Rétturinn til heilnæms umhverfis vs bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar Björg Sveinsdóttir skrifar 14. júní 2024 12:30 Þegar ég var ung tók móðir mín okkur systkinin í ævintýraferðalög út í hraunið út frá Holtinu. Við fórum í sólbað i hraunbollum /gjótum, skoðuðum burkna og lynggróður, ræddum um álfabústaði, týndum ber og nutum okkar í heilnæmu umhverfi. Álverið í Straumsvík hóf framleiðslu áls árið 1969 þegar ég var 10 ára. Eftir að álverið fór í gang fór enginn í berjamó nálægt Straumsvík, sögur af starfsmönnum sem fengu steinlunga, lauf varð svart á trjám á Álftanesi og tannskemmdir og vanhöld í dýrum vegna flúormengunar í nágrenni álversins. Árið 2006 og 2007 voru umræður í gangi um stækkun álversins og kusu íbúar Hafnarfjarðar í atkvæðagreiðslu um hvort samþykkja ætti deiliskipulagið sem heimilaði stækkun álversins, 76,6% kusu og niðurstaðan var að stækkun var hafnað. Bæjarbúar vildu ekki meiri stóriðju í bænum. Rétturinn til heilnæms umhverfis er viðurkenndur í yfir 150 ríkjum í stjórnarskrá eða löggjöf þó það sé ekki gert hér á landi. Árið 2019 var lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá þar sem m.a. sagði: „ Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvílir sameiginlega á öllum og skal verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Stuðlað skal að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður. Allir skulu njóta heilnæms umhverfis.“ Eins og allir vita hefur ekki náðst samkomulag um þetta atriði á þingi. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði virðast ekki enn telja að vernd náttúru og umhverfis hvíli á sér né viðhefur varúðar og langtímasjónarmið þegar kemur að þóknun við Coda Terminal verkefnið. Umhverfismatsskýrslur fyrir stækkun hafnar og Coda verkefnið er nú í Skipulagsgátt. Það er enginn sjáanlegur hagur af því fyrir bæjarbúa að fara í verkefnið. Þvert á móti, það hefur í för með sér áhættufjárfestingu við hafnargerð og margskonar röskun á náttúru, 67.000 ferðir vörubíla frá Rauðamelsnámu að hafnarsvæðinu með tilheyrandi röskun á því svæði, sóun náttúruauðlinda eins og vatns (um 2.500 l/s sem nemur þrisvar sinnum því sem Reykvíkingar nota), álag á innviði eins og hitaveitu og rafmagn, hugsanlegir jarðskjálftar í a.m.k. 2 km frá niðurdælingarstað. (Það gætu verið 700m frá borteig í íbúðabyggð á Völlunum). Grunnvatnið spillist, það hitnar væntanlega af því að hafa kraumandi koltvísýringspott undir niðurdælingarstöðum og Hafnarfjarðarbæ, (reyndar nær áhrifasvæðið undir Garðabæ og langt suður undir Kleifarvatn). Uppdælingin í þessu magni úr grunnvatnsgeyminum dregur inn saltblandað vatn innar í landið og líkanareikningar benda til þess að það taki seltu meira en 100 ár að breytist í átt að náttúrulegu ástandi eftir líftíma verkefnisins sem er 30 ár. Áhrif á Straumsvíkurtjarnirnar sem eru friðaðar og lífríki þeirra eru metin talsverð neikvæð. Einhverra hluta vegna eru möguleg áhrif af koltvísýringi í jarðlögum og grunnvatni tekin út úr umfjöllun Vatnaskila og byggir á mælingum Carbfix í umhverfismatsskýrslunni. Þar kemur þó fram að einhverjar líkur eru á að mengun berist í vatnsborholur Ríó Tintó sem eru 8 með 320 l/s og staðsettar rétt sunnan við Reykjanesbraut. Þær borholur gætu e.t.v. farið að skila volgu, söltu sódavatni en salt og sýra er e.t.v ekki það besta til að kæla vélar og nýverið óskaði Ríó Tintó eftir leyfi til að bora nýjar holur fyrir þessar sem hafa nýst vel í áratugi. Skv. umhverfismatsskýrslunni mun yfirborð grunnvatns lækka þar sem uppdælt (hefur áhrif á tjarnir í Straumsvík) en hækka yfirborð grunnvatns jafnvel um 40 cm, til austurs af svæðinu þar sem niðurdælt, og e.t.v. þar með getað haft áhrif á grunna í eldri húsum og á gegnumstreymi í vötnum eins og Hvaleyrarvatni, Ástjörn og Urriðavatni. Svo er það hættan við að vinna við koltvísýringinn. Þeir sem vinna við verkefnið þurfa að hafa gasmæla. Gasmælar út um allt. Þarna verða 11 km langar lagnir sem um renna milljón tonn af koltvísýringi á ári og lagnir geta lekið, svæðið með borteigum nær nú upp í skógrækt, það verða 30.000 rúmmetra tankar fyrir koltvísýring í fljótandi formi á hafnarsvæðinu, og þeir geta einnig lekið og fleiri hættur með það eins og snögg kæling umhverfis. Koltvísýringur er þyngri en andrúmsloft. Þrátt fyrir að gryfja verði kringum tanka eru raunverulegar hættur út um allt á svæðinu í kringum lagnir og við niðurdælingar og fer eftir hvort logn eða vindur. Ef leki í logni sígur koltvísýringurinn niður í kjallara og í lautir í landslagi. Hvern langar í lautarferð í Kapelluhraun? Frelsi frá umhverfislegum skaða og rétturinn til heilnæms umhverfis á að vera í forgangi fyrir íbúa í Hafnarfirði en er það ekki. Kolefnisbókhald við innflutning á koltvísýringi Þau milljónir tonna sem eru fönguð erlendis koma kolefnisbókhaldi hér ekki við. Mínusinn verður til í því landi sem koltvísýringurinn er fangaður í. Strangt til tekið kemur koltvísýringurinn hingað til lands sem plús við annað hér á landi uns hann er bundinn. Samkvæmt umhverfismatsskýrslunni er varlega gert ráð fyrir 1% koltvísýringsleka sem nemi 0,7milljónum tonna á 30 ára tímabili verkefnisins, sjóflutningar valdi losun sem nemur um 3,2 milljónum tonna, og þó það kolefnisspor tilheyri sjóflutningum bitnar það á Íslandi eins og öðrum löndum, auk þess sem kjarnastarfsemin losar 0,16 milljón tonn skv. umhverfismatsskýrslunni sem er í skipulagsgátt. Ekki var gerð vistferilsgreining um losun vegna föngunar koltvísýringsins erlendis en það er sagt orkukrefjandi ferli. Fyrir „Ísland“ eykst losun um nærri 1 milljón tonn af koltvísýringi á tímabilinu vegna verkefnisins og auk þess aukast sjóflutningar um 3,2 milljón tonn. Þetta er andstætt því „að draga úr losun hér á landi“, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að gera. Það er skaðlegt náttúru að fjarlægja koltvísýring úr andrúmsloftinu með eyðileggjandi, grófum, og orkufrekum aðgerðum. Drögum fremur úr losun eins og markmið eru um. Og eins og margbent á, 3 milljónir tonna eru minna en 0,01% af þeirri losun sem verður til árlega í heiminum. Vill Ísland vera grænþvottastöð fyrir umhverfissóða? Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var ung tók móðir mín okkur systkinin í ævintýraferðalög út í hraunið út frá Holtinu. Við fórum í sólbað i hraunbollum /gjótum, skoðuðum burkna og lynggróður, ræddum um álfabústaði, týndum ber og nutum okkar í heilnæmu umhverfi. Álverið í Straumsvík hóf framleiðslu áls árið 1969 þegar ég var 10 ára. Eftir að álverið fór í gang fór enginn í berjamó nálægt Straumsvík, sögur af starfsmönnum sem fengu steinlunga, lauf varð svart á trjám á Álftanesi og tannskemmdir og vanhöld í dýrum vegna flúormengunar í nágrenni álversins. Árið 2006 og 2007 voru umræður í gangi um stækkun álversins og kusu íbúar Hafnarfjarðar í atkvæðagreiðslu um hvort samþykkja ætti deiliskipulagið sem heimilaði stækkun álversins, 76,6% kusu og niðurstaðan var að stækkun var hafnað. Bæjarbúar vildu ekki meiri stóriðju í bænum. Rétturinn til heilnæms umhverfis er viðurkenndur í yfir 150 ríkjum í stjórnarskrá eða löggjöf þó það sé ekki gert hér á landi. Árið 2019 var lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá þar sem m.a. sagði: „ Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvílir sameiginlega á öllum og skal verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Stuðlað skal að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður. Allir skulu njóta heilnæms umhverfis.“ Eins og allir vita hefur ekki náðst samkomulag um þetta atriði á þingi. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði virðast ekki enn telja að vernd náttúru og umhverfis hvíli á sér né viðhefur varúðar og langtímasjónarmið þegar kemur að þóknun við Coda Terminal verkefnið. Umhverfismatsskýrslur fyrir stækkun hafnar og Coda verkefnið er nú í Skipulagsgátt. Það er enginn sjáanlegur hagur af því fyrir bæjarbúa að fara í verkefnið. Þvert á móti, það hefur í för með sér áhættufjárfestingu við hafnargerð og margskonar röskun á náttúru, 67.000 ferðir vörubíla frá Rauðamelsnámu að hafnarsvæðinu með tilheyrandi röskun á því svæði, sóun náttúruauðlinda eins og vatns (um 2.500 l/s sem nemur þrisvar sinnum því sem Reykvíkingar nota), álag á innviði eins og hitaveitu og rafmagn, hugsanlegir jarðskjálftar í a.m.k. 2 km frá niðurdælingarstað. (Það gætu verið 700m frá borteig í íbúðabyggð á Völlunum). Grunnvatnið spillist, það hitnar væntanlega af því að hafa kraumandi koltvísýringspott undir niðurdælingarstöðum og Hafnarfjarðarbæ, (reyndar nær áhrifasvæðið undir Garðabæ og langt suður undir Kleifarvatn). Uppdælingin í þessu magni úr grunnvatnsgeyminum dregur inn saltblandað vatn innar í landið og líkanareikningar benda til þess að það taki seltu meira en 100 ár að breytist í átt að náttúrulegu ástandi eftir líftíma verkefnisins sem er 30 ár. Áhrif á Straumsvíkurtjarnirnar sem eru friðaðar og lífríki þeirra eru metin talsverð neikvæð. Einhverra hluta vegna eru möguleg áhrif af koltvísýringi í jarðlögum og grunnvatni tekin út úr umfjöllun Vatnaskila og byggir á mælingum Carbfix í umhverfismatsskýrslunni. Þar kemur þó fram að einhverjar líkur eru á að mengun berist í vatnsborholur Ríó Tintó sem eru 8 með 320 l/s og staðsettar rétt sunnan við Reykjanesbraut. Þær borholur gætu e.t.v. farið að skila volgu, söltu sódavatni en salt og sýra er e.t.v ekki það besta til að kæla vélar og nýverið óskaði Ríó Tintó eftir leyfi til að bora nýjar holur fyrir þessar sem hafa nýst vel í áratugi. Skv. umhverfismatsskýrslunni mun yfirborð grunnvatns lækka þar sem uppdælt (hefur áhrif á tjarnir í Straumsvík) en hækka yfirborð grunnvatns jafnvel um 40 cm, til austurs af svæðinu þar sem niðurdælt, og e.t.v. þar með getað haft áhrif á grunna í eldri húsum og á gegnumstreymi í vötnum eins og Hvaleyrarvatni, Ástjörn og Urriðavatni. Svo er það hættan við að vinna við koltvísýringinn. Þeir sem vinna við verkefnið þurfa að hafa gasmæla. Gasmælar út um allt. Þarna verða 11 km langar lagnir sem um renna milljón tonn af koltvísýringi á ári og lagnir geta lekið, svæðið með borteigum nær nú upp í skógrækt, það verða 30.000 rúmmetra tankar fyrir koltvísýring í fljótandi formi á hafnarsvæðinu, og þeir geta einnig lekið og fleiri hættur með það eins og snögg kæling umhverfis. Koltvísýringur er þyngri en andrúmsloft. Þrátt fyrir að gryfja verði kringum tanka eru raunverulegar hættur út um allt á svæðinu í kringum lagnir og við niðurdælingar og fer eftir hvort logn eða vindur. Ef leki í logni sígur koltvísýringurinn niður í kjallara og í lautir í landslagi. Hvern langar í lautarferð í Kapelluhraun? Frelsi frá umhverfislegum skaða og rétturinn til heilnæms umhverfis á að vera í forgangi fyrir íbúa í Hafnarfirði en er það ekki. Kolefnisbókhald við innflutning á koltvísýringi Þau milljónir tonna sem eru fönguð erlendis koma kolefnisbókhaldi hér ekki við. Mínusinn verður til í því landi sem koltvísýringurinn er fangaður í. Strangt til tekið kemur koltvísýringurinn hingað til lands sem plús við annað hér á landi uns hann er bundinn. Samkvæmt umhverfismatsskýrslunni er varlega gert ráð fyrir 1% koltvísýringsleka sem nemi 0,7milljónum tonna á 30 ára tímabili verkefnisins, sjóflutningar valdi losun sem nemur um 3,2 milljónum tonna, og þó það kolefnisspor tilheyri sjóflutningum bitnar það á Íslandi eins og öðrum löndum, auk þess sem kjarnastarfsemin losar 0,16 milljón tonn skv. umhverfismatsskýrslunni sem er í skipulagsgátt. Ekki var gerð vistferilsgreining um losun vegna föngunar koltvísýringsins erlendis en það er sagt orkukrefjandi ferli. Fyrir „Ísland“ eykst losun um nærri 1 milljón tonn af koltvísýringi á tímabilinu vegna verkefnisins og auk þess aukast sjóflutningar um 3,2 milljón tonn. Þetta er andstætt því „að draga úr losun hér á landi“, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að gera. Það er skaðlegt náttúru að fjarlægja koltvísýring úr andrúmsloftinu með eyðileggjandi, grófum, og orkufrekum aðgerðum. Drögum fremur úr losun eins og markmið eru um. Og eins og margbent á, 3 milljónir tonna eru minna en 0,01% af þeirri losun sem verður til árlega í heiminum. Vill Ísland vera grænþvottastöð fyrir umhverfissóða? Höfundur er íbúi í Hafnarfirði.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun