Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2024 11:19 Bjarni Benediktsson leggur áherslu á að ferðamennska vaxi í sátt við samfélagið og íslenska náttúru, eitt helsta aðdráttarafl landsins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. Þetta kemur fram í viðtali Bjarna við bandaríska fjölmiðilinn CNBC þar sem því er slegið upp að Ísland vilji gera breytingar á skattlagningu á ferðamenn til að passa upp á náttúru landsins og berjast gegn massatúrisma. Á sama tíma heyrast áhyggjuraddir úr ferðaþjónustunni, Ísland sé að detta úr tísku og bókanir fyrir sumarið séu tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Þá hefur verið gagnrýnt að Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu á meðan Kanada, Finnland og Noregur laði að sér ferðamenn í leit að norðurljósunum. Fjöldi ferðamanna óx jafnt og þétt á árunum fyrir Covid og var um 2,3 milljónir króna árið 2018 en lækkaði í um tvær milljónir árið 2019. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að meðaltal spáa stóru bankanna þriggja, Ferðamálastofu og Isavia um fjölda ferðamanna geri ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna árið 2024, tæplega 2,4 milljónum árið 20205 og tæplega 2,5 milljónum árið 2026. Bjarni segir í aðalatriðum horft til kerfis þar sem ferðamaðurinn greiði aðgangseyri að vinsælum ferðamannastöðum á landinu til að stjórna fjöldanum betur. Fjallað er um þau plön í fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029 en stuðst er við við vinnu starfshóps á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytis. „Ferðaþjónustan hefur haft nær óheftan aðgang að náttúruauðlindum, sem er ein helsta söluvara greinarinnar, með tilheyrandi álagi á náttúru og innviði landsins. Vísbendingar eru um að á sumum ferðamannastöðum sé álagið nú þegar komið að eða yfir þolmörk, a.m.k. á háannatímum. Af þeim ástæðum er til skoðunar að setja á fót gjaldtöku sem stuðlar að sjálfbærni ferðamannastaða þannig að fjöldi þeirra verði í samræmi við þolmörk náttúruauðlinda, innviða og samfélagsins í heild. Samhliða þeirri vinnu er gert ráð fyrir endurskoðun á gistináttagjaldi.“ Gistináttaskattur sem tekinn var upp að nýju um áramótin hljóðar upp á 600 krónur fyrir hótel, gistiheimili, tjaldsvæði og aðra gististaði en 300 krónur fyrir tjaldstæði, húsbíla og slíkan fararmáta. Bjarni nefnir hverasvæðið í Haukadal sem dæmi um viðkvæma og vinsæla ferðamannastaði. Ferðamenn virða Strokk fyrir sér í Haukadal. Vísir/Vilhelm „Ef við sjáum ferðamannastaði liggja undir skemmdum sökum álags eins og á hverasvæðinu hjá Geysi þá verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Bjarni. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan vaxi í sátt við samfélagið annars vegar en einnig náttúruna. Í umfjöllun CNBC er snert á því að massatúrismi sé vandi víða um heim á sama tíma og ferðamannaiðnaðurinn skiptir ríki sköpum. Það er einmitt tilfellið á Íslandi en íslensk ferðaþjónusta tók fram úr sjávarútvegi sem stærsta útflutningsgreinin fyrir áratug. Gagnrýnt hefur verið að ekki hafi verið farið í neina teljandi markaðssetningu af hendi hins opinbera á Íslandi sem ferðamannastað undanfarin ár. Þar gæti spilað inn í sú vandasama staða að takmarka fjölda á vinsælum ferðamönnum en vilja samt halda í ferðamennina. Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir stöðuna alvarlega. Samkeppnislöndin eyði miklu fé í markaðssetningu en Ísland engu. „Við lítum oft til þess hvað aðrir áfangastaðir að setja. Meðaláfangastaður í Evrópu er að verja um 3,2 milljörðum í markaðssetningu. Það er meðal. Írland til dæmis sem er með um ellefu milljónir ferðamanna á ári er að verja um ellefu milljörðum,“ sagði Daði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni. Daði sagði góða og mikilvæga vinnu hafa verið unna til að endurheimta ferðamannaflauminn eftir faraldursárin og að það sé leiðinlegt að gefa ekki í þegar samkeppnisaðilar okkar byrja að sækja í sig veðrið. „Við viljum gjarnan halda áfram og ekki hætta núna þegar akkúrat við erum að missa samkeppnishæfni. Við þurfum að keyra áfram,“ segir Daði. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála tjáði Mbl.is í gær að hún ætli að setja hundruð milljónir króna í markaðssetningu á Íslandi fyrir ferðamenn. „Ég er komin með tillögu þess efnis að það verði átak sem einblínir á neytendamarkaðssetningu til þess að fara yfir þá stöðu sem er uppi varðandi jarðhræringar því eitthvað hefur borið á því að væntanlegir gestir okkar hafi haft áhyggjur af því að þeir komist ekki frá landinu vegna jarðhræringa,“ sagði Lilja. Áhyggjur hafa verið uppi um að jarðhræringarnar valdi því að fólk ferðist síður til Íslands af ótta við að lenda í ógöngum á ferðalagi sínu og jafnvel hættu. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, talaði um það í kosningabaráttunni að sem forseti teldi hún eðlilegt að fara í viðtöl hjá stórum erlendum fjölmiðlum og útskýra að engin hætta væri á ferðum og hvetja fólk til að sækja landið heim. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali Bjarna við bandaríska fjölmiðilinn CNBC þar sem því er slegið upp að Ísland vilji gera breytingar á skattlagningu á ferðamenn til að passa upp á náttúru landsins og berjast gegn massatúrisma. Á sama tíma heyrast áhyggjuraddir úr ferðaþjónustunni, Ísland sé að detta úr tísku og bókanir fyrir sumarið séu tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Þá hefur verið gagnrýnt að Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu á meðan Kanada, Finnland og Noregur laði að sér ferðamenn í leit að norðurljósunum. Fjöldi ferðamanna óx jafnt og þétt á árunum fyrir Covid og var um 2,3 milljónir króna árið 2018 en lækkaði í um tvær milljónir árið 2019. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að meðaltal spáa stóru bankanna þriggja, Ferðamálastofu og Isavia um fjölda ferðamanna geri ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna árið 2024, tæplega 2,4 milljónum árið 20205 og tæplega 2,5 milljónum árið 2026. Bjarni segir í aðalatriðum horft til kerfis þar sem ferðamaðurinn greiði aðgangseyri að vinsælum ferðamannastöðum á landinu til að stjórna fjöldanum betur. Fjallað er um þau plön í fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029 en stuðst er við við vinnu starfshóps á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytis. „Ferðaþjónustan hefur haft nær óheftan aðgang að náttúruauðlindum, sem er ein helsta söluvara greinarinnar, með tilheyrandi álagi á náttúru og innviði landsins. Vísbendingar eru um að á sumum ferðamannastöðum sé álagið nú þegar komið að eða yfir þolmörk, a.m.k. á háannatímum. Af þeim ástæðum er til skoðunar að setja á fót gjaldtöku sem stuðlar að sjálfbærni ferðamannastaða þannig að fjöldi þeirra verði í samræmi við þolmörk náttúruauðlinda, innviða og samfélagsins í heild. Samhliða þeirri vinnu er gert ráð fyrir endurskoðun á gistináttagjaldi.“ Gistináttaskattur sem tekinn var upp að nýju um áramótin hljóðar upp á 600 krónur fyrir hótel, gistiheimili, tjaldsvæði og aðra gististaði en 300 krónur fyrir tjaldstæði, húsbíla og slíkan fararmáta. Bjarni nefnir hverasvæðið í Haukadal sem dæmi um viðkvæma og vinsæla ferðamannastaði. Ferðamenn virða Strokk fyrir sér í Haukadal. Vísir/Vilhelm „Ef við sjáum ferðamannastaði liggja undir skemmdum sökum álags eins og á hverasvæðinu hjá Geysi þá verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Bjarni. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan vaxi í sátt við samfélagið annars vegar en einnig náttúruna. Í umfjöllun CNBC er snert á því að massatúrismi sé vandi víða um heim á sama tíma og ferðamannaiðnaðurinn skiptir ríki sköpum. Það er einmitt tilfellið á Íslandi en íslensk ferðaþjónusta tók fram úr sjávarútvegi sem stærsta útflutningsgreinin fyrir áratug. Gagnrýnt hefur verið að ekki hafi verið farið í neina teljandi markaðssetningu af hendi hins opinbera á Íslandi sem ferðamannastað undanfarin ár. Þar gæti spilað inn í sú vandasama staða að takmarka fjölda á vinsælum ferðamönnum en vilja samt halda í ferðamennina. Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir stöðuna alvarlega. Samkeppnislöndin eyði miklu fé í markaðssetningu en Ísland engu. „Við lítum oft til þess hvað aðrir áfangastaðir að setja. Meðaláfangastaður í Evrópu er að verja um 3,2 milljörðum í markaðssetningu. Það er meðal. Írland til dæmis sem er með um ellefu milljónir ferðamanna á ári er að verja um ellefu milljörðum,“ sagði Daði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni. Daði sagði góða og mikilvæga vinnu hafa verið unna til að endurheimta ferðamannaflauminn eftir faraldursárin og að það sé leiðinlegt að gefa ekki í þegar samkeppnisaðilar okkar byrja að sækja í sig veðrið. „Við viljum gjarnan halda áfram og ekki hætta núna þegar akkúrat við erum að missa samkeppnishæfni. Við þurfum að keyra áfram,“ segir Daði. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála tjáði Mbl.is í gær að hún ætli að setja hundruð milljónir króna í markaðssetningu á Íslandi fyrir ferðamenn. „Ég er komin með tillögu þess efnis að það verði átak sem einblínir á neytendamarkaðssetningu til þess að fara yfir þá stöðu sem er uppi varðandi jarðhræringar því eitthvað hefur borið á því að væntanlegir gestir okkar hafi haft áhyggjur af því að þeir komist ekki frá landinu vegna jarðhræringa,“ sagði Lilja. Áhyggjur hafa verið uppi um að jarðhræringarnar valdi því að fólk ferðist síður til Íslands af ótta við að lenda í ógöngum á ferðalagi sínu og jafnvel hættu. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, talaði um það í kosningabaráttunni að sem forseti teldi hún eðlilegt að fara í viðtöl hjá stórum erlendum fjölmiðlum og útskýra að engin hætta væri á ferðum og hvetja fólk til að sækja landið heim.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira