Íslenski boltinn

Sjáðu draumainnkomu Daníels og öll hin mörkin úr Bestu deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marko Vardic fagnar marki sínu fyrir ÍA gegn Breiðabliki.
Marko Vardic fagnar marki sínu fyrir ÍA gegn Breiðabliki. vísir/anton

Ellefu mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Bestu deild karla í fótbolta. KA og FH unnu langþráða sigra en Breiðabliki mistókst að komast á topp deildarinnar.

Daníel Hafsteinsson var hetja KA þegar liðið lyfti sér upp úr botnsæti deildarinnar með 3-2 sigri á Fram á Akureyri.

KA náði forystunni með marki Sveins Margeirs Haukssonar á 8. mínútu en Fram var yfir í hálfleik þökk sé tveimur mörkum frá Kennie Chopart.

Daníel kom inn á sem varamaður á 59. mínútu. Hann jafnaði metin á 78. mínútu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann sigurmark KA-manna.

Klippa: KA 3-2 Fram

Breiðablik hefði getað komist á topp deildarinnar með sigri á ÍA á Kópavogsvelli en varð ekki kápan úr því klæðinu. Lokatölur 1-1.

Marko Vardic kom Skagamönnum yfir á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði fyrir Blika með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok.

Klippa: Breiðablik 1-1 ÍA

Eftir fimm leiki í röð án sigurs hafði FH betur gegn Fylki, 3-1. Sigurður Bjartur Hallsson kom FH-ingum yfir á 11. mínútu en Arnór Breki Ásþórsson jafnaði á 73. mínútu.

Aðeins þremur mínútum síðar endurheimti FH forskotið þegar Arnór Borg Guðjohnsen skoraði og fimm mínútum fyrir leikslok gulltryggði Kjartan Kári Halldórsson sigur heimamanna, 3-1.

Klippa: FH 3-1 Fylkir

Á laugardagskvöldið gerðu Víkingur og KR svo 1-1 jafntefli á heimavelli Íslands- og bikarmeistaranna.

Matthías Vilhjálmsson kom Víkingum yfir á 7. mínútu en Theodór Elmar Bjarnason jafnaði sex mínútum fyrir hálfleik og þar við sat í fyrsta leik KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar.

Klippa: Víkingur 1-1 KR

Mörkin úr leikjunum fjórum má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Uppgjörið: KA - Fram 3-2 | Sigurmark í uppbótartíma

KA vann mikilvægan endurkomusigur gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Gestirnir leiddu 2-1 í hálfleik en Daníel Hafsteinsson var hetja KA manna, kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk.

Sjáðu HK skora sigurmark frá miðju

HK vann dramatískan sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í gær en flestir héldu þó að Kópavogsliðið hefði kastað frá sér sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×