Skjálftinn við Brennisteinsfjöll líklega ótengdur gosstöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2024 08:35 Jarðskjálftamælir á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti sem reið yfir í Brennisteinsfjöllum í gærkvöldi er ekki talinn tengjast atburðunum í Sundhnúkagígum. Landris heldur áfram við Svartsengi og útlit fyrir að sama ferli sé að hefjast og sést hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Jarðskjálftinn reið yfir um klukkan korter í ellefu í gærkvöldi, sex kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála og mældist 3,1 að stærð. Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt að segja til um hvort skjálftinn tengjist jarðhræringum við Sundhnúkagíga, þar sem eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. „Það er í raun erfitt að segja. Það er hreyfing á öllum skaganum vegna flekaskilanna og það verða oft hreyfingar á sprungum sem liggja á þessum svæðum,“ segir Lovísa. Líklegast sé að skjálftinn sé ótengdur atburðum við gosstöðvarnar, og erfitt að draga aðrar ályktanir af skjálftanum. „Það gerist oft að það verði stakir skjálftar á sprungum á svæðinu og það virðist bara hafa verið einhver hreyfing þarna.“ Endurtekið efni líklega í vændum Varðandi stöðuna við gosstöðvarnar segir Lovísa að landris haldi áfram undir Svartsengi. „Hraun sem kom þarna síðustu dagana heldur áfram að mjakast áfram. Það er enn smá hreyfing við varnargarðana við Svartsengi og það var aðeins hreyfing þar í nótt. Það er verið að dæla á hraunið og það má búast við því að á meðan hraunið er að kólna verði hreyfing á því næstu daga.“ Um framhaldið segir Lovísa að útlit sé fyrir að sama atburðarás sé að myndast og hefur verið í aðdraganda síðustu eldgosa. „Landris undir Svartsengi heldur áfram. Þetta virðist vera svipað ferli og hefur verið síðustu mánuði.“ Eldgos og jarðhræringar Ölfus Tengdar fréttir Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18 Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15 Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir um klukkan korter í ellefu í gærkvöldi, sex kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála og mældist 3,1 að stærð. Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt að segja til um hvort skjálftinn tengjist jarðhræringum við Sundhnúkagíga, þar sem eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. „Það er í raun erfitt að segja. Það er hreyfing á öllum skaganum vegna flekaskilanna og það verða oft hreyfingar á sprungum sem liggja á þessum svæðum,“ segir Lovísa. Líklegast sé að skjálftinn sé ótengdur atburðum við gosstöðvarnar, og erfitt að draga aðrar ályktanir af skjálftanum. „Það gerist oft að það verði stakir skjálftar á sprungum á svæðinu og það virðist bara hafa verið einhver hreyfing þarna.“ Endurtekið efni líklega í vændum Varðandi stöðuna við gosstöðvarnar segir Lovísa að landris haldi áfram undir Svartsengi. „Hraun sem kom þarna síðustu dagana heldur áfram að mjakast áfram. Það er enn smá hreyfing við varnargarðana við Svartsengi og það var aðeins hreyfing þar í nótt. Það er verið að dæla á hraunið og það má búast við því að á meðan hraunið er að kólna verði hreyfing á því næstu daga.“ Um framhaldið segir Lovísa að útlit sé fyrir að sama atburðarás sé að myndast og hefur verið í aðdraganda síðustu eldgosa. „Landris undir Svartsengi heldur áfram. Þetta virðist vera svipað ferli og hefur verið síðustu mánuði.“
Eldgos og jarðhræringar Ölfus Tengdar fréttir Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18 Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15 Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18
Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15
Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18