Handbolti

Gagn­rýnir mátt­lausan stuðning ríkisins við af­­reks­í­­þróttir

Siggeir Ævarsson skrifar
Arnar með landsliðinu á HM í Noregi í fyrra
Arnar með landsliðinu á HM í Noregi í fyrra vísir/Getty

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands í handbolta, gagnrýnir ríkisstjórn Íslands í pistli á Facebook fyrir dræman stuðning við afreksíþróttir en upphæðin sem fer í íþrótta- og æskulýðsmál hefur lækkað ár frá ári.

Arnar bendir á í pistli sínum að upphæðin sem rennur í afrekssjóð ÍSÍ, sem hefur það meginhlutverk að styðja sérsambönd fjárhagslega og þar með íslenskt afreksíþróttafólk, dugi aðeins fyrir um 15% af heildarkostnaði sérsambanda.

„Framlag ríkisins í afrekssjóð er um 15% af heildarkostnaði sérsambanda af afreksíþróttastarfi. Það dugir engan veginn og því miður er staðan þannig í dag að sérsamböndin eru farin að draga úr afrekstarfinu, fækka verkefnum og velta kostnaði í auknu mæli yfir á landsliðsfólkið sjálft og/eða foreldra og fjölskyldur. Þessi þróun er skaðleg og mun hratt draga úr samkeppnishæfni okkar í alþjóðlegri keppni ef engu er breytt.“

Alls setur íslenska ríkið 392 milljónir í Afrekssjóð ÍSÍ og hefur sú upphæð staðið í stað undanfarin ár. Hún hefur því lækkað töluvert að raunvirði í verðbólgubáli síðustu ára.

Pistil Arnars í heild má lesa hér að neðan.


Tengdar fréttir

Staða HSÍ graf­alvar­leg

Formaður Handknattleikssambands Íslands segir stöðu sambandsins grafalvarlega. Tugmilljóna króna tap var á rekstri þess á síðasta ári. Eigið fé HSÍ er einnig neikvætt um tugi milljóna og mun sambandið þurfa að skera niður ef ríkið grípur ekki inn í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×