Samfylkingin ætli ekki að „bara vera með upphrópanir“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2024 08:31 Guðmundur Árni varaformaður Samfylkingarinnar svarar Þorbjörgu Þorvaldsdóttur sem gagnrýnir flokkinn fyrir afstöðuleysi í mannréttindamálum. vísir Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“. Þannig svarar varaformaðurinn gagnrýni og umræðu um afstöðu flokksins í útlendingamálum, sem urðu til þess að Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans, gekk út úr Samfylkingunni. Þorbjörg kveðst ekki treysta flokknum í mannréttindamálum og sagði hjásetu flokksins í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið kornið sem fyllti mælinn. „Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ sagði Þorbjörg. Í samtali við Morgunblaðið ítrekar Guðmundur Árni að Samfylkingin hafi ávallt í gegnum sögu flokksins staðið fyrir mannréttindum og lýðræði. Það geri flokkurinn enn. Varðandi útlendingafrumvarpið margnefnda segir hann: „Við lögðum fram breytingar við aðra umræðu, meðal annars um fjölskyldusameiningu, sem meirihlutinn felldi. Í frumvarpinu voru atriði til bóta eins og skemmri afgreiðslufrestur við hælisleitendur sem er þeim og íslensku samfélagi til hagsbóta og styðjum við það.“ Stefnan sé sambærileg annarri stefnu flokksins. „Málaflokkurinn er þannig að það þarf að stýra honum, en með mannúð og mildi að leiðarljósi, enda er jafnaðarmannaflokkurinn fjölþjóðlegur flokkur og ætlum við að taka á þessum málaflokki eins og öllum öðrum með þessar forsendur í huga,“ er haft eftir Guðmundi Árna sem segir flokkinn á blússandi ferð. Efstirsjá sé að Þorbjörgu en ágreining um ýmis málefni segir hann eðlilegan. Samfylkingin Mannréttindi Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Tengdar fréttir „Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. 16. júní 2024 20:30 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Þannig svarar varaformaðurinn gagnrýni og umræðu um afstöðu flokksins í útlendingamálum, sem urðu til þess að Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans, gekk út úr Samfylkingunni. Þorbjörg kveðst ekki treysta flokknum í mannréttindamálum og sagði hjásetu flokksins í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið kornið sem fyllti mælinn. „Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ sagði Þorbjörg. Í samtali við Morgunblaðið ítrekar Guðmundur Árni að Samfylkingin hafi ávallt í gegnum sögu flokksins staðið fyrir mannréttindum og lýðræði. Það geri flokkurinn enn. Varðandi útlendingafrumvarpið margnefnda segir hann: „Við lögðum fram breytingar við aðra umræðu, meðal annars um fjölskyldusameiningu, sem meirihlutinn felldi. Í frumvarpinu voru atriði til bóta eins og skemmri afgreiðslufrestur við hælisleitendur sem er þeim og íslensku samfélagi til hagsbóta og styðjum við það.“ Stefnan sé sambærileg annarri stefnu flokksins. „Málaflokkurinn er þannig að það þarf að stýra honum, en með mannúð og mildi að leiðarljósi, enda er jafnaðarmannaflokkurinn fjölþjóðlegur flokkur og ætlum við að taka á þessum málaflokki eins og öllum öðrum með þessar forsendur í huga,“ er haft eftir Guðmundi Árna sem segir flokkinn á blússandi ferð. Efstirsjá sé að Þorbjörgu en ágreining um ýmis málefni segir hann eðlilegan.
Samfylkingin Mannréttindi Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Tengdar fréttir „Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. 16. júní 2024 20:30 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. 16. júní 2024 20:30