Sport

Snæ­fríður Sól á Ólympíu­leikana í París

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snæfríður Sól er á leið á Ólympíuleikana.
Snæfríður Sól er á leið á Ólympíuleikana. Sundsamband Íslands

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir mun keppa fyrir Ísland á Ólympíuleikunum sem fram fara í París síðar í sumar. 

Frá þessu segir á vef Sundsambands Íslands. Þar segir að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands ásamt Sundasambandinu hafi fengið staðfestingu á því að Snæfríður sé komin með þátttökurétt á leikunum. Mun hún keppa í 100 og 200 metra skriðsundi.

Riðlakeppnin í 200 metra skriðsundinu verður að morgni 28. júlí og komist hún í undanúrslit verða þau um kvöldið þann dag. Úrslit 200 metra skriðsundsins verða svo 29. júlí. Snæfríður keppir svo í riðlakeppni 100 metra skriðsundsins 30. júlí. Komist hún í undanúrslit verða þau síðar sama dag.

Snæfríður Sól keppti nýverið á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Belgrad í Serbíu. Þar bætti hún eigið Íslandsmet og endaði í 4. sæti.

Fjórði Íslendingurinn

Snæfríður Sól er fjórði Íslendingurinn sem tryggir sér sæti á leikunum. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee hafði þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í ár en hann keppir í 200 metra bringusundi. 

Þá mun þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdótti einnig keppa á leikunum sem og skotfimimaðurinn Hákon Þór Svavarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×