Biðmál í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 19. júní 2024 08:31 Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í borgarstjórnarsalnum vorið 2024 fjölluðu borgarfulltrúar um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru hitamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Ekkert hafði þokast í málaflokknum og fjöldi biðlistabarna var sá sami og 26 árum fyrr. 800 börn bíða Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík er útlit fyrir að um 800 börn, 12 mánaða og eldri, verði enn á biðlista þann 1. september nk. Staðan hefur versnað frá síðasta ári og engar áþreifanlegar lausnir í sjónmáli. Versnandi staða er sérkennileg þegar tölfræðin er skoðuð, því ekki hefur leikskólabörnum fjölgað í Reykjavík, heldur þvert á móti! Frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaldri fækkað um 10% í Reykjavík. Yfir sama tímabil hefur leikskólaplássum jafnframt fækkað um 940. Borgaryfirvöld geta því ekki kennt vaxandi barnafjölda um vaxandi leikskólavanda – þau geta einungis sjálfum sér um kennt. Samhliða fjölgar börnum á leikskólaaldri í nágrannasveitarfélögum – fólk flytur þangað sem þjónusta er betri og lífsgæði mælast meiri – borgarbúar kjósa með fótunum. 6,5 milljóna tekjutap Sofandaháttur borgaryfirvalda í málaflokknum hefur leitt af sér alvarlega stöðu fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Þeirri stöðu lýsti Sylvía Briem Friðjónsdóttir vel á dögunum og vakti verðskuldaða athygli fyrir. Hún eignaðist sitt þriðja barn nýverið og sér fram á erfiðleika við öflun leikskóla- eða daggæsluúrræða að loknu fæðingarorlofi. Þennan vanda þekkja margir. Haustið 2022 birti Viðskiptaráð útreikninga sem sýndu þann tekjumissi sem fjölskylda á meðallaunum verður fyrir vegna biðlistavanda leikskólanna. Gerðu útreikningarnir ráð fyrir því að annað foreldrið væri frá vinnu meðan beðið væri leikskólavistar. Fyrir 10 mánaða bið eftir leikskólavist, sem er meðal biðtími í Reykjavík að loknu fæðingarorlofi, verður fjölskylda á meðallaunum fyrir tekjutapi sem nemur ríflega 6,5 milljónum króna. Það þarf vart að tíunda hve gríðarlegt tekjutap það er fyrir ungt fjölskyldufólk. Jafnréttismál Sylvía benti jafnframt á þá staðreynd að almennt lendir leikskóla- og daggæsluvandinn af meiri þunga á mæðrum en feðrum. Undir það er óhætt að taka. Á síðasta kjörtímabili var ráðist í styttingu leikskóladagsins. Ákvörðunin mætti andstöðu fjölbreyttra hópa sem töldu breytinguna geta dregið úr framgangi á vinnumarkaði, ógnað starfsöryggi og valdið ófyrirséðum tekjumissi. Fjölmargir óttuðust neikvæð áhrif á stöðu vinnandi kvenna – því þrátt fyrir gríðarlegan árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn stærsta ábyrgð á umönnun barna. Í kjölfarið var ráðist í jafnréttismat sem greindi þau áhrif sem þjónustukerðingin myndi hafa. Matið sýndi glöggt neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna – að mæður væru líklegri en feður til að fara fyrr úr vinnu til að mæta skertum opnunartíma leikskólanna – að konur væru líklegri en karlar til að minnka starfshlutfall svo koma mætti til móts við þarfir fjölskyldunnar. Fjölskyldumál í forgang! Það er ólíðandi að yfir 26 ára tímabil hafi biðmál í borginni ekki tekið neinum framförum. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Leikskóla- og daggæslumál eru eitt mikilvægasta jafnréttismálið sem sveitarfélögin fást við. Til að tryggja farsælan framgang þessa málaflokks þarf að bjóða framsækna leikskólaþjónustu í borginni, öfluga daggæslu og úrval valkosta – einungis þannig náum við árangri. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Jafnréttismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í borgarstjórnarsalnum vorið 2024 fjölluðu borgarfulltrúar um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru hitamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Ekkert hafði þokast í málaflokknum og fjöldi biðlistabarna var sá sami og 26 árum fyrr. 800 börn bíða Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík er útlit fyrir að um 800 börn, 12 mánaða og eldri, verði enn á biðlista þann 1. september nk. Staðan hefur versnað frá síðasta ári og engar áþreifanlegar lausnir í sjónmáli. Versnandi staða er sérkennileg þegar tölfræðin er skoðuð, því ekki hefur leikskólabörnum fjölgað í Reykjavík, heldur þvert á móti! Frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaldri fækkað um 10% í Reykjavík. Yfir sama tímabil hefur leikskólaplássum jafnframt fækkað um 940. Borgaryfirvöld geta því ekki kennt vaxandi barnafjölda um vaxandi leikskólavanda – þau geta einungis sjálfum sér um kennt. Samhliða fjölgar börnum á leikskólaaldri í nágrannasveitarfélögum – fólk flytur þangað sem þjónusta er betri og lífsgæði mælast meiri – borgarbúar kjósa með fótunum. 6,5 milljóna tekjutap Sofandaháttur borgaryfirvalda í málaflokknum hefur leitt af sér alvarlega stöðu fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Þeirri stöðu lýsti Sylvía Briem Friðjónsdóttir vel á dögunum og vakti verðskuldaða athygli fyrir. Hún eignaðist sitt þriðja barn nýverið og sér fram á erfiðleika við öflun leikskóla- eða daggæsluúrræða að loknu fæðingarorlofi. Þennan vanda þekkja margir. Haustið 2022 birti Viðskiptaráð útreikninga sem sýndu þann tekjumissi sem fjölskylda á meðallaunum verður fyrir vegna biðlistavanda leikskólanna. Gerðu útreikningarnir ráð fyrir því að annað foreldrið væri frá vinnu meðan beðið væri leikskólavistar. Fyrir 10 mánaða bið eftir leikskólavist, sem er meðal biðtími í Reykjavík að loknu fæðingarorlofi, verður fjölskylda á meðallaunum fyrir tekjutapi sem nemur ríflega 6,5 milljónum króna. Það þarf vart að tíunda hve gríðarlegt tekjutap það er fyrir ungt fjölskyldufólk. Jafnréttismál Sylvía benti jafnframt á þá staðreynd að almennt lendir leikskóla- og daggæsluvandinn af meiri þunga á mæðrum en feðrum. Undir það er óhætt að taka. Á síðasta kjörtímabili var ráðist í styttingu leikskóladagsins. Ákvörðunin mætti andstöðu fjölbreyttra hópa sem töldu breytinguna geta dregið úr framgangi á vinnumarkaði, ógnað starfsöryggi og valdið ófyrirséðum tekjumissi. Fjölmargir óttuðust neikvæð áhrif á stöðu vinnandi kvenna – því þrátt fyrir gríðarlegan árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn stærsta ábyrgð á umönnun barna. Í kjölfarið var ráðist í jafnréttismat sem greindi þau áhrif sem þjónustukerðingin myndi hafa. Matið sýndi glöggt neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna – að mæður væru líklegri en feður til að fara fyrr úr vinnu til að mæta skertum opnunartíma leikskólanna – að konur væru líklegri en karlar til að minnka starfshlutfall svo koma mætti til móts við þarfir fjölskyldunnar. Fjölskyldumál í forgang! Það er ólíðandi að yfir 26 ára tímabil hafi biðmál í borginni ekki tekið neinum framförum. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Leikskóla- og daggæslumál eru eitt mikilvægasta jafnréttismálið sem sveitarfélögin fást við. Til að tryggja farsælan framgang þessa málaflokks þarf að bjóða framsækna leikskólaþjónustu í borginni, öfluga daggæslu og úrval valkosta – einungis þannig náum við árangri. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun