Fótbolti

Belling­ham talaði um sig í þriðju per­sónu eftir leik: Sjáðu sigur­markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jude Bellingham fagnar hér sigurmarki sínu á móti Serbunum í Gelsenkirchen í gær.
Jude Bellingham fagnar hér sigurmarki sínu á móti Serbunum í Gelsenkirchen í gær. AP/Martin Meissner

Jude Bellingham tryggði enska landsliðinu sigur á Serbíu í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær. Hann hefur fengið vænan skammt af lofi eftir leikinn.

Bellingham var líka kátur með sigurinn en talaði um sjálfan sig í þriðju persónu í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.

„Jude Bellingham var búinn til af stórkostlegu fólki,“ sagði Bellingham sem er enn bara tvítugur.

„Þetta er ekki bara ég. Þetta er vegna þess að ég er með svona gott stuðningskerfi í kringum mig. Fjölskyldan mín, vinir mínir, liðsfélagar mínir. Það auðveldasta er að spila fótbolta,“ sagði Bellingham.

„Ég er orðinn vanur því að skila mér inn í vítateiginn. Ég vandi mig á það hjá Real Madrid og vildi halda því áfram á Evrópumótinu,“ sagði Bellingham.

„Þetta er frábær byrjun fyrir mig persónulega, til að ná upp sjálfstraustinu en það mikilvægast var það að hjálpa strákunum við að landa þessum sigri,“ sagði Bellingham.

Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið. Bellingham byrjar sóknina sem endar með fyrirgjöf frá

Bukayo Saka. Bellingham er mættur í markteiginn og skallar boltann í markið. Það má sjá markið hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×