Erlent

Skil­greina Norðurvígi sem hryðju­verka­sam­tök

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Áróðurslímmiði sem samtökin settu upp í Hlíðunum árið 2018.
Áróðurslímmiði sem samtökin settu upp í Hlíðunum árið 2018. X

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök. 

Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að ríkið hafi sem fyrr verulegar áhyggjur af þeirri ógn sem stafi af ofbeldissamtökum drifnum af kynþáttafordómum víða um heim. 

Þá segir að ráðuneytið skilgreini samtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök, auk þriggja leiðtoga hreyfingarinnar. 

Samtökin eru stærstu nýnasistasamtök í Svíþjóð en eru einnig starfrækt í Noregi, Danmörku og hér á landi. Þau voru að auki starfrækt í Finnlandi áður en yfirvöld þar bönnuðu starfsemina árið 2020. 

„Ofbeldisfull starfsemi Norðurvígis byggja á opinberum kynþátta-, innflytjenda-, gyðinga-, og hinseginfordómum. Leiðtogar samtakanna hafa gert ofbeldisfullar árásir á pólitíska andstæðinga þeirra, mótmælendur, blaðamenn og aðra andstæðinga þeirra,“ segir í tilkynningunni. 

Að auki hafi meðlimir Norðurvígis safnað saman vopnum og sprengiefnum fyrir samtökin og staðið fyrir æfingum á ofbeldisfullum brögðum, þar á meðal hnífaslagsmálum.


Tengdar fréttir

Norður­vígi segist ekki tengjast hand­tökunum

Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×