Körfubolti

Þórsarar sækja Ólaf úr háskólaboltanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, og Ólafur Björn handsala samninginn.
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, og Ólafur Björn handsala samninginn. Þór Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn hefur samið við Ólaf Björn Gunnlaugsson um að leika með liðinu í Subway-deild karla í körfubolta næstu tvö árin.

Ólafur kemur til Þórs frá Bandaríkjunum þar sem hann útskrifaðist úr Potter’s House Christian Academy menntaskólanumáður en hann lék í tvö ár með Florida Southern College og svo í Black Hill State University á seinasta tímabili.

Ólafur er alinn upp hjá Val, en hann hefur einnig leikið með ÍR og Tindastóli hér á landi. Þá var hann um tóma á mála hjá Bonn í Þýskalandi.

Þórsarar eru að fá 22 ára gamlan bakvörð sem var einn af lyk­il­mönn­um U20 ára landsliðs Íslands sem tryggði sér sæti í A-deild Evr­ópu­móts­ins árið 2022.

Þórsliðið hafnaði í fimmta sæti Subway-deildar karla á síðasta tímabili áður en liðið féll úr leik í oddaleik gegn Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×