Innlent

Borgar­stjóri fór fyrstu ferð í nýju parísar­hjóli

Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa
FotoJet (33)
Vísir/Bjarni

Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar.

Byggingarvinnu við myndarlegt Parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn lauk síðdegis í dag, og hjólið er nú opið almenningi. Fyrsta ferð var farin í dag um þrjúleytið, þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri vígði hjólið ásamt fréttamanni Stöðvar 2.

Reykjavíkurhöfn auglýsti í mars eftir samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka. Fyrirtækið Taylors Tivoli Iceland hljóp til og verður rekstraraðili hjólsins. Parísarhjólið er tilraunaverkefni til eins árs og verður uppi í sumar.

Sjáðu fyrstu ferðina í nýja parísarhjólinu við Reykjavíkurhöfn:

Hjólið er hugsað sem spennandi viðbót við fjölbreytt borgarlíf og skemmtilegt framhald á mikilli uppbyggingu í miðborginni. Einar segir að framtíð parísarhjólsins ráðist meðal annars af aðsókninni í sumar. „Ef þetta ber sig væri dáldið gaman að vera með þetta um jólin, þá væri þetta svona parísarjól,“ sagði Einar.


Tengdar fréttir

Parísarhjól sprettur upp við höfnina

Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn.

Parísarhjól á Miðbakka í sumar

Parísarhjól verður sett upp á Miðbakka í sumar. Um tilraunaverkefni til eins sumars er að ræða og mun Taylors Tivoli Iceland ehf annast uppsetningu og rekstur á parísarhjólinu. Hjólabraut víkur fyrir hjólinu en verður sett upp á Klambratúni í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×