Tónlist

Öxar við ána nú til í salsaútgáfu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ný útgáfa lags Helga Helgasonar við texta Steingríms Thorsetinssonar hefur litið dagsins ljós.
Ný útgáfa lags Helga Helgasonar við texta Steingríms Thorsetinssonar hefur litið dagsins ljós. Salsakommúnan

Hljómsveitin Salsakommúnan gaf út ábreiðu af laginu Öxar við ána í salsa stíl í dag í tilefni þjóðhátíðardagsins. 

Hljómsveitin samanstendur af mörgum hljóðfæraleikurum sem leika ýmist á básúnu, trompet, slagverk, kontrabassa, gítar og píanó. 

Salsakommúnan gaf út plötu árið 2017 og spilaði að auki inn á lagið Aquaman með ClubDub. 

„Salsakommúnan hitar upp fyrir 17. júní og (vonandi) sjóðheitt og sólríkt sumar með því að telja í þingvallasönginn Öxar við ána. Pylsur, helíumblöðrur, andlitsmálning, fánar og salsa... verður það eitthvað betra?“ segir í tilkynningu hljómsveitarinnar á Facebook.

Lagið ásamt tónlistarmyndbandi má nálgast hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×