Sport

Dæmdur í tíu leikja bann fyrir að vera með ó­þekkt klístur á höndunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dómararnir skoða hendurnar á Edwin Diaz.
Dómararnir skoða hendurnar á Edwin Diaz. getty/Jamie Sabau

Edwin Diaz, leikmaður New York Mets í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta, hefur verið dæmdur í tíu leikja bann.

Ástæðan er að Diaz var með óþekkt klístrað efni á höndunum í leik gegn Chicago Cubs á sunnudaginn.

Dómarar leiksins skoðuðu hendurnar á Diaz og eftir að óþekkt klístur fannst á þeim var hann útilokaður frá frekari þátttöku í viðureigninni sem Mets vann, 5-2.

Diaz segist ekki hafa haft óhreint mjöl í pokahorninu.

„Ég nota það sama og alltaf. Ég maka myrru og svita á hendurnar og set þær svo aðeins í moldina því ég þarf að hafa grip á boltanum. Ég reyndi að útskýra þetta fyrir þeim en þeir sögðu að klístrið væri of mikið,“ sagði Diaz.

Dómarar leiksins höfðu aðra sögu að segja en Diaz og sögðu ekki möguleika á því að hann hafi aðeins verið með myrru og svita á höndunum. Því hafi honum verið vísað af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×