Opið bréf til félagsmanna og stjórna lífeyrissjóða Björn Sævar Einarsson skrifar 20. júní 2024 10:30 Lífeyrissjóðir eiga ekki að fjárfesta í fyrirtækjum sem framleiða eða selja áfengi, því það vinnur gegn markmiðum og stefnu þeirra. Lífeyrissjóðir landsmanna segjast upp til hópa vera með ábyrgar fjárfestingar, þar sem litið sé til umhverfismála, félagslegra málefna og ábyrgra stjórnarhátta. Auðvelt er að fletta gildum lífeyrissjóðanna upp á netinu. Þeir hafi siðferðisleg viðmið í fjárfestingum, fjárfesti í félögum sem fylgi lögboðnum og góðum stjórnarháttum, fylgi lögum og reglum og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskipasiðferði. Vilji skapa traust á sjóðunum og í starfsemi sjóðanna sé ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt. Samfélagsleg ábyrgð er undirstrikuð sérstaklega, en slík ábyrgð er einmitt grunnur stofnunar ÁTVR. Ljóst er þó að íslenskir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í áfengisfyrirtækjum. Nú er búið er að tilkynna að Hagkaup sem Hagar eiga, ætli að opna ólöglega netverslun í júní með sölu áfengis til almennings. Af 17 stærstu hluthöfum í Högum eru 13 lífeyrissjóðir og er Gildi lífeyrissjóður stærsti hluthafinn. Samræmist áfengissala í Hagkaupum reglum, stefnum og markmiðum lífeyrissjóða? Ágætustjórnarmenn lífeyrissjóða, samræmist opnun netsölu með áfengi í Hagkaupum og fjárfestingar í áfengisiðnaðinum starfs- og siðareglum, stefnum og markmiðum lífeyrissjóða? Samræmist það stefnu sjóðanna að fjárfesta í fyrirtækjum sem rýra lífsgæði sjóðsfélaga og almennings og setja þau í hættu? Ágætu félagsmenn, sem borgið ykkar iðgjöld í sjóðina, eruð þið sátt við að ykkar fé sé sett í áfengisiðnað, sem beinlínis styttir ævi margra og minnkar líkurnar á að félagsmenn njóti elliáranna? KLP setti áfengisiðnaðinn á svarta listann KLP, stærsti lífeyrissjóður Noregs, setur fjárfestingar í áfengi á svartan lista sem hluta af skuldbindingu sinni um heilsu og ábyrgar fjárfestingar. Þessi stefnumótandi ráðstöfun undirstrikar að sjóðurinn setur í forgang samfélagslega velferð og siðferðileg sjónarmið við fjárhagslegar ákvarðanir. Stefna KLP eru byggð á leiðbeiningum frá SÞ, OECD, og Lífeyrissjóði norska ríkisins. KLP sendi frá sér yfirlýsingu í maí 2019 um að KLP myndi ekki fjárfesta í áfengisfyrirtækjum. Í yfirlýsingunni voru færð rök fyrir ákvörðuninni. Meðal annars þau að KLP styður við framgang Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna, en Bindindissamtökin IOGT á Íslandi hafa þýtt bækling Movendi International um hvernig áfengi hindrar 14 af Heimsmarkmiðunum 17. Bæklingurinn sýnir vel hvernig áfengisneysla veldur skaða á flestum sviðum samfélagsins. Þess verður að geta að yfirlýsing KLP vísaði í rannsókn frá 2004 um að áfengisneysla ylli norsku samfélagi skaða upp á allt að 19,6 milljarða norskra króna árlega en árið 2022 kom út ný rannsókn þar sem skaðinn er metinn á 100 milljarða NOK á ári. Í maí 2022 kom út B.S. ritgerð (Stella Einarsdóttir) sem mat skaðann af áfengisneyslu á Íslandi upp á yfir 100 milljarða króna á ári. Auk þess má nefna að árið 2010 kom út meistararitgerð í heilsuhagfræði (Ari Matthíasson) sem mat skaðann af áfengi og öðrum fíkniefnum upp á allt að 87 milljarða. Uppreiknað eftir vísitölu eru það 153 milljarðar í dag. Hrikalegar upphæðir, en líklega vanmat. Lífeyrissjóðir á Íslandi ættu að standa við reglur, stefnur og markmið sín. Þeir ættu að taka KLP sér til fyrirmyndar og setja áfengisiðnaðinn á sinn svarta lista. Sjúkdómabyrði og dauðsföll Áfengi er stór orsakavaldur í sjúkdómabyrði á heimsvísu (Global burden of disease) og byrðin er í raun stærri meðal þeirra sem neyta áfengis en reiknast fyrir allan heiminn, því að áfengisneysla er „abnormal“ á heimsvísu, en rétt tæp 60% fullorðinna (eldri en 15 ára) neyta ekki áfengis. Við mat á sjúkdómabyrði er notast við hugtakið, glötuð góð æviár (e. DALY, disability-adjusted life years) sem samanstendur af - glötuð æviár vegna skerðingar (e. YLD, years lost due to disability) og glötuð æviár vegna ótímabærs dauða (e. YLL, years of life lost). Skerðing lífsgæða vegna áfengis er t.d. ævilöng fötlun vegna fósturskaða, áverkar vegna slysa og ofbeldis, krabbamein og aðrir sjúkdómar. Já, og elliglöp vegna áfengisneyslu. Árið 2016 dóu um 55 milljón manns á heimsvísu, þar af 8 milljónir vegna tóbaksreykinga og 3 milljónir vegna áfengisneyslu. 11 milljón manns dóu fyrir aldur fram vegna þessara tveggja löglegu fíkniefna. Það eru 20% allra dauðsfalla í heiminum. Á Evrópusvæði WHO dóu ein milljón manns vegna áfengisneyslu, enda er mest neytt af áfengi í Evrópu. Þetta eru 10% af öllum dauðsföllum í Evrópu. Eitt af hverjum tíu dauðsföllum í Evrópu er vegna áfengis. Í ritgerðinni frá 2022 er áætlað að 142 dauðsföll á Íslandi séu áfengistengd. Vegna öflugra áfengisforvarna á Íslandi hefur í gegnum árin verið umtalsverð minni áfengisneysla hér en almennt í Evrópu. Áður en bjórinn var leyfður var neyslan rétt rúmir 4 lítrar af hreinum vínanda á mann en er núna tæpir 8 lítrar. Í samanburði er Þýskaland með 12,2 lítra á mann. Það þætti galið, ef það væri eiturefni í umhverfinu, að leggja til að lausnin væri að tvö- eða þrefalda magnið af eitrinu. Ef það er markmiðið að jafna áfengisskaðann á Íslandi við skaðann í Evrópu, þá má benda á að 10% dauðsfalla á Íslandi samsvarar yfir 230 dauðsföllum á ári. Aukin áfengisneysla þýðir fleiri fyrr í gröfina. Færri njóta eldanna Að fjárfesta í áfengisiðnaðinum vinnur gegn markmiðum lífeyrissjóðanna, því áfengisneysla veldur sjúkdómum og elliglöpum þannig að lífeyrisþegar njóta skertra lífsgæða á eftirlaunaárunum. Áfengisneysla veldur einnig snemmbærum dauða, þannig að lífeyrisþegar njóta færri eftirlaunaára, eða sumir jafnvel deyja áður en þeir komast á eftirlaun. Kæru stjórnarmenn, til að félagar í lífeyrissjóðum njóti eftirlaunaáranna sem lengst og best, tryggið að sjóðirnir fjárfesti ekki í áfengisiðnaðinum eða ýti með öðrum hætti undir notkun áfengis. Virðingarfyllst, Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi Tilvísanir: ÁFENGI OG HEIMSMARKMIÐ SJÁLFBÆRRAR ÞRÓUNAR 2020 – 2030 (bæði á íslensku og ensku) https://iogt.is/2022/09/13/afengi-og-heimsmarkmid-sjalfbaerrar-throunar-2020-2030-2/ Heimasíða KLP https://www.klp.no og á ensku - https://www.klp.no/en Yfirlýsing KLP 2019 um að fjárfesta ekki í áfengisfyrirtækjum. https://www.klp.no/en/english-pdf/Beslutning%20om%20utelukkelse%20av%20alkohol_endelig%20ENG.pdf Viðmið KLP - fjárfestir ekki í (enska) https://www.klp.no/en/english-pdf/Guidelines%20for%20KLP%20as%20a%2 0responsible%20investor.pdf Viðmið KLP á norsku, Veljið Alkohol til að sjá yfirlýsingar allt frá 2019. - https://www.klp.no/om-klp/samfunnsansvar/hva-vi-ikke-investerer-i UN Global Compact, - OECD Guidelines for Multinational Enterprises, - UN Guiding Principles on Business and Human Rights, - Guidelines for observation and exclusion from the Norwegian Government Pension Fund Global Stella Einarsdóttir - Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu: Kostnaðargreining https://skemman.is/handle/1946/41009 Ari Matthíasson – Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu https://skemman.is/handle/1946/4363 Alcohol Remains Top Risk Factor For Global Disease Burden - https://movendi.ngo/news/2024/05/24/new-gbd-data-reveals-alcohol-remains-top-risk-factor-for-global-disease-burden/ Commercial Determinants of Noncommunicable Diseases in the WHO European Region - https://iris.who.int/handle/10665/376957 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Netverslun með áfengi Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðir eiga ekki að fjárfesta í fyrirtækjum sem framleiða eða selja áfengi, því það vinnur gegn markmiðum og stefnu þeirra. Lífeyrissjóðir landsmanna segjast upp til hópa vera með ábyrgar fjárfestingar, þar sem litið sé til umhverfismála, félagslegra málefna og ábyrgra stjórnarhátta. Auðvelt er að fletta gildum lífeyrissjóðanna upp á netinu. Þeir hafi siðferðisleg viðmið í fjárfestingum, fjárfesti í félögum sem fylgi lögboðnum og góðum stjórnarháttum, fylgi lögum og reglum og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskipasiðferði. Vilji skapa traust á sjóðunum og í starfsemi sjóðanna sé ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt. Samfélagsleg ábyrgð er undirstrikuð sérstaklega, en slík ábyrgð er einmitt grunnur stofnunar ÁTVR. Ljóst er þó að íslenskir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í áfengisfyrirtækjum. Nú er búið er að tilkynna að Hagkaup sem Hagar eiga, ætli að opna ólöglega netverslun í júní með sölu áfengis til almennings. Af 17 stærstu hluthöfum í Högum eru 13 lífeyrissjóðir og er Gildi lífeyrissjóður stærsti hluthafinn. Samræmist áfengissala í Hagkaupum reglum, stefnum og markmiðum lífeyrissjóða? Ágætustjórnarmenn lífeyrissjóða, samræmist opnun netsölu með áfengi í Hagkaupum og fjárfestingar í áfengisiðnaðinum starfs- og siðareglum, stefnum og markmiðum lífeyrissjóða? Samræmist það stefnu sjóðanna að fjárfesta í fyrirtækjum sem rýra lífsgæði sjóðsfélaga og almennings og setja þau í hættu? Ágætu félagsmenn, sem borgið ykkar iðgjöld í sjóðina, eruð þið sátt við að ykkar fé sé sett í áfengisiðnað, sem beinlínis styttir ævi margra og minnkar líkurnar á að félagsmenn njóti elliáranna? KLP setti áfengisiðnaðinn á svarta listann KLP, stærsti lífeyrissjóður Noregs, setur fjárfestingar í áfengi á svartan lista sem hluta af skuldbindingu sinni um heilsu og ábyrgar fjárfestingar. Þessi stefnumótandi ráðstöfun undirstrikar að sjóðurinn setur í forgang samfélagslega velferð og siðferðileg sjónarmið við fjárhagslegar ákvarðanir. Stefna KLP eru byggð á leiðbeiningum frá SÞ, OECD, og Lífeyrissjóði norska ríkisins. KLP sendi frá sér yfirlýsingu í maí 2019 um að KLP myndi ekki fjárfesta í áfengisfyrirtækjum. Í yfirlýsingunni voru færð rök fyrir ákvörðuninni. Meðal annars þau að KLP styður við framgang Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna, en Bindindissamtökin IOGT á Íslandi hafa þýtt bækling Movendi International um hvernig áfengi hindrar 14 af Heimsmarkmiðunum 17. Bæklingurinn sýnir vel hvernig áfengisneysla veldur skaða á flestum sviðum samfélagsins. Þess verður að geta að yfirlýsing KLP vísaði í rannsókn frá 2004 um að áfengisneysla ylli norsku samfélagi skaða upp á allt að 19,6 milljarða norskra króna árlega en árið 2022 kom út ný rannsókn þar sem skaðinn er metinn á 100 milljarða NOK á ári. Í maí 2022 kom út B.S. ritgerð (Stella Einarsdóttir) sem mat skaðann af áfengisneyslu á Íslandi upp á yfir 100 milljarða króna á ári. Auk þess má nefna að árið 2010 kom út meistararitgerð í heilsuhagfræði (Ari Matthíasson) sem mat skaðann af áfengi og öðrum fíkniefnum upp á allt að 87 milljarða. Uppreiknað eftir vísitölu eru það 153 milljarðar í dag. Hrikalegar upphæðir, en líklega vanmat. Lífeyrissjóðir á Íslandi ættu að standa við reglur, stefnur og markmið sín. Þeir ættu að taka KLP sér til fyrirmyndar og setja áfengisiðnaðinn á sinn svarta lista. Sjúkdómabyrði og dauðsföll Áfengi er stór orsakavaldur í sjúkdómabyrði á heimsvísu (Global burden of disease) og byrðin er í raun stærri meðal þeirra sem neyta áfengis en reiknast fyrir allan heiminn, því að áfengisneysla er „abnormal“ á heimsvísu, en rétt tæp 60% fullorðinna (eldri en 15 ára) neyta ekki áfengis. Við mat á sjúkdómabyrði er notast við hugtakið, glötuð góð æviár (e. DALY, disability-adjusted life years) sem samanstendur af - glötuð æviár vegna skerðingar (e. YLD, years lost due to disability) og glötuð æviár vegna ótímabærs dauða (e. YLL, years of life lost). Skerðing lífsgæða vegna áfengis er t.d. ævilöng fötlun vegna fósturskaða, áverkar vegna slysa og ofbeldis, krabbamein og aðrir sjúkdómar. Já, og elliglöp vegna áfengisneyslu. Árið 2016 dóu um 55 milljón manns á heimsvísu, þar af 8 milljónir vegna tóbaksreykinga og 3 milljónir vegna áfengisneyslu. 11 milljón manns dóu fyrir aldur fram vegna þessara tveggja löglegu fíkniefna. Það eru 20% allra dauðsfalla í heiminum. Á Evrópusvæði WHO dóu ein milljón manns vegna áfengisneyslu, enda er mest neytt af áfengi í Evrópu. Þetta eru 10% af öllum dauðsföllum í Evrópu. Eitt af hverjum tíu dauðsföllum í Evrópu er vegna áfengis. Í ritgerðinni frá 2022 er áætlað að 142 dauðsföll á Íslandi séu áfengistengd. Vegna öflugra áfengisforvarna á Íslandi hefur í gegnum árin verið umtalsverð minni áfengisneysla hér en almennt í Evrópu. Áður en bjórinn var leyfður var neyslan rétt rúmir 4 lítrar af hreinum vínanda á mann en er núna tæpir 8 lítrar. Í samanburði er Þýskaland með 12,2 lítra á mann. Það þætti galið, ef það væri eiturefni í umhverfinu, að leggja til að lausnin væri að tvö- eða þrefalda magnið af eitrinu. Ef það er markmiðið að jafna áfengisskaðann á Íslandi við skaðann í Evrópu, þá má benda á að 10% dauðsfalla á Íslandi samsvarar yfir 230 dauðsföllum á ári. Aukin áfengisneysla þýðir fleiri fyrr í gröfina. Færri njóta eldanna Að fjárfesta í áfengisiðnaðinum vinnur gegn markmiðum lífeyrissjóðanna, því áfengisneysla veldur sjúkdómum og elliglöpum þannig að lífeyrisþegar njóta skertra lífsgæða á eftirlaunaárunum. Áfengisneysla veldur einnig snemmbærum dauða, þannig að lífeyrisþegar njóta færri eftirlaunaára, eða sumir jafnvel deyja áður en þeir komast á eftirlaun. Kæru stjórnarmenn, til að félagar í lífeyrissjóðum njóti eftirlaunaáranna sem lengst og best, tryggið að sjóðirnir fjárfesti ekki í áfengisiðnaðinum eða ýti með öðrum hætti undir notkun áfengis. Virðingarfyllst, Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi Tilvísanir: ÁFENGI OG HEIMSMARKMIÐ SJÁLFBÆRRAR ÞRÓUNAR 2020 – 2030 (bæði á íslensku og ensku) https://iogt.is/2022/09/13/afengi-og-heimsmarkmid-sjalfbaerrar-throunar-2020-2030-2/ Heimasíða KLP https://www.klp.no og á ensku - https://www.klp.no/en Yfirlýsing KLP 2019 um að fjárfesta ekki í áfengisfyrirtækjum. https://www.klp.no/en/english-pdf/Beslutning%20om%20utelukkelse%20av%20alkohol_endelig%20ENG.pdf Viðmið KLP - fjárfestir ekki í (enska) https://www.klp.no/en/english-pdf/Guidelines%20for%20KLP%20as%20a%2 0responsible%20investor.pdf Viðmið KLP á norsku, Veljið Alkohol til að sjá yfirlýsingar allt frá 2019. - https://www.klp.no/om-klp/samfunnsansvar/hva-vi-ikke-investerer-i UN Global Compact, - OECD Guidelines for Multinational Enterprises, - UN Guiding Principles on Business and Human Rights, - Guidelines for observation and exclusion from the Norwegian Government Pension Fund Global Stella Einarsdóttir - Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu: Kostnaðargreining https://skemman.is/handle/1946/41009 Ari Matthíasson – Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu https://skemman.is/handle/1946/4363 Alcohol Remains Top Risk Factor For Global Disease Burden - https://movendi.ngo/news/2024/05/24/new-gbd-data-reveals-alcohol-remains-top-risk-factor-for-global-disease-burden/ Commercial Determinants of Noncommunicable Diseases in the WHO European Region - https://iris.who.int/handle/10665/376957
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun