Sport

Ekki létt­væg á­kvörðun að hætta við bar­dagann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Við bíðum áfram eftir endurkomu McGregor í búrið.
Við bíðum áfram eftir endurkomu McGregor í búrið. AP Photo/John Locher

Bardagakappinn Conor McGregor segir ákvörðun sína ekki hafa verið léttvæga en Írinn málglaði þurfti að hætta við bardaga sinn á UFC 303 vegna meiðsla. McGregor hefur aðeins stigið inn í UFC-búrið fjórum sinnum frá árinu 2016.

Hinn 35 ára gamli McGregor þurfti að hætta við bardaga sinn gegn Michael Chandler sem fram átti að fara 29. júní næstkomandi vegna meiðsla. McGregor segir ákvörðunina ekki hafa verið léttvæga en hann vonast til að snúa aftur til keppni sem fyrst.

„Fyrir blaðamannafundinn í aðdraganda bardagans varð ég fyrir meiðslum sem taka lengri tíma að ná sér af en ég hafði. Að fresta bardaganum var ekki léttvæg ákvörðun en eina mögulega ákvörðunin eftir að ég ræddi við lækna, UFC og teymið mitt,“ segir McGregor.

„Stuðningsfólk mitt og mótherji á skilið að ég sé upp á mitt besta og það mun ég vera þegar við mætumst.“

Þegar tilkynnt var að McGregor og Chandler yrðu aðalbardagi UFC 303 þá seldust miðarnir á viðburðinn upp á innan við tíu mínútum.

Nú er ljóst að stuðningsfólk McGregor þarf að bíða örlítið lengur eftir að sjá kappann. Hann hefur ekki keppt í UFC síðan 2021 þegar hann fótbrotnaði í bardaga við Dustin Poirer.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×