Úr buffi í klút Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2024 13:01 Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins. Mannlegur forseti Fráfarandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, er gott dæmi um forseta sem alla tíð hefur sýnt sitt mannlega eðli og til dæmis ekki hikað við að skutla börnum sínum í skólann á reiðhjóli. Eða sinnt opinberum erindum með buff á höfðinu. Það mætti segja að buffið hafi fljótlega orðið hans auðkenni, sem og að klæðast óhikað ósamstæðum sokkum. Fólk fór að þekkja Guðna sem mannlega og viðkunnalega forsetann sem var ekki hafinn yfir buffið. Margir tóku hann sér til fyrirmyndar og þetta sameinaði fólki í umræðu. Það mætti kannski segja að buffið hafi verið ákveðið sameiningartákn og það sama má segja með ananasinn á pítsurnar. Guðni hefur sinnt forsetatíð sinni með sama hætti og hún byrjaði og sýnt í verki að það er gott að vera ósvikinn, líka þegar maður er forseti Íslands. Það er áhugavert að skoða hvort að buffið hafi verið tilviljun sem heppnaðist svona vel, eða snilldar markaðshugmynd. Hvort sem er var þetta vel heppnað og veitti ákveðin hughrif. Það hefur lengi verið þekkt að einstaklingar hafi auðkennt sig með einum eða öðrum hætti og nýtt staðfærslu, til dæmis með því að vera alltaf með hatt eða blóm í hnappagatinu. Nú eða keðjur, sólgleraugu og skrauttennur eins og Herra Hnetusmjör. Mismunandi einkenni eins og buffið og ósamstæðu sokkarnir mynduðu sterka skynheild um Guðna sem mann fólksins. Er einhver munur á buffi og klút? Verðandi forseti, Halla Tómasdóttir, virðist hafa rambað á svipaða tilviljun þegar hún varð veik fyrir fyrstu kappræðurnar og ákvað að binda klút um hálsinn. Þetta stigmagnaðist upp í að nú eru klútar komnir aftur í tísku, verslanir farnar að selja klúta í magni og svokölluð „klútabylting“ hafin hjá þjóðinni. Halla hefur farsællega kynnt sig til sögunnar og skapað ákveðin hughrif með klútnum, ásamt því að hafa mótað sér sterkt einkenni. Þarna var um tilviljun að ræða, en engu að síður er þetta dæmi um vel heppnaða nýtingu tækifæris sem skapar ákveðin hughrif og einkenni sem styðja við heildarhugmynd (e. concept) um Höllu. Hún á það einnig sameiginlegt með Guðna að vera sérlega viðkunnaleg, mannleg og mun eflaust verða þjóðinni góður forseti. Það má hugleiða hvort slík tilfelli séu í raun tilviljun. Það verður þó ekki horft fram hjá því að um vel heppnaða nýtingu á tækifæri er að ræða og svo hægt sé að nýta tækifæri þarf að byggja á einhverri stefnu. Klúturinn hefur veitt Höllu ákveðna sérstöðu í huga fólks, kynnt hana til leiks og gefið fólki sameiginlegan umræðugrundvöll. Hann er jafnvel líka orðinn að sameiningartákni. Í báðum tilfellum er um að ræða tiltölulega lítinn efnisbút sem vekur athygli, eykur tengingu og hefur verið jákvæð kynning fyrir forsetana tvo. Það er nefnilega merkilega lítill munur á buffi og klút. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn & Wolfe á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins. Mannlegur forseti Fráfarandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, er gott dæmi um forseta sem alla tíð hefur sýnt sitt mannlega eðli og til dæmis ekki hikað við að skutla börnum sínum í skólann á reiðhjóli. Eða sinnt opinberum erindum með buff á höfðinu. Það mætti segja að buffið hafi fljótlega orðið hans auðkenni, sem og að klæðast óhikað ósamstæðum sokkum. Fólk fór að þekkja Guðna sem mannlega og viðkunnalega forsetann sem var ekki hafinn yfir buffið. Margir tóku hann sér til fyrirmyndar og þetta sameinaði fólki í umræðu. Það mætti kannski segja að buffið hafi verið ákveðið sameiningartákn og það sama má segja með ananasinn á pítsurnar. Guðni hefur sinnt forsetatíð sinni með sama hætti og hún byrjaði og sýnt í verki að það er gott að vera ósvikinn, líka þegar maður er forseti Íslands. Það er áhugavert að skoða hvort að buffið hafi verið tilviljun sem heppnaðist svona vel, eða snilldar markaðshugmynd. Hvort sem er var þetta vel heppnað og veitti ákveðin hughrif. Það hefur lengi verið þekkt að einstaklingar hafi auðkennt sig með einum eða öðrum hætti og nýtt staðfærslu, til dæmis með því að vera alltaf með hatt eða blóm í hnappagatinu. Nú eða keðjur, sólgleraugu og skrauttennur eins og Herra Hnetusmjör. Mismunandi einkenni eins og buffið og ósamstæðu sokkarnir mynduðu sterka skynheild um Guðna sem mann fólksins. Er einhver munur á buffi og klút? Verðandi forseti, Halla Tómasdóttir, virðist hafa rambað á svipaða tilviljun þegar hún varð veik fyrir fyrstu kappræðurnar og ákvað að binda klút um hálsinn. Þetta stigmagnaðist upp í að nú eru klútar komnir aftur í tísku, verslanir farnar að selja klúta í magni og svokölluð „klútabylting“ hafin hjá þjóðinni. Halla hefur farsællega kynnt sig til sögunnar og skapað ákveðin hughrif með klútnum, ásamt því að hafa mótað sér sterkt einkenni. Þarna var um tilviljun að ræða, en engu að síður er þetta dæmi um vel heppnaða nýtingu tækifæris sem skapar ákveðin hughrif og einkenni sem styðja við heildarhugmynd (e. concept) um Höllu. Hún á það einnig sameiginlegt með Guðna að vera sérlega viðkunnaleg, mannleg og mun eflaust verða þjóðinni góður forseti. Það má hugleiða hvort slík tilfelli séu í raun tilviljun. Það verður þó ekki horft fram hjá því að um vel heppnaða nýtingu á tækifæri er að ræða og svo hægt sé að nýta tækifæri þarf að byggja á einhverri stefnu. Klúturinn hefur veitt Höllu ákveðna sérstöðu í huga fólks, kynnt hana til leiks og gefið fólki sameiginlegan umræðugrundvöll. Hann er jafnvel líka orðinn að sameiningartákni. Í báðum tilfellum er um að ræða tiltölulega lítinn efnisbút sem vekur athygli, eykur tengingu og hefur verið jákvæð kynning fyrir forsetana tvo. Það er nefnilega merkilega lítill munur á buffi og klút. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn & Wolfe á Íslandi
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun