„Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 18. júní 2024 22:46 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Hafnfirðingar gerðu slæma ferð yfir hraunið til nágranna sinna í Garðabæ. Þar tók Stjarnan á móti FH í leik þar sem bæði lið þurftu sigur til að komast á sigurbraut. Leiknum lauk með sannfærandi 4-2 sigri Stjörnunnar í markaleik. Heimir Guðjónsson viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að niðurstaðan væru klár vonbrigði. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Mér fannst sjást að það er langt síðan við spiluðum síðast. Einfaldar sendingar voru að klikka og vorum í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.“ sagði Heimir og bætti við um frammistöðuna: „Við höfum oft verið að spila vel í sumar en kannski ekki fengið þau úrslit sem við vildum. Í dag var það ekki. Í öðru markinu töpum við boltanum og sami maður (Óli Valur) hleypur með boltann frá vítateig þeirra og skorar sjálfur hinumegin. Vorum bara klaufar að láta það gerast. Á móti kemur að við þurfum bara að halda áfram.“ FH hefur fengið mikið af mörkum á sig uppá síðkastið og það er nokkuð ljóst á Heimi að varnarleikurinn er akkilesarhæll liðsins. „Þetta er þannig í fótbolta að þegar andstæðingurinn er með boltann áttu að verjast og þegar andstæðingurinn er að verjast átt þú að sækja. Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður. Erum að fá alltof mikið af mörkum á okkur. Töluðum um það í fyrra, í vetur og í sumar og það hefur ekkert lagast. Það er erfitt í dag að vinna fótboltaleiki þegar þú færð á þig alltaf 2-3 mörk. Við skorum alltaf 2-3 mörk í leik en fáum á okkur 2-4 mörk sem er mjög erfitt. Það sem við þurfum að gera er að fara í grunninn aftur og byrja að verja markið okkar. Fyrsta hugsun á að vera bara að ef við höldum hreinu þá fáum við stig.“ sagði Heimir. Liðið var án tveggja varnarmanna í dag í þeim Böðvari Böðvarssyni og Ástbirni Þórðarsyni sem tóku út leikbann í kvöld. Það getur ekki hjálpað FH að vera að leika ítrekað nýrri varnarlínu. „Nei auðvitað ekki. Það vantaði nokkra menn í dag. Það er samt engin afsökun, það eru meiðsli og leikbönn. Það koma bara aðrir menn í staðin og þeir verða bara að standa sig.“ FH hefur ekki unnið leik í deild síðan 5. maí síðastliðin. Hafnfirðinga er farið að lengja eftir sigri og samþykkti Heimir að það liðsvarnarleikinn þyrfti að bæta ef liðið ætti að ná í sigur. „Þurfum að eyða tíma fram að næsta leik að hugsa um það hvernig við ætlum að halda búrinu hreinu. Það er númer 1,2 og 3.“ sagði Heimir að lokum ákveðinn. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að niðurstaðan væru klár vonbrigði. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Mér fannst sjást að það er langt síðan við spiluðum síðast. Einfaldar sendingar voru að klikka og vorum í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.“ sagði Heimir og bætti við um frammistöðuna: „Við höfum oft verið að spila vel í sumar en kannski ekki fengið þau úrslit sem við vildum. Í dag var það ekki. Í öðru markinu töpum við boltanum og sami maður (Óli Valur) hleypur með boltann frá vítateig þeirra og skorar sjálfur hinumegin. Vorum bara klaufar að láta það gerast. Á móti kemur að við þurfum bara að halda áfram.“ FH hefur fengið mikið af mörkum á sig uppá síðkastið og það er nokkuð ljóst á Heimi að varnarleikurinn er akkilesarhæll liðsins. „Þetta er þannig í fótbolta að þegar andstæðingurinn er með boltann áttu að verjast og þegar andstæðingurinn er að verjast átt þú að sækja. Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður. Erum að fá alltof mikið af mörkum á okkur. Töluðum um það í fyrra, í vetur og í sumar og það hefur ekkert lagast. Það er erfitt í dag að vinna fótboltaleiki þegar þú færð á þig alltaf 2-3 mörk. Við skorum alltaf 2-3 mörk í leik en fáum á okkur 2-4 mörk sem er mjög erfitt. Það sem við þurfum að gera er að fara í grunninn aftur og byrja að verja markið okkar. Fyrsta hugsun á að vera bara að ef við höldum hreinu þá fáum við stig.“ sagði Heimir. Liðið var án tveggja varnarmanna í dag í þeim Böðvari Böðvarssyni og Ástbirni Þórðarsyni sem tóku út leikbann í kvöld. Það getur ekki hjálpað FH að vera að leika ítrekað nýrri varnarlínu. „Nei auðvitað ekki. Það vantaði nokkra menn í dag. Það er samt engin afsökun, það eru meiðsli og leikbönn. Það koma bara aðrir menn í staðin og þeir verða bara að standa sig.“ FH hefur ekki unnið leik í deild síðan 5. maí síðastliðin. Hafnfirðinga er farið að lengja eftir sigri og samþykkti Heimir að það liðsvarnarleikinn þyrfti að bæta ef liðið ætti að ná í sigur. „Þurfum að eyða tíma fram að næsta leik að hugsa um það hvernig við ætlum að halda búrinu hreinu. Það er númer 1,2 og 3.“ sagði Heimir að lokum ákveðinn.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti