Innherji

„Nokkuð snúið“ að fá inn er­lenda sjóði meðan hluta­bréfa­veltan er jafn lítil

Hörður Ægisson skrifar
Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, segir að á einhverjum tímapunkti geti líftæknikyfjafyrirtækið orðið nánast of stórt fyrir markaðinn hér heima. Þess vegna sé mikilvægt að nýta styrkleika Nasdaq-hlutabréfamarkaðarins í Bandaríkjunum og reyna auka sýnileika félagsins þar gagnvart erlendum fjárfestingasjóðum.
Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, segir að á einhverjum tímapunkti geti líftæknikyfjafyrirtækið orðið nánast of stórt fyrir markaðinn hér heima. Þess vegna sé mikilvægt að nýta styrkleika Nasdaq-hlutabréfamarkaðarins í Bandaríkjunum og reyna auka sýnileika félagsins þar gagnvart erlendum fjárfestingasjóðum.

Góður gangur í sölu á hliðstæðu Alvotech við lyfið Humira í Bandaríkjamarkað þýðir að pantanabókin er orðin nokkuð meiri en þeir milljón skammtar sem upplýst var um fyrir fáeinum vikum, að sögn forstjóra félagsins, sem segir árið búið að „teiknast býsna vel upp.“ Í viðtali við Innherja ræðir Róbert Wessman um litla veltu með bréf félagsins í Bandaríkjunum, sem hefur skapað tæknilegar hindranir fyrir innkomu erlendra sjóða, en telur að sú staða geti snúist hratt við. Hann útilokar að Alvotech sé að fara sækja sér meira fé í reksturinn og undirstrikar að fjármögnun félagsins sé „lokið.“


Tengdar fréttir

Vogunar­sjóðum Akta reitt þungt högg eftir ó­vænt gengis­fall Al­vot­ech

Ævintýralegar sveiflur hafa verið á gengi vogunarsjóða í stýringu Akta á undanförnum vikum samhliða hröðu risi og síðan falli á hlutabréfaverði Alvotech. Sjóðastýringarfélagið hefur lagt mikið undir á Alvotech, sem fékk undir lok febrúar langþráð samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum, en einn af flaggskipssjóðum Akta tók dýfu um nærri fimmtíu prósent á nokkrum viðskiptadögum þegar það fór að síga á ógæfuhliðina hjá líftæknilyfjafyrirtækinu á hlutabréfamarkaði.

Búast við að Al­vot­ech nái „veru­legri“ markaðs­hlut­deild eftir sam­þykki FDA

Erlendir og innlendir greinendur hafa hækkað talsvert verðmat sitt á Alvotech eftir að félagið hlaut markaðsleyfi í Bandaríkjunum og vegna tímabundins einkaréttar er líftæknilyfjafyrirtækið, ásamt samstarfsaðila sínum Teva, sagt vera í stöðu til að ná „verulegri“ markaðshlutdeild þar í landi í nálægri framtíð með sölu á hliðstæðu við Humira, að mati fjárfestingabankans Barclays. Með blessun FDA á framleiðsluaðstöðu Alvotech er talið að félagið muni í framhaldinu eiga auðveldara um vik að fá samþykki fyrir fleiri lyf á mikilvægasta markaði heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×