Spánverjar í 16-liða úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2024 18:30 Nico Williams átti stóran þátt í marki Spánverja. Edith Geuppert - GES Sportfoto/Getty Images Spánverjar unnu góðan 1-0 sigur er liðið mætti Ítölum í stórleik dagsins á EM. Óhætt er að segja að fyrri hálfleikur hafi verið fjörugur. Spánverjar voru mun hættulegri og sköpuðu sér fjöldan allan af færum, en Donnaruma í marki Ítala, sem og ítalska vörnin öll, stóð sína plikt. Þrátt fyrir nóg af færum, gul spjöld og fjörugan hálfleik var enn markalaust þegar liðin gengu til búningsherberja. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Spænska liðið var meira með boltann og bankaði fast á dyr ítalska liðsins. Það bar loksins árangur á 55. mínútu þegar Nico Williams kom boltanum fyrir markið og þaðan fór hann af Riccardo Calafiori sem varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. GOAL! Spain 1-0 Italy (Calafiori 55' og) #EURO2024 | #ESPITA pic.twitter.com/KNEUTAsWlZ— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 20, 2024 Eftir því sem leið á leikinn fór ítalska liðið að færa sig framar á völlinn. Liðinu tókst að skapa sér nokkuð hálffæri, en illa gekk að koma boltanum í netið. Að sama skapi sköpuðu Spánverjar sér sín færi til að klára leikinn, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan varð 1-0 sigur Spánverja. Spánn er nú með fullt hús stiga eftir tvo leiki í B-riðli og hefur nú tryggt sér sæti í 16-líða úrslitum EM. Ítalir eru hins vegar enn með þrjú stig og þurfa að ná í stig gegn Króötum í lokaumferðinni til að gulltryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi
Spánverjar unnu góðan 1-0 sigur er liðið mætti Ítölum í stórleik dagsins á EM. Óhætt er að segja að fyrri hálfleikur hafi verið fjörugur. Spánverjar voru mun hættulegri og sköpuðu sér fjöldan allan af færum, en Donnaruma í marki Ítala, sem og ítalska vörnin öll, stóð sína plikt. Þrátt fyrir nóg af færum, gul spjöld og fjörugan hálfleik var enn markalaust þegar liðin gengu til búningsherberja. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Spænska liðið var meira með boltann og bankaði fast á dyr ítalska liðsins. Það bar loksins árangur á 55. mínútu þegar Nico Williams kom boltanum fyrir markið og þaðan fór hann af Riccardo Calafiori sem varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. GOAL! Spain 1-0 Italy (Calafiori 55' og) #EURO2024 | #ESPITA pic.twitter.com/KNEUTAsWlZ— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 20, 2024 Eftir því sem leið á leikinn fór ítalska liðið að færa sig framar á völlinn. Liðinu tókst að skapa sér nokkuð hálffæri, en illa gekk að koma boltanum í netið. Að sama skapi sköpuðu Spánverjar sér sín færi til að klára leikinn, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan varð 1-0 sigur Spánverja. Spánn er nú með fullt hús stiga eftir tvo leiki í B-riðli og hefur nú tryggt sér sæti í 16-líða úrslitum EM. Ítalir eru hins vegar enn með þrjú stig og þurfa að ná í stig gegn Króötum í lokaumferðinni til að gulltryggja sér sæti í 16-liða úrslitum.