Innlent

Kynna 150 að­gerðir í loftslagsmálum

Árni Sæberg skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Arnar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur kynningarfund í dag þar sem uppfærð áætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem inniheldur einar 150 aðgerðir, verður kynnt.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, munu ávarpa fundinn, sem hefst klukkan 14 og má sjá í spilaranum hér að neðan:

Í fréttatilkynningu um fundinn segir að mikil vinna hafi átt sér stað undanfarin tvö ár við uppfærslu aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum, sem fyrst var kynnt 2018, og samtal sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið átti við fulltrúa fjölda atvinnugreina og samvinna ráðuneytis við sveitarfélög veturinn 2022-2023 sé ein af undirstöðum áætlunarinnar.

Áætlunin sem nú verður kynnt innihaldi safn 150 loftslagsaðgerða og loftslagsverkefna, sem endurspegli raunhæfar, en metnaðarfullar lausnir og séu töluverð aukning frá 50 aðgerðum í núgildandi aðgerðaáætlun. 

Aðgerðaáætlunin byggi á ítarlegri kortlagningu og útreikningum um samdrátt í losun, en saman stuðli loftslagsaðgerðirnar og loftslagstengdu verkefnin með enn markvissari hætti að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×