Tiger Woods fær lífstíðarpassa fyrir afrek sín Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2024 12:01 Tiger Woods er einn sigursælasti kylfingur allra tíma. Alex Slitz/Getty Images PGA-mótaröðin hefur ákveðið að veita Tiger Woods, einum besta kylfingi allra tíma, lífstíðarpassa á mörg af stærstu mótum mótaraðarinnar fyrir afrek sín á golfvellinum. Á ferli sínum hefur hinn 48 ára gamli Woods unnið 82 mót á vegum PGA og þar af hefur hann fagnað sigri á 15 risamótum. Hann er sá kylfingur, ásamt Sam Snead, sem hefur unnið flest PGA-mót í sögunni og þá hefur hann unnið næst flesta risatitla af öllum, þremur færri en Jack Nicklaus vann á sínum tíma. Í gær ákvað stjórn PGA að veita Woods lífstíðarpassa á átta stórum mótum á vegum mótaraðarinnar fyrir afrek sín í gegnum tíðina. Hann þarf þó enn að vinna sér inn þátttökurétt á risamótunum fjórum sem eru Masters-mótið, PGA meistaramótið, Opna bandaríska og Opna-meistaramótið. Woods hefur nú hins vegar unnið sér inn lífstíðarpassa á svokallaða „Einkennisviðburði“ eða „Signature Events“ PGA-mótaraðarinnar, en það eru mótin sem gefa stig fyrir FedEx-bikarinn. „Við munum gera sérstaka undanþágu til að viðurkenna Tiger Woods í sínum eigin flokki, en hann hefur náð þeim ótrúlega árangri að vinna yfir 80 mót á ferlinum,“ segir í tilkynningu PGA. 🚨#JUST IN: Today, the PGA TOUR policy board approved an exemption that will allow Tiger Woods to compete in Signature Events for the rest of his lifetime, beginning in 2025, per @Sean_Zak pic.twitter.com/8AtB9wv909— TWLEGION (@TWlegion) June 19, 2024 Woods hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta undanfarin ár. Hann lenti í bílslysi árið 2021 sem varð til þess að hann þurfti á aðgerð að halda vegna meiðsla sinna. Woods hefur aðeins tekið þátt í níu mótum síðan. Á þeim fjórum PGA-mótum sem Woods hefur tekið þátt í á þessu ári hefur hann aðeins einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn. Þó er búist við því að Woods verði meðal keppenda á Opna meistaramótinu í næsta mánuði. Golf Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Á ferli sínum hefur hinn 48 ára gamli Woods unnið 82 mót á vegum PGA og þar af hefur hann fagnað sigri á 15 risamótum. Hann er sá kylfingur, ásamt Sam Snead, sem hefur unnið flest PGA-mót í sögunni og þá hefur hann unnið næst flesta risatitla af öllum, þremur færri en Jack Nicklaus vann á sínum tíma. Í gær ákvað stjórn PGA að veita Woods lífstíðarpassa á átta stórum mótum á vegum mótaraðarinnar fyrir afrek sín í gegnum tíðina. Hann þarf þó enn að vinna sér inn þátttökurétt á risamótunum fjórum sem eru Masters-mótið, PGA meistaramótið, Opna bandaríska og Opna-meistaramótið. Woods hefur nú hins vegar unnið sér inn lífstíðarpassa á svokallaða „Einkennisviðburði“ eða „Signature Events“ PGA-mótaraðarinnar, en það eru mótin sem gefa stig fyrir FedEx-bikarinn. „Við munum gera sérstaka undanþágu til að viðurkenna Tiger Woods í sínum eigin flokki, en hann hefur náð þeim ótrúlega árangri að vinna yfir 80 mót á ferlinum,“ segir í tilkynningu PGA. 🚨#JUST IN: Today, the PGA TOUR policy board approved an exemption that will allow Tiger Woods to compete in Signature Events for the rest of his lifetime, beginning in 2025, per @Sean_Zak pic.twitter.com/8AtB9wv909— TWLEGION (@TWlegion) June 19, 2024 Woods hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta undanfarin ár. Hann lenti í bílslysi árið 2021 sem varð til þess að hann þurfti á aðgerð að halda vegna meiðsla sinna. Woods hefur aðeins tekið þátt í níu mótum síðan. Á þeim fjórum PGA-mótum sem Woods hefur tekið þátt í á þessu ári hefur hann aðeins einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn. Þó er búist við því að Woods verði meðal keppenda á Opna meistaramótinu í næsta mánuði.
Golf Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira