Lífið samstarf

Bylgju­lestin mætir á Jóns­messu­há­tíð á Eyrar­bakka um helgina

Bylgjulestin
Bylgjulestin mætir á Eyrarbakka á morgun laugardag en Jónsmessuhátíð verður haldin þar um helgina. Boðið er upp á afar fjölbreytta dagskrá á laugardag, frá hádegi fram á rauða nótt. Mynd/Gotti
Bylgjulestin mætir á Eyrarbakka á morgun laugardag en Jónsmessuhátíð verður haldin þar um helgina. Boðið er upp á afar fjölbreytta dagskrá á laugardag, frá hádegi fram á rauða nótt. Mynd/Gotti

Eyrarbakki er fjórði viðkomustaður Bylgjulestarinnar þetta sumarið en áður hafði hún stoppað í Vestmannaeyjum, í Mosfellsbæ og á Þingvöllum. Búast má við miklu fjöri næsta laugardag enda er Jónsmessuhátíð haldin þar um helgina og fjölbreytt dagskrá í boði frá hádegi fram á rauða nótt.

Það verða þau Ívar Guðmunds og Kristín Ruth sem standa vaktina þessu sinni. Þau verða í beinni útsendingu frá kl. 12-16 og skemmtilega gesti í heimsókn og heyra í hlustendum.

Meðal gesta sem mæta í Bylgju bílinn má nefna trúbadorinn Ingvar Valgeirsson, Lýð Pálsson sem sér um Byggðarsafnið á Eyrarbakka og Rögnu Jónsdóttur, skipuleggjanda Jónsmessuhátíðarinnar.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars koma fram Leikhópurinn Lotta, boðið verður upp á andlitsmálningu og börnin geta skellt sér á hestbak.

Veltibíllinn frá Landsbjörg verður á staðnum, bílaumboðið Askja verður með bílasýningu og gefnir verða gjafapokar frá Bylgjunni og samstarfsaðilum.

Hægt er að kynna sér dagskrá Jónsmessuhátíðar Eyrarbakka hér.

Kíktu við og taktu þátt í fjörinu! Gríptu með þér hollustubita frá MUNA, skoðaðu glæsilega bíla frá bílaumboðinu Öskju, svalaðu þorstanum með Appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Síríus og sláðu í gegn um land allt með Golfsambandi Íslands og Bylgjulestinni.

Næstu stopp Bylgjulestarinnar:

29. júní – Borgarnes

6. júlí – Akureyri

13. júlí – Selfoss

20. júlí – Hljómskálagarðurinn í Reykjavík

27. júlí - Hafnarfjörður






Fleiri fréttir

Sjá meira


×