Pól­land úr leik eftir tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Christoph Baumgartner fagnar marki sínu.
Christoph Baumgartner fagnar marki sínu. AP Photo/Petr Josek

Robert Lewandowski og félagar í Póllandi eru úr leik eftir markalaust jafntefli Hollands og Frakklands. Fyrr í dag tapaði Pólland 1-3 gegn Austurríki á EM karla í fótbolta. Bæði lið voru stigalaus fyrir leik dagsins.

Þjóðirnar eru í D-riðli ásamt Frakklandi og Hollandi svo segja má að leikur kvöldsins hafi verið úrslitaleikur upp á hvort liðið ætlaði að eiga möguleika á 3. sætinu og þar með von á sæti í 16-liða úrslitum. Þegar á hólminn var komið reyndist Austurríki mun betri aðilinn.

Gernot Trauner kom Austurríki yfir með föstum skalla strax á 9. mínútu. Krzysztof Piątek svaraði fyrir Pólland þegar hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Téður Lewandowski kom inn af bekknum þegar klukkustund var liðin en hafði ekki þau áhrif sem Pólverjar vonuðust til.

Christoph Baumgartner kom Austurríki 2-1 yfir og Marko Arnautovic gulltryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar markvörður Póllands, Wojciech Szczęsny, gerðist brotlegur. 

Lokatölur 3-1 Austurríki í vil og lærisveinar Ralf Rangnick eiga enn möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira