrsta leik Vals í deildinni kvennamegin. Þetta er algjörlega á ábyrgð Valsstuðningsmannsins. Hann þarf að spyrja sig að því hvort honum finnist þetta í lagi. Stjórnarmennirnir eru að leggja sig fram, þeir eru að setja peninga í þetta og umgjörð upp á tíu. Þeir eru með frábært þjálfarateymi og allt til alls þarna á Hlíðarenda. Hver eru skilaboðin til þeirra? Þegar það eru 2000 manns á vellinum karlamegin og 154 á kvennaleik. Að þeir þurfi að leggja meira í kvennaliðið?“

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.

Klippa: Besta upphitunin | 10. umferð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×