Víðast hvar þungbúið á þjóðhátíðardaginn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2024 07:34 Veðurspá komandi viku er ekkert sérlega spennandi. Vísir/Arnar Það er útlit fyrir hægan vind á landinu í dag. Heilt yfir verður nokkuð þungbúið á Suður- og Vesturlandi og dálítil væta gæti látið á sér kræla öðru hvoru. Á Norður- og Austurlandi ætti að verða þurrt með einhverjum sólarköflum. Í textaspá veðurstofunnar segir að hiti í dag verði 7 til 16 stig, hlýjast á Norðvesturlandi. Búist er við suðlægri eða breytilegei átt 3-10 m/s á morgun. Víða skýjað og fer að rigna eftir hádegi og um kvöldið, fyrst suðvestanlands. Hiti 7 til 12 stig. Framan af miðvikudegi rignir víða enn, ef að líkum lætur, en síðdegis dregur úr vætunni. Þegar litið er á veðurkort fyrir vikuna sem nú er að hefjast, er útlitið heilt yfir ekki það sem flestir sækjast eftir í sumarveðri. Hitatölurnar verða í lægri kantinum og búast má við frekar þungbúnu veðri með vætu í flestum landshlutum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skýjað. Fer að rigna síðdegis og um kvöldið, fyrst suðvestanlands. Hiti 7 til 13 stig.Á miðvikudag:Norðaustan 5-13, en hægari vestlæg átt sunnantil. Súld eða rigning, en dregur úr vætu síðdegis. Hiti 6 til 14 stig, mildast syðst.Á fimmtudag (sumarsólstöður):Norðvestlæg átt, skýjað og dálítil rigning við norðurströndina. Skýjað með köflum en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Hiti breytist lítið.Á föstudag, laugardag og sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt. Skýjað á norðanverðu landinu og lítilsháttar súld eða rigning af og til. Skýjað með köflum sunnantil og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands. Veður 17. júní Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Búast við lítilsháttar éljum á Ströndum og fyrir norðaustan Víða kaldi og allhvasst suðaustantil Stormur við suðausturströndina Víða rigning eða slydda Víða rigning með köflum Suðvestlæg átt og víða dálítil rigning Sjá meira
Í textaspá veðurstofunnar segir að hiti í dag verði 7 til 16 stig, hlýjast á Norðvesturlandi. Búist er við suðlægri eða breytilegei átt 3-10 m/s á morgun. Víða skýjað og fer að rigna eftir hádegi og um kvöldið, fyrst suðvestanlands. Hiti 7 til 12 stig. Framan af miðvikudegi rignir víða enn, ef að líkum lætur, en síðdegis dregur úr vætunni. Þegar litið er á veðurkort fyrir vikuna sem nú er að hefjast, er útlitið heilt yfir ekki það sem flestir sækjast eftir í sumarveðri. Hitatölurnar verða í lægri kantinum og búast má við frekar þungbúnu veðri með vætu í flestum landshlutum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skýjað. Fer að rigna síðdegis og um kvöldið, fyrst suðvestanlands. Hiti 7 til 13 stig.Á miðvikudag:Norðaustan 5-13, en hægari vestlæg átt sunnantil. Súld eða rigning, en dregur úr vætu síðdegis. Hiti 6 til 14 stig, mildast syðst.Á fimmtudag (sumarsólstöður):Norðvestlæg átt, skýjað og dálítil rigning við norðurströndina. Skýjað með köflum en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Hiti breytist lítið.Á föstudag, laugardag og sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt. Skýjað á norðanverðu landinu og lítilsháttar súld eða rigning af og til. Skýjað með köflum sunnantil og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.
Veður 17. júní Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Búast við lítilsháttar éljum á Ströndum og fyrir norðaustan Víða kaldi og allhvasst suðaustantil Stormur við suðausturströndina Víða rigning eða slydda Víða rigning með köflum Suðvestlæg átt og víða dálítil rigning Sjá meira