Ástand í leikskólamálum? Nicole Leigh Mosty skrifar 23. júní 2024 18:31 Orðræða þingmanna um leikskólamál og ýmis umræða tengda grein um íslensk hjón sem búa svo vel í Noregi að þeim eru ekki kleift að flytja heim til Íslands og ala upp börn hér, lyktar af svo miklum forréttindum og vanskilningi á þeirri raunstöðu að ég get ekki orða bundist. Það nýjast er ákall um ríkisrekna leikskóla .. tja. Ríkið sem hefur árum saman horft á brothvarf kennara úr leikskólanum yfir í grunnskólana og aðrar starfstéttir? Ríkið sem hefur hlustað á ákall kennara og sveitarfélög úr fyrsta skólastigum landsins án fjárfestingar eða raunverulegrar lausna? Þessar umræður sýna að fólkið sem fleygir fram yfirlýsingum eru ekki að skilja að stærsti vandinn er starfsumhverfi sjálft. Starfsumhverfi sem fagfólkið er að flýja. Það er mikilvægt að taka það fram svo að fólk skilji fyllilega að það er náms og leikumhverfi barnanna sem faglærðir kennarar eru að flýja. Þingmenn kalla hátt um að koma börnum inn sem fyrst. Sömu þingmenn tala um kerfi sem getur ekki haldið foreldrum uppi vegna skerðingu launa á með þau eru heima með börnin. Atvinnulífið kallar og kallar á fleira fólk sem þarf á leikskólaplássi að halda. Samhliða þessu eru leikskólar að glíma við að ráða hæft fólk til starfa. Leikskólar eru einnig að glíma við kröfur tengdum samsetningu barnahópa vegna samfélagslegra breytinga. Ég hef auglýst eftir faglærðum kennara í hátt yfir 200 daga á þessu ári og hef einungs fengið eina umsókn frá faglærður leikskólakennara. Ég hef fengið umsóknir frá fólki með einhverja kennaramenntun en ekki leyfisbréf eða reynslu af leikskólastarfi, en mest af öllu hef ég fengið umsóknir frá fólki sem skortir íslenskukunnáttu. Þetta er mjög flókin staða. Til að halda lekskólanum opnum þarf fólk, en til að tryggja öryggi og vellíðan barna a.m.k. þarf hæft fólk. Hvernig í ósköpunum á flutningur leikskólans til ríkisins að laga það? Er ríkið með skúffu fulla af kennurum? Til þingmanna sem kalla hátt, byrja með fæðingarorlofi og kennaramenntun sem er á þeirra borði og jafnvel berjast fyrir ríkisrekinni íslenskukennslu fyrir fullorðið fólk sem vill starfa í leikskólum Það er hárétt að við þurfum að laga ástandið sem hvílir þungt á fjölskyldum um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla byrjunar. En mikilvægara er að laga ástandið sem hvílir þungt á leikskólum um að geta staðið við þá kröfu sem er að þeim lagt. Lög um leikskóla 90/2008 kveður á um að í „..leikskólum skal velferð, [farsæld]1)og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Starfshættir leikskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi og kristinni arfleifð íslenskrar menningar.” Ég hvet fólk sem vil þrýsta á fyrsta skólastig sé til að þjóna þörfum foreldra og atvinnulífs, að lesa lögin og sjá að leikskólar eru fyrst og fremst til að þjóna börnum og hag þeirra í samstarfi við foreldra. Sveitarfélög víða eru að leita leiða til að hefja upp leikskólastarfsemi, hlúa að vinnuumhverfi og laða faglærða kennarar aftur til starfa. Leikskólar sem skorta fagþekkingu um starfsaðferðir til að efla alhliða þroska og samskipti barna undir sex ára standa mjög höllum fæti. Ég tók við slíkum skóla fyrir árið síðan og hef aldrei unnið jafn mikla og erfiða vinnu á æfinni, þó ég sé faglæður, sterkur og reynsluríkur leikskólakennara/stjórnandi. Ég viðurkenni að það eru nokkra skipti þar sem ég hef fellt tár vegna vonleysis um að geta lagað ástandið. Við viljum öll tryggja það að börn eigi farsælda bernsku á meðan þau dvelja að meðaltali 8+ tímar á dag í leikskólanum. Við skullum tala hreint út, vinnuumhverfi leikskóla eru aðstæður fyrir því að fólk hættir að starfa í leikskólum. Er það vinnuumhverfi sem við viljum að börnin sé neytt til að vera „vistuð“ á? Eitt sem ég hef tekið eftir í öllum umræðunum er skortur af röddum frá fólk sem starfa í láglaunuðstörfum og innflytjendum. Fólk sem nýta til dæmis sama réttinda til leikskólapláss og fæðingarorlofs (þar að segja þeim sem eiga rétt á því) og Íslensk hjón í Noregi sem hafna flutning heim til Íslands vegna ástand hér. Er ákallið að hluta til að koma frá fólk sem þurfa að mæta kröfum sem við setjum okkar sjálf um að halda uppi ákveðnum lífstíll? Eða er það ákall um að hlúa að börnunum okkar, tryggja farsæld bernskunnar og gefa þeim betri kost á bjartri framtíð? Ég og fólk eins og ég með erlendan bakgrunn, sem hafa oftast starfað lengi í láglauna störfum höfum lært að aðlaga okkar að þeim aðstæðum sem mætta okkar við flutning til Íslands. Við lærum að búa í minna húsnæði, passa upp á budduna, versla ódýrari mat, kaupa notuð húsgögn til að byrja með, nota almenningssamgöngur og þess háttar breytingar til að koma til móts við hversu dýrt það er að búa og ala upp börn á Íslandi. Þegar ég átti fyrsta barni var greiðslan sem ég fékk úr fæðingarorlofssjóði þá tæplega 360.000 kr. á mánaða fyrir skatt og já þá skall á kreppan í september 2008. Strákinn okkar var bara rétt fimm mánaða og eiginmaðurinn minn missti vinnuna. Ég fór fyrr úr fæðingarorlofi og hann tók við. Ég fór aftur að starfa á leikskóla með frekar lág laun og skúraði samhliða til að ná endum saman. Við lifðum þetta af og áttum annað barn á innan við 18 mánuðum. Við áttum yndislegan árum saman þar til þau komust bæði inn á leikskóla, þrátt fyrir að ekki hafa alltaf mikið á milli handanna. Ef þingmenn vilji hafa áhrif um þróun leikskólamála væri best að leggja fram þingsályktunartillögu um að setja af stað starfshóp um að bæta leikskóla landsins í samstarfi við sveitarfélögin. Sýnið þor til að kafa djúpt og læra um málið frá öllum hliðum. Ekki fleiri skyndilausnir og ákall. Starfshóp sem er skylt að kanna raunstöðu tengda leikskólamála, fæðingarorlofi og hvernig hægt er að brúa bilið í alvöru. Starfshóp með hagsmunnaðila úr öllum áttum, ekki bara úr ráðuneytum eða sveitarstjórnastigi; foreldra, innflytjendum, námsmenn, kennara, leiðbeinanda, stéttarfélögin, sérfræðingur úr háskólum, skóla, frístund, og íþrótta sviðum, velferðarsvið, og landlæknisembættið. Hættið þessa ákalli um að hlaupa eftir reynslu sumra eða notfæra pólitískar heitarkartöflur til að lemja pólitíska andstöðu í ákveðnum sveitarfélögum. Það væri líka gott að rýna í aðferðir í öðrum löndum fyrir utan Norðurlöndin. Þar sem í sumum löndum er farrið aðrar leiðir eins og til dæmis fyrirmyndir þar sem atvinnurekendur leggja til fé til að aðstoða starfsfólkið sitt að brúa bilið. Þó að ég telji að umræður í dag einkennist af forréttindunum og tengist að sumu leiti lífstíllsval sem hvílir þungt á fólk er það nauðsynlegt að kafa dýpra til að vita hvað það er innan kerfis sem við þurfum að laga. Þá og bara þá verði hægt að tala um hver á að sinna utan um hald og framþróun leikskólamála í þágu barnanna landsins. Höfundur er leikskólastjóri og fyrrverandi þingkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Orðræða þingmanna um leikskólamál og ýmis umræða tengda grein um íslensk hjón sem búa svo vel í Noregi að þeim eru ekki kleift að flytja heim til Íslands og ala upp börn hér, lyktar af svo miklum forréttindum og vanskilningi á þeirri raunstöðu að ég get ekki orða bundist. Það nýjast er ákall um ríkisrekna leikskóla .. tja. Ríkið sem hefur árum saman horft á brothvarf kennara úr leikskólanum yfir í grunnskólana og aðrar starfstéttir? Ríkið sem hefur hlustað á ákall kennara og sveitarfélög úr fyrsta skólastigum landsins án fjárfestingar eða raunverulegrar lausna? Þessar umræður sýna að fólkið sem fleygir fram yfirlýsingum eru ekki að skilja að stærsti vandinn er starfsumhverfi sjálft. Starfsumhverfi sem fagfólkið er að flýja. Það er mikilvægt að taka það fram svo að fólk skilji fyllilega að það er náms og leikumhverfi barnanna sem faglærðir kennarar eru að flýja. Þingmenn kalla hátt um að koma börnum inn sem fyrst. Sömu þingmenn tala um kerfi sem getur ekki haldið foreldrum uppi vegna skerðingu launa á með þau eru heima með börnin. Atvinnulífið kallar og kallar á fleira fólk sem þarf á leikskólaplássi að halda. Samhliða þessu eru leikskólar að glíma við að ráða hæft fólk til starfa. Leikskólar eru einnig að glíma við kröfur tengdum samsetningu barnahópa vegna samfélagslegra breytinga. Ég hef auglýst eftir faglærðum kennara í hátt yfir 200 daga á þessu ári og hef einungs fengið eina umsókn frá faglærður leikskólakennara. Ég hef fengið umsóknir frá fólki með einhverja kennaramenntun en ekki leyfisbréf eða reynslu af leikskólastarfi, en mest af öllu hef ég fengið umsóknir frá fólki sem skortir íslenskukunnáttu. Þetta er mjög flókin staða. Til að halda lekskólanum opnum þarf fólk, en til að tryggja öryggi og vellíðan barna a.m.k. þarf hæft fólk. Hvernig í ósköpunum á flutningur leikskólans til ríkisins að laga það? Er ríkið með skúffu fulla af kennurum? Til þingmanna sem kalla hátt, byrja með fæðingarorlofi og kennaramenntun sem er á þeirra borði og jafnvel berjast fyrir ríkisrekinni íslenskukennslu fyrir fullorðið fólk sem vill starfa í leikskólum Það er hárétt að við þurfum að laga ástandið sem hvílir þungt á fjölskyldum um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla byrjunar. En mikilvægara er að laga ástandið sem hvílir þungt á leikskólum um að geta staðið við þá kröfu sem er að þeim lagt. Lög um leikskóla 90/2008 kveður á um að í „..leikskólum skal velferð, [farsæld]1)og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Starfshættir leikskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi og kristinni arfleifð íslenskrar menningar.” Ég hvet fólk sem vil þrýsta á fyrsta skólastig sé til að þjóna þörfum foreldra og atvinnulífs, að lesa lögin og sjá að leikskólar eru fyrst og fremst til að þjóna börnum og hag þeirra í samstarfi við foreldra. Sveitarfélög víða eru að leita leiða til að hefja upp leikskólastarfsemi, hlúa að vinnuumhverfi og laða faglærða kennarar aftur til starfa. Leikskólar sem skorta fagþekkingu um starfsaðferðir til að efla alhliða þroska og samskipti barna undir sex ára standa mjög höllum fæti. Ég tók við slíkum skóla fyrir árið síðan og hef aldrei unnið jafn mikla og erfiða vinnu á æfinni, þó ég sé faglæður, sterkur og reynsluríkur leikskólakennara/stjórnandi. Ég viðurkenni að það eru nokkra skipti þar sem ég hef fellt tár vegna vonleysis um að geta lagað ástandið. Við viljum öll tryggja það að börn eigi farsælda bernsku á meðan þau dvelja að meðaltali 8+ tímar á dag í leikskólanum. Við skullum tala hreint út, vinnuumhverfi leikskóla eru aðstæður fyrir því að fólk hættir að starfa í leikskólum. Er það vinnuumhverfi sem við viljum að börnin sé neytt til að vera „vistuð“ á? Eitt sem ég hef tekið eftir í öllum umræðunum er skortur af röddum frá fólk sem starfa í láglaunuðstörfum og innflytjendum. Fólk sem nýta til dæmis sama réttinda til leikskólapláss og fæðingarorlofs (þar að segja þeim sem eiga rétt á því) og Íslensk hjón í Noregi sem hafna flutning heim til Íslands vegna ástand hér. Er ákallið að hluta til að koma frá fólk sem þurfa að mæta kröfum sem við setjum okkar sjálf um að halda uppi ákveðnum lífstíll? Eða er það ákall um að hlúa að börnunum okkar, tryggja farsæld bernskunnar og gefa þeim betri kost á bjartri framtíð? Ég og fólk eins og ég með erlendan bakgrunn, sem hafa oftast starfað lengi í láglauna störfum höfum lært að aðlaga okkar að þeim aðstæðum sem mætta okkar við flutning til Íslands. Við lærum að búa í minna húsnæði, passa upp á budduna, versla ódýrari mat, kaupa notuð húsgögn til að byrja með, nota almenningssamgöngur og þess háttar breytingar til að koma til móts við hversu dýrt það er að búa og ala upp börn á Íslandi. Þegar ég átti fyrsta barni var greiðslan sem ég fékk úr fæðingarorlofssjóði þá tæplega 360.000 kr. á mánaða fyrir skatt og já þá skall á kreppan í september 2008. Strákinn okkar var bara rétt fimm mánaða og eiginmaðurinn minn missti vinnuna. Ég fór fyrr úr fæðingarorlofi og hann tók við. Ég fór aftur að starfa á leikskóla með frekar lág laun og skúraði samhliða til að ná endum saman. Við lifðum þetta af og áttum annað barn á innan við 18 mánuðum. Við áttum yndislegan árum saman þar til þau komust bæði inn á leikskóla, þrátt fyrir að ekki hafa alltaf mikið á milli handanna. Ef þingmenn vilji hafa áhrif um þróun leikskólamála væri best að leggja fram þingsályktunartillögu um að setja af stað starfshóp um að bæta leikskóla landsins í samstarfi við sveitarfélögin. Sýnið þor til að kafa djúpt og læra um málið frá öllum hliðum. Ekki fleiri skyndilausnir og ákall. Starfshóp sem er skylt að kanna raunstöðu tengda leikskólamála, fæðingarorlofi og hvernig hægt er að brúa bilið í alvöru. Starfshóp með hagsmunnaðila úr öllum áttum, ekki bara úr ráðuneytum eða sveitarstjórnastigi; foreldra, innflytjendum, námsmenn, kennara, leiðbeinanda, stéttarfélögin, sérfræðingur úr háskólum, skóla, frístund, og íþrótta sviðum, velferðarsvið, og landlæknisembættið. Hættið þessa ákalli um að hlaupa eftir reynslu sumra eða notfæra pólitískar heitarkartöflur til að lemja pólitíska andstöðu í ákveðnum sveitarfélögum. Það væri líka gott að rýna í aðferðir í öðrum löndum fyrir utan Norðurlöndin. Þar sem í sumum löndum er farrið aðrar leiðir eins og til dæmis fyrirmyndir þar sem atvinnurekendur leggja til fé til að aðstoða starfsfólkið sitt að brúa bilið. Þó að ég telji að umræður í dag einkennist af forréttindunum og tengist að sumu leiti lífstíllsval sem hvílir þungt á fólk er það nauðsynlegt að kafa dýpra til að vita hvað það er innan kerfis sem við þurfum að laga. Þá og bara þá verði hægt að tala um hver á að sinna utan um hald og framþróun leikskólamála í þágu barnanna landsins. Höfundur er leikskólastjóri og fyrrverandi þingkona.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun